Eyjólfur: Sóttkvíin virðist hafa þjappað okkur enn meira saman Anton Ingi Leifsson skrifar 23. júlí 2020 20:50 Eyjólfur skoraði fyrra mark Stjörnunnar í dag. Vísir/Vilhelm Stjarnan vann ÍA 2-1 upp á Skaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. Stjarnan er á frábæru skriði og hefur ekki enn tapað leik. Annar af markaskorurum liðsins mætti í viðtal að leik loknum. „Þetta var ekki fallegt en það þarf að vinna þessa leiki líka,“ sagði Eyjólfur Héðinsson, annar af markaskorurum Stjörnunnar í leikslok, í samtali við Vísi. „Þeir eru nautsterkir og harðir í horn að taka. Við mættum þeim í baráttunni. Það var mikið af aukaspyrnum og kannski ekki fallegasti fótboltinn og skemmtilegasti leikurinn að horfa á en við lokuðum þessu. Það er frábært.“ Stjörnumenn spiluðu ekkert sérstaklega í fyrri hálfleik en voru samt sem áður 2-0 yfir. Hvað höfðu Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson, þjálfarar Stjörnunnar, að segja í leikhlé? „Við vorum 2-0 yfir en gátum spilað betur. Það var eiginlega það sem þeir sögðu. Við gætum gert betur með boltann.“ „Við gerðum það kannski ekki í seinni hálfleik en samt nóg til að vinna. Það er hellingur sem við getum bætt fram að næsta leik. Það er á hreinu.“ Stjörnumenn þurftu, eins og kunnugt er, að fara í tveggja vikna sóttkví eftir fyrstu tvo leikina en þeir komu ef eitthvað er enn sterkari út úr henni. „Það virðist vera að þessi sóttkví hafi þjappað okkur enn meira saman. Við byrjuðum mótið vel og vorum mjög þéttir í fyrstu tveimur leikjunum. Þessi þéttleiki hefur haldið áfram í þessum þremur leikjum sem við erum búnir að spila eftir þessa sóttkví.“ „Vonandi heldur það áfram. Við erum að fara í mikla törn og þurfum að standa enn þéttar saman. Menn verða kannski lúnir í kvöld en menn þurfa að vera ferskir aftur á morgun þar sem það er leikur aftur á mánudaginn. Við getum ekki fagnað þessum sigri lengi,“ sagði Eyjólfur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30 Fanndís og Eyjólfur eiga von á barni Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir leikur ekki með Íslandsmeisturum Vals í stórleiknum gegn Breiðabliki í kvöld þar sem hún er ólétt. 21. júlí 2020 18:55 Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Stjarnan vann ÍA 2-1 upp á Skaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. Stjarnan er á frábæru skriði og hefur ekki enn tapað leik. Annar af markaskorurum liðsins mætti í viðtal að leik loknum. „Þetta var ekki fallegt en það þarf að vinna þessa leiki líka,“ sagði Eyjólfur Héðinsson, annar af markaskorurum Stjörnunnar í leikslok, í samtali við Vísi. „Þeir eru nautsterkir og harðir í horn að taka. Við mættum þeim í baráttunni. Það var mikið af aukaspyrnum og kannski ekki fallegasti fótboltinn og skemmtilegasti leikurinn að horfa á en við lokuðum þessu. Það er frábært.“ Stjörnumenn spiluðu ekkert sérstaklega í fyrri hálfleik en voru samt sem áður 2-0 yfir. Hvað höfðu Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson, þjálfarar Stjörnunnar, að segja í leikhlé? „Við vorum 2-0 yfir en gátum spilað betur. Það var eiginlega það sem þeir sögðu. Við gætum gert betur með boltann.“ „Við gerðum það kannski ekki í seinni hálfleik en samt nóg til að vinna. Það er hellingur sem við getum bætt fram að næsta leik. Það er á hreinu.“ Stjörnumenn þurftu, eins og kunnugt er, að fara í tveggja vikna sóttkví eftir fyrstu tvo leikina en þeir komu ef eitthvað er enn sterkari út úr henni. „Það virðist vera að þessi sóttkví hafi þjappað okkur enn meira saman. Við byrjuðum mótið vel og vorum mjög þéttir í fyrstu tveimur leikjunum. Þessi þéttleiki hefur haldið áfram í þessum þremur leikjum sem við erum búnir að spila eftir þessa sóttkví.“ „Vonandi heldur það áfram. Við erum að fara í mikla törn og þurfum að standa enn þéttar saman. Menn verða kannski lúnir í kvöld en menn þurfa að vera ferskir aftur á morgun þar sem það er leikur aftur á mánudaginn. Við getum ekki fagnað þessum sigri lengi,“ sagði Eyjólfur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30 Fanndís og Eyjólfur eiga von á barni Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir leikur ekki með Íslandsmeisturum Vals í stórleiknum gegn Breiðabliki í kvöld þar sem hún er ólétt. 21. júlí 2020 18:55 Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30
Fanndís og Eyjólfur eiga von á barni Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir leikur ekki með Íslandsmeisturum Vals í stórleiknum gegn Breiðabliki í kvöld þar sem hún er ólétt. 21. júlí 2020 18:55