Thomsen vill fara frá KR - Reiknar með að lækka í launum Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 10:00 Tobias Thomsen fagnaði Íslandsmeistaratitli með KR á síðustu leiktíð, eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Val árið áður. VÍSIR/DANÍEL Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. Thomsen hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 og orðið Íslandsmeistari bæði með Val og KR. Þessi 27 ára sóknarmaður segist hins vegar farinn að sakna Danmerkur og vill flytja þangað með kærustu sinni, Stefaníu Jakobsdóttur. Samningur Danans við KR gildir til loka þessarar leiktíðar svo að ljóst er að danskt félag þyrfti að semja við KR um kaupverð til að fá hann í ágúst, áður en ný leiktíð hefst í Danmörku. Annars yrði Thomsen að bíða þar til í vetur með að komast til Danmerkur. Rúnar sýnt fullan skilning „Já, ég veit að dönsku deildirnar byrja aftur í lok ágúst. Það þýðir auðvitað að ég þyrfti að rifta samningnum mínum við KR-inga en ég hef sagt þeim að ég sakni Danmerkur, og þeir hafa fullan skilning á því,“ sagði Thomsen við bold.dk. Hann bætti við að hann ætti í mjög góðu sambandi við Rúnar Kristinsson þjálfara, sem hefði sýnt stöðunni fullan skilning, og Thomsen sagðist ekki telja að kaupverðið yrði mikið vandamál. „Ég hef líka átt samtöl við tvö 1. deildarfélög eftir að sú deild var að klárast og liðin vissu hvar þau myndu enda. Það hefur verið svolítill áhugi nú þegar varðandi komandi tímabil svo það getur vel verið að ég fari til Danmerkur áður en að íslenska deildin hættir,“ sagði Thomsen en bætti við að ljóst væri að ekki væru mörg félög í Danmörku sem gætu keypt upp samning hans við KR. Tobias Thomsen í leik gegn Víkingi í sumar.VÍSIR/HAG „Þetta er ekki alveg ljóst núna en það hefur verið áhugi. Ég þarf líka að finna besta möguleikann fyrir mig og mína kærustu, sem er frá Íslandi og kemur með mér. Þetta veltur á nokkrum hlutum,“ sagði Thomsen og kvaðst horfa fyrst og fremst til Kaupmannahafnar. Mun leggja sig allan fram fyrir KR Thomsen sagði KR-inga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að hann gæfi sig ekki allan í æfingar og leiki, þó að hann saknaði Danmerkur. „KR veit hvað það fær frá mér og það er að ég geri hlutina 100 prósent. Ég get alveg litið framhjá því að ég sakni Danmerkur þegar ég er á æfingum eða í leikjum,“ sagði Thomsen, sem segir ljóst að hann muni lækka í launum við að fara frá Íslandsmeisturunum í næstefstu deild Danmerkur. Segir veiruna hafa hrellt dönsku félögin meira „Ég mun sennilega þurfa að lækka aðeins í launum, út af kórónuveirukrísunni sem virðist hafa hrellt dönsku félögin aðeins meira en þau íslensku. En ég er líka í námi og ein lausn gæti verið að félag útvegaði mér vinnu. Flest félögin í 1. deild eru jú með samkomulag við styrktaraðila. Ég er að læra íþróttastjórnun í gegnum leikmannasamtökin og er að klára bachelor-gráðuna,“ sagði Thomsen. Thomsen hefur aðeins verið í byrjunarliði KR í tveimur leikjum í Pepsi Max-deildinni á þessari leiktíð, en komið við sögu í fimm leikjum og skorað eitt mark. Hann byrjaði 21 leik fyrir liðið í fyrra og skoraði sjö mörk. KR er jafnt Val að stigum á toppi Pepsi Max-deildarinnar og á leik til góða, en liðið mætir KA á Akureyri í dag. Danski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira
Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. Thomsen hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 og orðið Íslandsmeistari bæði með Val og KR. Þessi 27 ára sóknarmaður segist hins vegar farinn að sakna Danmerkur og vill flytja þangað með kærustu sinni, Stefaníu Jakobsdóttur. Samningur Danans við KR gildir til loka þessarar leiktíðar svo að ljóst er að danskt félag þyrfti að semja við KR um kaupverð til að fá hann í ágúst, áður en ný leiktíð hefst í Danmörku. Annars yrði Thomsen að bíða þar til í vetur með að komast til Danmerkur. Rúnar sýnt fullan skilning „Já, ég veit að dönsku deildirnar byrja aftur í lok ágúst. Það þýðir auðvitað að ég þyrfti að rifta samningnum mínum við KR-inga en ég hef sagt þeim að ég sakni Danmerkur, og þeir hafa fullan skilning á því,“ sagði Thomsen við bold.dk. Hann bætti við að hann ætti í mjög góðu sambandi við Rúnar Kristinsson þjálfara, sem hefði sýnt stöðunni fullan skilning, og Thomsen sagðist ekki telja að kaupverðið yrði mikið vandamál. „Ég hef líka átt samtöl við tvö 1. deildarfélög eftir að sú deild var að klárast og liðin vissu hvar þau myndu enda. Það hefur verið svolítill áhugi nú þegar varðandi komandi tímabil svo það getur vel verið að ég fari til Danmerkur áður en að íslenska deildin hættir,“ sagði Thomsen en bætti við að ljóst væri að ekki væru mörg félög í Danmörku sem gætu keypt upp samning hans við KR. Tobias Thomsen í leik gegn Víkingi í sumar.VÍSIR/HAG „Þetta er ekki alveg ljóst núna en það hefur verið áhugi. Ég þarf líka að finna besta möguleikann fyrir mig og mína kærustu, sem er frá Íslandi og kemur með mér. Þetta veltur á nokkrum hlutum,“ sagði Thomsen og kvaðst horfa fyrst og fremst til Kaupmannahafnar. Mun leggja sig allan fram fyrir KR Thomsen sagði KR-inga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að hann gæfi sig ekki allan í æfingar og leiki, þó að hann saknaði Danmerkur. „KR veit hvað það fær frá mér og það er að ég geri hlutina 100 prósent. Ég get alveg litið framhjá því að ég sakni Danmerkur þegar ég er á æfingum eða í leikjum,“ sagði Thomsen, sem segir ljóst að hann muni lækka í launum við að fara frá Íslandsmeisturunum í næstefstu deild Danmerkur. Segir veiruna hafa hrellt dönsku félögin meira „Ég mun sennilega þurfa að lækka aðeins í launum, út af kórónuveirukrísunni sem virðist hafa hrellt dönsku félögin aðeins meira en þau íslensku. En ég er líka í námi og ein lausn gæti verið að félag útvegaði mér vinnu. Flest félögin í 1. deild eru jú með samkomulag við styrktaraðila. Ég er að læra íþróttastjórnun í gegnum leikmannasamtökin og er að klára bachelor-gráðuna,“ sagði Thomsen. Thomsen hefur aðeins verið í byrjunarliði KR í tveimur leikjum í Pepsi Max-deildinni á þessari leiktíð, en komið við sögu í fimm leikjum og skorað eitt mark. Hann byrjaði 21 leik fyrir liðið í fyrra og skoraði sjö mörk. KR er jafnt Val að stigum á toppi Pepsi Max-deildarinnar og á leik til góða, en liðið mætir KA á Akureyri í dag.
Danski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira