Covid-berinn grunaður um nauðgun í Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2020 08:50 Kim Jong Un á neyðarfundi í gær. EPA/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í bæ á landamærum Norður- og Suður-Kóreu eftir að ríkismiðlar sögðu frá því að maður sem laumaðist yfir landamæri ríkjanna sé grunaður um að hafa flutt nýju kórónuveiruna til landsins. Ef maðurinn er í raun smitaður yrði það fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 í Norður-Kóreu. KCNA, ríkismiðill Norður-Kóreu, segir manninn hafa flúið til Suður-Kóreu fyrir þremur árum. Hann er sagður hafa snúið aftur þann 19. júlí. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir miklar líkur á því að maður hafi laumað sér yfir landamærin og farið til Keasong í Norður-Kóreu. Verið sé að fara yfir upptökur úr myndavélum á landamærunum. Yonhap fréttaveitan segir yfirvöld hafa verið að leita 24 ára gamals manns frá Norður-Kóreu sem hafi flúið til Suður-Kóreu árið 2017. Hann er grunaður um að hafa nauðgað konu í síðasta mánuði en hún hafði einnig flúið frá Norður-Kóreu. Sá maður, sem gengur undir nafninu Kim, er sagður hafa synt til Suður-Kóreu á sínum tíma og er talið líklegt að hann hafi nú synt í hina áttina, í stað þess að lauma sér yfir landamærin, sem eru víggirt. Flóttamenn frá Norður-Kóreu hljóta þriggja mánaða endurmenntun og eftir það fylgist lögreglan með þeim í fimm ár. Það hefur þó reynst mjög erfitt sökum þess hve margir flóttamenn eru í Suður-Kóreu. Yfirlýsingin til marks um neyð Sérfræðingar segja merkilegt að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi tilkynnt að grunur sé um smit í landinu. Einn sem Reuters ræddi við segir það mögulega til marks um að einræðisstjórn Kim sé að leita eftir aðstoð. Það að veiran hafi borist til Norður-Kóreu frá Suður-Kóreu geri honum kleift að taka við aðstoð frá nágrönnum sínum án þess að líta illa út í augum íbúa einræðisríkisins. Efnahagur Norður-Kóreu hefur beðið verulega hnekki vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða sem eru til komnar vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins. Norður-Kórea Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í bæ á landamærum Norður- og Suður-Kóreu eftir að ríkismiðlar sögðu frá því að maður sem laumaðist yfir landamæri ríkjanna sé grunaður um að hafa flutt nýju kórónuveiruna til landsins. Ef maðurinn er í raun smitaður yrði það fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 í Norður-Kóreu. KCNA, ríkismiðill Norður-Kóreu, segir manninn hafa flúið til Suður-Kóreu fyrir þremur árum. Hann er sagður hafa snúið aftur þann 19. júlí. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir miklar líkur á því að maður hafi laumað sér yfir landamærin og farið til Keasong í Norður-Kóreu. Verið sé að fara yfir upptökur úr myndavélum á landamærunum. Yonhap fréttaveitan segir yfirvöld hafa verið að leita 24 ára gamals manns frá Norður-Kóreu sem hafi flúið til Suður-Kóreu árið 2017. Hann er grunaður um að hafa nauðgað konu í síðasta mánuði en hún hafði einnig flúið frá Norður-Kóreu. Sá maður, sem gengur undir nafninu Kim, er sagður hafa synt til Suður-Kóreu á sínum tíma og er talið líklegt að hann hafi nú synt í hina áttina, í stað þess að lauma sér yfir landamærin, sem eru víggirt. Flóttamenn frá Norður-Kóreu hljóta þriggja mánaða endurmenntun og eftir það fylgist lögreglan með þeim í fimm ár. Það hefur þó reynst mjög erfitt sökum þess hve margir flóttamenn eru í Suður-Kóreu. Yfirlýsingin til marks um neyð Sérfræðingar segja merkilegt að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi tilkynnt að grunur sé um smit í landinu. Einn sem Reuters ræddi við segir það mögulega til marks um að einræðisstjórn Kim sé að leita eftir aðstoð. Það að veiran hafi borist til Norður-Kóreu frá Suður-Kóreu geri honum kleift að taka við aðstoð frá nágrönnum sínum án þess að líta illa út í augum íbúa einræðisríkisins. Efnahagur Norður-Kóreu hefur beðið verulega hnekki vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða sem eru til komnar vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Sjá meira