Guardiola segir Bielsa tróna á toppi listans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2020 07:30 Bielsa og Pep á hliðarlínunni þegar þeir þjálfuðu á Spáni. Vísir/Manchester Evening News Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa er eflaust kominn í guðatölu hjá stuðningsfólki Leeds United eftir að hafa stýrt liðinu upp í ensku úrvalsdeildinni eftir 16 ára fjarveru. Pep Guardiola – þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City – segir Bielsa hafa unnið stórbrotið verk með lið Leeds. Sá spænski telur Bielsa vera einn besta þjálfara samtímans. Sjá einnig: Segir Guardiola B-hliðina af Bielsa „Hann er einstakur í knattspyrnuheiminum sökum þess hvernig hann vill spila leikinn. Ég lærði mikið af honum og hann er einstök manneskja. Enskur fótbolti mun njóta góðs af að fá Bielsa í ensku úrvalsdeildina á næstu leiktíð,“ sagði Pep í viðtali við BBC. Bielsa hefur farið um víðan völl á þjálfunarferli sínum. Hann hefur þjálfað lið á borð við Athletic Bilbao, Marseille, Lazio og Lille. Þá hefur hann þjálfað landslið Argentínu og Síle. Bielsa tók síðan við Leeds sumarið 2018 og var nálægt því að koma liðinu upp á sínu fyrsta tímabili. Það gekk ekki eftir en tókst nú í ár og verður Leeds því í ensku úrvalsdeildinni þegar deildin fer aftur af stað í haust. „Að vinna bikara hjálpar þér að halda starfinu en á endanum þá eru það minningarnar sem lifa með þér og hversu mikið hver þjálfari kenndi þér á sínum tíma. Það sem við munum eftir er lífsreynslan, leikmennirnir sem þú þjálfaðir og þjálfararnir sem þú varst með. Þar trónir Marcelo á toppnum,“ sagði Pep einnig í viðtalinu. Eftir háværa orðróma um að Pep myndi yfirgefa City-skútuna í sumar þá stefnir í að verði áfram í Manchester-borg. Hann mun því mæta lærifaðir sínum á næstu leiktíð þegar Leeds og Man City mætast. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Argentínumaðurinn Marcelo Bielsa er eflaust kominn í guðatölu hjá stuðningsfólki Leeds United eftir að hafa stýrt liðinu upp í ensku úrvalsdeildinni eftir 16 ára fjarveru. Pep Guardiola – þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City – segir Bielsa hafa unnið stórbrotið verk með lið Leeds. Sá spænski telur Bielsa vera einn besta þjálfara samtímans. Sjá einnig: Segir Guardiola B-hliðina af Bielsa „Hann er einstakur í knattspyrnuheiminum sökum þess hvernig hann vill spila leikinn. Ég lærði mikið af honum og hann er einstök manneskja. Enskur fótbolti mun njóta góðs af að fá Bielsa í ensku úrvalsdeildina á næstu leiktíð,“ sagði Pep í viðtali við BBC. Bielsa hefur farið um víðan völl á þjálfunarferli sínum. Hann hefur þjálfað lið á borð við Athletic Bilbao, Marseille, Lazio og Lille. Þá hefur hann þjálfað landslið Argentínu og Síle. Bielsa tók síðan við Leeds sumarið 2018 og var nálægt því að koma liðinu upp á sínu fyrsta tímabili. Það gekk ekki eftir en tókst nú í ár og verður Leeds því í ensku úrvalsdeildinni þegar deildin fer aftur af stað í haust. „Að vinna bikara hjálpar þér að halda starfinu en á endanum þá eru það minningarnar sem lifa með þér og hversu mikið hver þjálfari kenndi þér á sínum tíma. Það sem við munum eftir er lífsreynslan, leikmennirnir sem þú þjálfaðir og þjálfararnir sem þú varst með. Þar trónir Marcelo á toppnum,“ sagði Pep einnig í viðtalinu. Eftir háværa orðróma um að Pep myndi yfirgefa City-skútuna í sumar þá stefnir í að verði áfram í Manchester-borg. Hann mun því mæta lærifaðir sínum á næstu leiktíð þegar Leeds og Man City mætast.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira