VAR hefur dæmt sjö mörk af mótherjum Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 11:00 Varsjáin hefur hér dæmt af markið sem Jordan Ayew skoraði fyrir Crystal Palace á móti Manchester United í gær og hélt að hann hefði jafnað með því leikinn í 1-1. United vann 2-0. Getty/Glyn Kirk Stuðningsmenn Manchester United eru örugglega ekki mikið á móti Varsjánni eftir þetta tímabil enda hefur hún reynst liðinu afar vel. Manchester United vann mikilvægan 2-0 sigur á Crystal Palace í gær þar sem VAR dæmdi af jöfnunarmark Crystal Palace. Það munaði ekki mörgum millimetrum. Fyrr í leiknum voru mjög margir á því að Crystal Palace ætti að fá dæmda vítaspyrnu þegar Victor Lindelof virtist fella Wilfried Zaha í teignum. VAR gerði ekkert í því og leikurinn hélt áfram. Þetta voru tvö atvik í viðbót við öll hin sem hafa fallið með Manchester United á leiktíðinni og það sýnir líka tölfræðin í kringum Varsjána. For the VAR conspiracy theorists. Most VAR decisions in favour: Man United 10Most net: Man United 8Most disallowed for opposition: Man United 7Most subjective in favour: Crystal Palace, Man United 6Highest net goals: Man United +7Highest net subjective score: Man United +5— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) July 16, 2020 Manchester United hefur alls grætt tíu sinnum á Varsjánni eða í átta fleiri skipti en mótherjar þeirra. Það er það mesta af öllum liðum deildarinnar á báðum stöðum. Sjö sinnum hefur Varsjáin dæmt mark af mótherjum Manchester United en VAR hefur aldrei dæmt mark af United liðinu. Ekkert annað félag hefur sloppið oftar en skrekkinn þegar mótherjarnir skora en það hafa líka verið dæmd sjö mörk af mótherjum Southampton og Brighton. VAR when a Man United player goes down in the box vs VAR when a player goes down in the Man Utd box pic.twitter.com/HefCasvr9G— ODDSbible (@ODDSbible) July 16, 2020 Ofan á þetta hafa leikmenn Manchester United alls fengið þrettán vítaspyrnur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem er þremur fleiri en næsta lið sem er Manchester City. Manchester United hefur sem dæmi fengið átta fleiri vítaspyrnur en Liverpool og tólf fleiri vítaspyrnur en Everton. Það hefur oft verið erfitt að átta sig á Varsjánni á þessari leiktíð og upp hafa komið mörg umdeild atvik þar sem VAR dómararnir hafa annað hvort tekið þá ákvörðun að gera ekkert eða staðfesta dóminn á vellinum þótt að margt bendi til þess að hann sé ekki réttur. Samsæriskenningarnar eru líka háværar þegar hlutirnir falla ítrekað með einu félagi ekki síst hjá pirruðum stuðningsmönnum erkifjenda þeirra. 'Is the VAR broken? Serious question' - Crystal Palace chairman Steve Parish rages after Wilfried Zaha was denied a penalty just minutes before Manchester United's opener https://t.co/M4yDIySD3z— MailOnline Sport (@MailSport) July 17, 2020 Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester United eru örugglega ekki mikið á móti Varsjánni eftir þetta tímabil enda hefur hún reynst liðinu afar vel. Manchester United vann mikilvægan 2-0 sigur á Crystal Palace í gær þar sem VAR dæmdi af jöfnunarmark Crystal Palace. Það munaði ekki mörgum millimetrum. Fyrr í leiknum voru mjög margir á því að Crystal Palace ætti að fá dæmda vítaspyrnu þegar Victor Lindelof virtist fella Wilfried Zaha í teignum. VAR gerði ekkert í því og leikurinn hélt áfram. Þetta voru tvö atvik í viðbót við öll hin sem hafa fallið með Manchester United á leiktíðinni og það sýnir líka tölfræðin í kringum Varsjána. For the VAR conspiracy theorists. Most VAR decisions in favour: Man United 10Most net: Man United 8Most disallowed for opposition: Man United 7Most subjective in favour: Crystal Palace, Man United 6Highest net goals: Man United +7Highest net subjective score: Man United +5— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) July 16, 2020 Manchester United hefur alls grætt tíu sinnum á Varsjánni eða í átta fleiri skipti en mótherjar þeirra. Það er það mesta af öllum liðum deildarinnar á báðum stöðum. Sjö sinnum hefur Varsjáin dæmt mark af mótherjum Manchester United en VAR hefur aldrei dæmt mark af United liðinu. Ekkert annað félag hefur sloppið oftar en skrekkinn þegar mótherjarnir skora en það hafa líka verið dæmd sjö mörk af mótherjum Southampton og Brighton. VAR when a Man United player goes down in the box vs VAR when a player goes down in the Man Utd box pic.twitter.com/HefCasvr9G— ODDSbible (@ODDSbible) July 16, 2020 Ofan á þetta hafa leikmenn Manchester United alls fengið þrettán vítaspyrnur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem er þremur fleiri en næsta lið sem er Manchester City. Manchester United hefur sem dæmi fengið átta fleiri vítaspyrnur en Liverpool og tólf fleiri vítaspyrnur en Everton. Það hefur oft verið erfitt að átta sig á Varsjánni á þessari leiktíð og upp hafa komið mörg umdeild atvik þar sem VAR dómararnir hafa annað hvort tekið þá ákvörðun að gera ekkert eða staðfesta dóminn á vellinum þótt að margt bendi til þess að hann sé ekki réttur. Samsæriskenningarnar eru líka háværar þegar hlutirnir falla ítrekað með einu félagi ekki síst hjá pirruðum stuðningsmönnum erkifjenda þeirra. 'Is the VAR broken? Serious question' - Crystal Palace chairman Steve Parish rages after Wilfried Zaha was denied a penalty just minutes before Manchester United's opener https://t.co/M4yDIySD3z— MailOnline Sport (@MailSport) July 17, 2020
Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira