Guðjón: Erum í þessu til að vinna mótið og það hefur ekkert breyst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2020 08:00 Guðjón Baldvins (t.v.) var frábær í liði Stjörnunnar í gærkvöld. Vísir/HAG Framherjinn Guðjón Baldvinsson skoraði tvívegis er Stjarnan lagði HK af velli með fjórum mörkum gegn einu í gærkvöld í Garðabænum. Leikurinn var fyrsti leikur 7. umferðar Pepsi Max deildar karla en þó aðeins fjórði leikur Stjörnunnar þar sem liðið fór í tveggja vikna sóttví og var aðeins að leika sinn annan leik eftir fríið - ef frí skyldi kalla. Guðjón var frábær í leiknum og maður leiksins að mati blaðamanns. Ásamt því að skora tvívegis þá lagði hann upp eitt og ógnaði vörn HK nær allan leikinn. „Bara mjög vel. Það er gott að halda áfram að safna stigum og skora svo þetta gæti ekki verið betra,“ sagði markahrókurinn Guðjón Baldvinsson að leik loknum. Guðjón var nálægt því að skora þrennu í leiknum en allt kom fyrir ekki. „Maður vill alltaf þrennuna, var viss um að hún myndi detta. Aðeins ferskari fætur og þá hefði þetta kannski dottið. Við erum enn að skríða af stað eftir þessa pásu en það er frábært að vinna, skora fjögur og sjá þessa stemmningu hérna í Garðabænum.“ „Við áttum mjög slæman kafla í fyrri hálfleik sem hefði geta leitt til þess að hálfleikurinn hefði einfaldlega endað illa en þá stíga svona menn upp eins og Danni Lax [Daníel Laxdal] og gefa okkur forystuna aftur. Við erum mjög ánægðir með það,“ sagði Guðjón og glotti er hann ræddi mikilvægi marks Daníel Laxdal undir lok fyrri hálfleiks. „Maður er voða ferskur fyrst en svo finnur maður fyrir þessu eftir fyrsta leik þegar harðsperrurnar koma en þetta er eitthvað sem við þurfum bara að yfirstíga. Það eru léttar æfingar inn á milli og svona,“ sagði Guðjón um álagið á Stjörnunni næstu vikurnar. Að lokum var Guðjón spurður út í gömlu góðu „Einn leikur í einu“ klisjuna. „Þetta snýst eiginlega bara um það. Við höfum sagt það frá byrjun að við erum í þessu til að vinna mótið og það hefur ekki breyst. Það þýðir að ná í sigur í næstu leik, ég veit það er klisja en það er staðreynd.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Brynjar Björn segir varnarleik HK ekki boðlegan leik eftir leik Brynjar Björn Gunnarsson var ekki sáttur með varnarvinnu sinna manna er liðið tapaði 4-1 fyrir Stjörnunni í kvöld. 17. júlí 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 4-1 | Garðbæingar taplausir en vandræði HK halda áfram Gott gengi Stjörnunnar heldur áfram á meðan staða HK er orðin vægast sagt slæm. 17. júlí 2020 22:15 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Framherjinn Guðjón Baldvinsson skoraði tvívegis er Stjarnan lagði HK af velli með fjórum mörkum gegn einu í gærkvöld í Garðabænum. Leikurinn var fyrsti leikur 7. umferðar Pepsi Max deildar karla en þó aðeins fjórði leikur Stjörnunnar þar sem liðið fór í tveggja vikna sóttví og var aðeins að leika sinn annan leik eftir fríið - ef frí skyldi kalla. Guðjón var frábær í leiknum og maður leiksins að mati blaðamanns. Ásamt því að skora tvívegis þá lagði hann upp eitt og ógnaði vörn HK nær allan leikinn. „Bara mjög vel. Það er gott að halda áfram að safna stigum og skora svo þetta gæti ekki verið betra,“ sagði markahrókurinn Guðjón Baldvinsson að leik loknum. Guðjón var nálægt því að skora þrennu í leiknum en allt kom fyrir ekki. „Maður vill alltaf þrennuna, var viss um að hún myndi detta. Aðeins ferskari fætur og þá hefði þetta kannski dottið. Við erum enn að skríða af stað eftir þessa pásu en það er frábært að vinna, skora fjögur og sjá þessa stemmningu hérna í Garðabænum.“ „Við áttum mjög slæman kafla í fyrri hálfleik sem hefði geta leitt til þess að hálfleikurinn hefði einfaldlega endað illa en þá stíga svona menn upp eins og Danni Lax [Daníel Laxdal] og gefa okkur forystuna aftur. Við erum mjög ánægðir með það,“ sagði Guðjón og glotti er hann ræddi mikilvægi marks Daníel Laxdal undir lok fyrri hálfleiks. „Maður er voða ferskur fyrst en svo finnur maður fyrir þessu eftir fyrsta leik þegar harðsperrurnar koma en þetta er eitthvað sem við þurfum bara að yfirstíga. Það eru léttar æfingar inn á milli og svona,“ sagði Guðjón um álagið á Stjörnunni næstu vikurnar. Að lokum var Guðjón spurður út í gömlu góðu „Einn leikur í einu“ klisjuna. „Þetta snýst eiginlega bara um það. Við höfum sagt það frá byrjun að við erum í þessu til að vinna mótið og það hefur ekki breyst. Það þýðir að ná í sigur í næstu leik, ég veit það er klisja en það er staðreynd.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Brynjar Björn segir varnarleik HK ekki boðlegan leik eftir leik Brynjar Björn Gunnarsson var ekki sáttur með varnarvinnu sinna manna er liðið tapaði 4-1 fyrir Stjörnunni í kvöld. 17. júlí 2020 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 4-1 | Garðbæingar taplausir en vandræði HK halda áfram Gott gengi Stjörnunnar heldur áfram á meðan staða HK er orðin vægast sagt slæm. 17. júlí 2020 22:15 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Brynjar Björn segir varnarleik HK ekki boðlegan leik eftir leik Brynjar Björn Gunnarsson var ekki sáttur með varnarvinnu sinna manna er liðið tapaði 4-1 fyrir Stjörnunni í kvöld. 17. júlí 2020 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 4-1 | Garðbæingar taplausir en vandræði HK halda áfram Gott gengi Stjörnunnar heldur áfram á meðan staða HK er orðin vægast sagt slæm. 17. júlí 2020 22:15