Nína leikur aftur í Rómeó og Júlíu en núna í nýju hlutverki Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júlí 2020 12:30 Nína Dögg mætir aftur til leiks í Rómeó og Júlíu og nú í nýju hlutverki. Nína Dögg gengur til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur tvö stór hlutverk á leikárinu, í Jólaboðinu og Rómeó og Júlíu. Nína Dögg lék Júlíu í sama verki sem Vesturport setti upp og sýndi víða um heim árum saman. Sýningin var sett upp í Young Vic og á West End í London, fór á hátíðir um allan heim. Þessi uppsetning Vesturports er þó sér á báti og langvinsælasta uppsetning á verki Shakespeare hér á landi. Hún var sýnd í yfir tíu ár í ólíkum leikhúsum og fluttist á stóra svið Borgarleikhússins. Júlía lifði því með Nínu og eiginmanni hennar, Gísla Erni árum saman. Að þessu sinni eftirlætur hún hlutverk Júlíu til Ebbu Katrínar en tekur sjálf við hlutverki móður hennar, Lafði Kapúlet. Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir verkinu en hann mun vera einn fremsti leikstjóri Evrópu og einn listrænna stjórnenda hins virta leikhúss Volksbühne. Hann á að baki geysi vinsælar sýningar á Íslandi á borð við Engla alheimsins og Njálu. Nú hefur hann gengið til liðs við nýtt listrænt teymi Þjóðleikhússins þar sem hann mun starfa á næstu árum. Nína hefur verið í hópi fremstu leikara þjóðarinnar og leikið í fjölda verkefna í leikhúsunum tveimur, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún var annar höfunda Fanga, sjónvarpsþáttaraðar sem hún vann með Unni Ösp, þá lék hún eitt aðalhlutverkið í Ófærð, Hafinu og fleiri þáttum. Nína Dögg útskrifaðist úr Leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Margreynd leikkona Í Þjóðleikhúsinu hefur Nína Dögg leikið Jagó í Óþelló, Öldu í Tímaþjófnum, Blanche í Sporvagninum Girnd, Höllu í Fjalla-Eyvindi, í Rambó 7 og Átta konum. Nína er einn af stofnendum leikhússins Vesturports. Þar hefur hún m.a. leikið í Rómeó og Júlíu, Brimi, Woyzek, Hamskiptunum, Kommúnunni og Faust. Hún hefur ferðast víða með Vesturporti og leikið bæði í London og víða á leikferðum leikhópsins. Nína lék í Kryddlegnum hjörtum, Púntilla og Matta, Fjölskyldunni, Dúfunum, Furðulegt háttalag hunds um nótt og Fólk staðir hlutir í Borgarleikhúsinu. Nína hefur leikið í kvikmyndunum Villiljósi, Hafinu, Börnum og Foreldrum, Sveitabrúðkaupi, Kóngavegi og Brimi. Hún lék einnig í sjónvarpsþáttunum Föngum, Ófærð, Stelpunum og Heimsendi. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Fólk, staðir og hlutir. Nína hlaut styrk úr Minningasjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2005. Nína mun einnig leika í Jólaboðinu, nýju verki sem frumsýnt verður í byrjun nóvember. Þar er á ferð ný útgáfa af verki Thornton Wilder, The Long Cristmas Dinner sem Gísli Örn leikstýrir og vinnur handrit upp úr. Í verkinu er fylgst með fjölskyldu einni í Reykjavík á hundrað ára tímabili. Leikhús Menning Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Nína Dögg gengur til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur tvö stór hlutverk á leikárinu, í Jólaboðinu og Rómeó og Júlíu. Nína Dögg lék Júlíu í sama verki sem Vesturport setti upp og sýndi víða um heim árum saman. Sýningin var sett upp í Young Vic og á West End í London, fór á hátíðir um allan heim. Þessi uppsetning Vesturports er þó sér á báti og langvinsælasta uppsetning á verki Shakespeare hér á landi. Hún var sýnd í yfir tíu ár í ólíkum leikhúsum og fluttist á stóra svið Borgarleikhússins. Júlía lifði því með Nínu og eiginmanni hennar, Gísla Erni árum saman. Að þessu sinni eftirlætur hún hlutverk Júlíu til Ebbu Katrínar en tekur sjálf við hlutverki móður hennar, Lafði Kapúlet. Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir verkinu en hann mun vera einn fremsti leikstjóri Evrópu og einn listrænna stjórnenda hins virta leikhúss Volksbühne. Hann á að baki geysi vinsælar sýningar á Íslandi á borð við Engla alheimsins og Njálu. Nú hefur hann gengið til liðs við nýtt listrænt teymi Þjóðleikhússins þar sem hann mun starfa á næstu árum. Nína hefur verið í hópi fremstu leikara þjóðarinnar og leikið í fjölda verkefna í leikhúsunum tveimur, í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hún var annar höfunda Fanga, sjónvarpsþáttaraðar sem hún vann með Unni Ösp, þá lék hún eitt aðalhlutverkið í Ófærð, Hafinu og fleiri þáttum. Nína Dögg útskrifaðist úr Leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Margreynd leikkona Í Þjóðleikhúsinu hefur Nína Dögg leikið Jagó í Óþelló, Öldu í Tímaþjófnum, Blanche í Sporvagninum Girnd, Höllu í Fjalla-Eyvindi, í Rambó 7 og Átta konum. Nína er einn af stofnendum leikhússins Vesturports. Þar hefur hún m.a. leikið í Rómeó og Júlíu, Brimi, Woyzek, Hamskiptunum, Kommúnunni og Faust. Hún hefur ferðast víða með Vesturporti og leikið bæði í London og víða á leikferðum leikhópsins. Nína lék í Kryddlegnum hjörtum, Púntilla og Matta, Fjölskyldunni, Dúfunum, Furðulegt háttalag hunds um nótt og Fólk staðir hlutir í Borgarleikhúsinu. Nína hefur leikið í kvikmyndunum Villiljósi, Hafinu, Börnum og Foreldrum, Sveitabrúðkaupi, Kóngavegi og Brimi. Hún lék einnig í sjónvarpsþáttunum Föngum, Ófærð, Stelpunum og Heimsendi. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Fólk, staðir og hlutir. Nína hlaut styrk úr Minningasjóði Frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2005. Nína mun einnig leika í Jólaboðinu, nýju verki sem frumsýnt verður í byrjun nóvember. Þar er á ferð ný útgáfa af verki Thornton Wilder, The Long Cristmas Dinner sem Gísli Örn leikstýrir og vinnur handrit upp úr. Í verkinu er fylgst með fjölskyldu einni í Reykjavík á hundrað ára tímabili.
Leikhús Menning Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira