Segja Begum hafa rétt á að snúa aftur til Bretlands Andri Eysteinsson skrifar 16. júlí 2020 22:02 Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum. Vísir/Getty Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. Breska innanríkisráðuneytið svipti Begum ríkisborgararétti árið 2019 eftir að hún fannst í flóttabúðum í Sýrlandi. Begum gekk til liðs við Íslamska ríkið árið 2015 og giftist vígamanninum Yago Riedijk sem er átta árum eldri en hún. Eignuðust þau saman þrjú börn sem öll eru látin. Begum óskaði eftir því að fá að snúa heim til Bretlands með yngsta barn sitt en bresk yfirvöld höfnuðu þeirri beiðni og sviptu hana ríkisborgararétti. Breskur dómstóll sagði þá að heimilt væri að svipta hana réttinum þar sem að hún gæti sóst eftir ríkisborgararétti í Bangladess sökum uppruna síns. Áfrýjunardómstóll í Bretlandi segir hins vegar að brotið hafi verið gegn reglunni um réttláta málsmeðferð í máli Begum. Henni hafi ekki verið gefinn kostur á því að halda uppi vörnum þar sem að hún var stödd í flóttamannabúðum í Sýrlandi. Breska innanríkisráðuneytið hefur ítrekað sagst ekki ætla að aðstoða Begum á nokkurn hátt en verður nú að brjóta odd af oflæti sínu og koma Begum fyrir rétt í Lundúnum. Ráðuneytið sagði ákvörðun áfrýjunardómstólsins vera mikil vonbrigði og mun ráðuneytið leitast eftir því að áfrýja úrskurðinum. Sýrland Bretland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira
Breskur áfrýjunardómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að Shamima Begum, tvítug kona sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fimmtán ára gömul, eigi rétt á því að snúa aftur til heimalandsins til þess að færa rök fyrir sínu máli fyrir dómstólum. Breska innanríkisráðuneytið svipti Begum ríkisborgararétti árið 2019 eftir að hún fannst í flóttabúðum í Sýrlandi. Begum gekk til liðs við Íslamska ríkið árið 2015 og giftist vígamanninum Yago Riedijk sem er átta árum eldri en hún. Eignuðust þau saman þrjú börn sem öll eru látin. Begum óskaði eftir því að fá að snúa heim til Bretlands með yngsta barn sitt en bresk yfirvöld höfnuðu þeirri beiðni og sviptu hana ríkisborgararétti. Breskur dómstóll sagði þá að heimilt væri að svipta hana réttinum þar sem að hún gæti sóst eftir ríkisborgararétti í Bangladess sökum uppruna síns. Áfrýjunardómstóll í Bretlandi segir hins vegar að brotið hafi verið gegn reglunni um réttláta málsmeðferð í máli Begum. Henni hafi ekki verið gefinn kostur á því að halda uppi vörnum þar sem að hún var stödd í flóttamannabúðum í Sýrlandi. Breska innanríkisráðuneytið hefur ítrekað sagst ekki ætla að aðstoða Begum á nokkurn hátt en verður nú að brjóta odd af oflæti sínu og koma Begum fyrir rétt í Lundúnum. Ráðuneytið sagði ákvörðun áfrýjunardómstólsins vera mikil vonbrigði og mun ráðuneytið leitast eftir því að áfrýja úrskurðinum.
Sýrland Bretland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira