Man City við það að kaupa varnarmann Bournemouth Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2020 07:00 Nathan Aké mun að öllum líkindum leika í ljósbláu á næstu leiktíð. Adam Davy/Getty Images Pep Guardiola – þjálfari enska knattspyrnuliðsins Manchester City – stefnir á að bæta varnarlínu sína þegar tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni lýkur. Pep hefur fengið nóg af slökum frammistöðum þeirra John Stones og Nicolas Otamendi. Hann ætlar sér að eyða pening í miðvörð eða miðverði þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný og virðist sem Nathan Aké, varnarmaður Bournemouth, sé fyrstur á blaði. Allavega ef eitthvað er að marka heimildir The Guardian. Bournemouth's Nathan Aké expected to join Manchester City in £35m transfer https://t.co/NJjKGsAzd0— The Guardian (@guardian) July 20, 2020 Aké mun kosta City „litlar“ 35 milljónir punda en Bournemouth er svo gott sem fallið. Það virðist ekki hafa áhrif á áhuga City að þessi hollenski varnarmaður hefur verið hluti af varnarlínu sem hefur fengið á sig 64 mörk til þessa á leiktíðinni. Aðeins Norwich City og Aston Villa hafa fengið á sig fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Stefnir í að öll þrjú þeirra falli um deild en Norwich er nú þegar fallið. Athygli vekur að Aké er örvfættur en Pep vill helst spila með réttfættan miðvörð hægra megin í vörninni og örvfættan vinstra megin. Þar hefur Aymeric Laporte verið undanfarin misseri en hann hefur verið töluvert frá vegna meiðsla. Hvort City muni leika með tvo örvfætta miðverði á næstu leiktíð eða ef til vill spila með þriggja manna varnarlínu á eftir að koma í ljós þegar fram líða stundir. Chelsea hefur einnig áhuga á að fá hinn 25 ára gamla Aké til sín en félagið seldi hann til Bournemouth á 20 milljónir punda sumarið 2017. Þá er talið að John Stones gæti farið til Arsenal þar sem Mikael Arteta er við stjórnvölin en hann var aðstoðarþjálfari Pep hjá City áður en hann tók við Lundúnaliðinu. Aké hefur leikið 108 leiki fyrir Bornemouth síðan hann gekk í raðir liðsins og þá hefur hann leikið 13 A-landsleiki fyrir Holland. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Pep Guardiola – þjálfari enska knattspyrnuliðsins Manchester City – stefnir á að bæta varnarlínu sína þegar tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni lýkur. Pep hefur fengið nóg af slökum frammistöðum þeirra John Stones og Nicolas Otamendi. Hann ætlar sér að eyða pening í miðvörð eða miðverði þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný og virðist sem Nathan Aké, varnarmaður Bournemouth, sé fyrstur á blaði. Allavega ef eitthvað er að marka heimildir The Guardian. Bournemouth's Nathan Aké expected to join Manchester City in £35m transfer https://t.co/NJjKGsAzd0— The Guardian (@guardian) July 20, 2020 Aké mun kosta City „litlar“ 35 milljónir punda en Bournemouth er svo gott sem fallið. Það virðist ekki hafa áhrif á áhuga City að þessi hollenski varnarmaður hefur verið hluti af varnarlínu sem hefur fengið á sig 64 mörk til þessa á leiktíðinni. Aðeins Norwich City og Aston Villa hafa fengið á sig fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Stefnir í að öll þrjú þeirra falli um deild en Norwich er nú þegar fallið. Athygli vekur að Aké er örvfættur en Pep vill helst spila með réttfættan miðvörð hægra megin í vörninni og örvfættan vinstra megin. Þar hefur Aymeric Laporte verið undanfarin misseri en hann hefur verið töluvert frá vegna meiðsla. Hvort City muni leika með tvo örvfætta miðverði á næstu leiktíð eða ef til vill spila með þriggja manna varnarlínu á eftir að koma í ljós þegar fram líða stundir. Chelsea hefur einnig áhuga á að fá hinn 25 ára gamla Aké til sín en félagið seldi hann til Bournemouth á 20 milljónir punda sumarið 2017. Þá er talið að John Stones gæti farið til Arsenal þar sem Mikael Arteta er við stjórnvölin en hann var aðstoðarþjálfari Pep hjá City áður en hann tók við Lundúnaliðinu. Aké hefur leikið 108 leiki fyrir Bornemouth síðan hann gekk í raðir liðsins og þá hefur hann leikið 13 A-landsleiki fyrir Holland.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira