Hugmyndin kviknaði vegna Covid-gremju Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. júlí 2020 19:02 Raddir um þrjátíu þúsund manns alls staðar að úr heiminum hafa hljómað í íslenskri náttúru undanfarna daga. Sumir öskra, aðrir syngja eða bera upp bónorð. Herferðin „Losaðu þig við það“ eða „Let It Out“ á vegum Íslandsstofu og Inspired by Iceland var hleypt af stokkunum fyrir fimm dögum. Þar er fólki um allan heim boðið að losa um uppsafnað streitu vegna Covid-19 faraldursins og láta öskur sitt hjóma á sjö stöðum í náttúru landsins landinu. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá stofnuninni segir þetta gert til að vekja athygli á landinu. „Þetta er alveg draumabyrjun, hún hefur verið að vekja mjög mikla athygli, við höfum fengið 350 umfjallanir í heimsmiðlum út um alla heim. Við höfum verið í beinni útsendingu hjá Sky News, BBC og Weather Channel í Bandaríkjunum og vorum í morgun á ísraelskri sjónvarpsstöð. Virði þessarar umfjöllunar er nú þegar metið á um einn komma sjö milljarða íslenskra króna. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá ÍslandsstofuVísir Fólk getur þannig farið á síðuna Looks Like You Need Iceland og tekið upp rödd sína sem hljómar svo í náttúrunni. Við hátalara er myndavél og hægt er að sjá hvernig herferðin laðar að sér forvitnar kindur eða tekur upp grjóthrun sem varð um helgina við Festarfjall á Reykjanesi. Nú þegar hafa um þrjátíu þúsund manns látið raddir sínar óma í náttúru landsins. Forvitin kind við hátalarann í ViðeyVísir Breski listamaðurinn Marcus Lyall hefur sent Íslandsstofu bréf um herferðin sé byggð á sýningu hans Scream the House Down sem hóft 9. júní og lauk 16. júlí. Þar sem fólk gat öskrað í gegnum Zoom forritið og við það kveiknuðu ljós í húsi. Magnús Magnússon Framkvæmdastjóri Peel, íslenskrar auglýsingastofu sem vann að herferðinni ásamt breskri auglýsingastofu segir þetta alrangt. „Ég hafði aldrei heyrt af þessum manni. Sýningin hans fór í loftið löngu eftir að við vorum tilbúin með herferðina. Við á auglýsingastofunni Peel og starfsfólk bresku auglýsingastofunnar vorum á fundi um miðjan apríl og þar kom hugmyndin upp. Við hér á Íslandi vorum mun frjálsari en þau sem vour föst heima vegna kórónuveirufaraldursins og þá kviknaði hugmyndin. Þau vantaði að losna við covid-gremju og út frá mörgum fundum á þessum tíma varð þessi hugmynd að veruleika. mig minnir að það hafi verið stelpa sem heitir Kamilla sem fékk fyrst hugmyndina hjá okkur,“ segir Magnús. Magnús Magnússon framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Peel sem vann að herferðinni ásamt breskri stofu.Vísir Magnús hefur áður unnið að herferðum fyrir Inspired by Iceland og segir viðbrögðin núna ótrúleg. „Þessi herferð er að slá öll met og er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður, “ segir Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Raddir um þrjátíu þúsund manns alls staðar að úr heiminum hafa hljómað í íslenskri náttúru undanfarna daga. Sumir öskra, aðrir syngja eða bera upp bónorð. Herferðin „Losaðu þig við það“ eða „Let It Out“ á vegum Íslandsstofu og Inspired by Iceland var hleypt af stokkunum fyrir fimm dögum. Þar er fólki um allan heim boðið að losa um uppsafnað streitu vegna Covid-19 faraldursins og láta öskur sitt hjóma á sjö stöðum í náttúru landsins landinu. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá stofnuninni segir þetta gert til að vekja athygli á landinu. „Þetta er alveg draumabyrjun, hún hefur verið að vekja mjög mikla athygli, við höfum fengið 350 umfjallanir í heimsmiðlum út um alla heim. Við höfum verið í beinni útsendingu hjá Sky News, BBC og Weather Channel í Bandaríkjunum og vorum í morgun á ísraelskri sjónvarpsstöð. Virði þessarar umfjöllunar er nú þegar metið á um einn komma sjö milljarða íslenskra króna. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá ÍslandsstofuVísir Fólk getur þannig farið á síðuna Looks Like You Need Iceland og tekið upp rödd sína sem hljómar svo í náttúrunni. Við hátalara er myndavél og hægt er að sjá hvernig herferðin laðar að sér forvitnar kindur eða tekur upp grjóthrun sem varð um helgina við Festarfjall á Reykjanesi. Nú þegar hafa um þrjátíu þúsund manns látið raddir sínar óma í náttúru landsins. Forvitin kind við hátalarann í ViðeyVísir Breski listamaðurinn Marcus Lyall hefur sent Íslandsstofu bréf um herferðin sé byggð á sýningu hans Scream the House Down sem hóft 9. júní og lauk 16. júlí. Þar sem fólk gat öskrað í gegnum Zoom forritið og við það kveiknuðu ljós í húsi. Magnús Magnússon Framkvæmdastjóri Peel, íslenskrar auglýsingastofu sem vann að herferðinni ásamt breskri auglýsingastofu segir þetta alrangt. „Ég hafði aldrei heyrt af þessum manni. Sýningin hans fór í loftið löngu eftir að við vorum tilbúin með herferðina. Við á auglýsingastofunni Peel og starfsfólk bresku auglýsingastofunnar vorum á fundi um miðjan apríl og þar kom hugmyndin upp. Við hér á Íslandi vorum mun frjálsari en þau sem vour föst heima vegna kórónuveirufaraldursins og þá kviknaði hugmyndin. Þau vantaði að losna við covid-gremju og út frá mörgum fundum á þessum tíma varð þessi hugmynd að veruleika. mig minnir að það hafi verið stelpa sem heitir Kamilla sem fékk fyrst hugmyndina hjá okkur,“ segir Magnús. Magnús Magnússon framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Peel sem vann að herferðinni ásamt breskri stofu.Vísir Magnús hefur áður unnið að herferðum fyrir Inspired by Iceland og segir viðbrögðin núna ótrúleg. „Þessi herferð er að slá öll met og er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður, “ segir Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira