Brynjólfur vekur umtal: „Þessi maður skilur um hvað fótbolti er“ Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 12:00 Brynjólfur Andersen Willumsson í leiknum við HK á fimmtudaginn. VÍSIR/DANÍEL Brynjólfur Andersen Willumsson hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki en einnig vakið hrifningu vegna framgöngu sinnar það sem af er leiktíð með Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. Blikar verða í eldlínunni í kvöld þegar þeir taka á móti ÍA í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Brynjólfur tekur þá út leikbann vegna fjögurra áminninga á leiktíðinni og mætir því ekki til leiks með nýja klippingu eins og í leikjum sumarsins hingað til. Hann hafði látið skrifa „bla, bla, bla“ á kollinn á sér fyrir leikinn við HK síðasta fimmtudag, sem HK vann 1-0. „Ég veit ekki hverjum nákvæmlega hann var að svara með greiðslunni, en talandi um karakter þá var þessi heldur betur að reyna í leiknum. Hann fór ekki í felur. Hann vill fá boltann í hvert einasta skipti og ef það var einhver að fara að jafna þennan leik þá hélt ég að hann myndi gera það eða búa það til,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Pepsi Max stúkunni, þegar talið barst að Brynjólfi. „Ég á að vera hérna fyrir fólkið“ „Það er erfitt stundum að átta sig á því í hvaða stöðu hann er. Hann leitar svolítið út vinstra megin þegar það fer að líða á leikina, en hann er með mjög frjálsa rullu í liðinu,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Þorkell Máni Pétursson segir Brynjólf alvöru skemmtikraft og fagnar því að fá svo litríkan mann í deildina: „Það deilir enginn um það að þetta er karakter. Þetta er skemmtileg týpa og ég elska þetta með hárið, og að vera alltaf tilbúinn að mæta og svara í viðtölum. Það er ótrúlega mikið af fólki upptekið af honum, sem segir mér að þessi maður skilur um hvað fótbolti er; „Ég er skemmtikraftur. Ég á að vera hérna fyrir fólkið og hafa gaman af því.“ Fólkið er að lesa viðtölin við Brynjólf, fólk er að borga sig inn og fylgjast með því hvað stendur næst á hárinu á honum. Þessi maður er bara snillingur,“ sagði Máni. Klippa: Pepsi Max stúkan - Brynjólfur er skemmtikraftur Pepsi Max-deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Brynjólfur Andersen Willumsson hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki en einnig vakið hrifningu vegna framgöngu sinnar það sem af er leiktíð með Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. Blikar verða í eldlínunni í kvöld þegar þeir taka á móti ÍA í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Brynjólfur tekur þá út leikbann vegna fjögurra áminninga á leiktíðinni og mætir því ekki til leiks með nýja klippingu eins og í leikjum sumarsins hingað til. Hann hafði látið skrifa „bla, bla, bla“ á kollinn á sér fyrir leikinn við HK síðasta fimmtudag, sem HK vann 1-0. „Ég veit ekki hverjum nákvæmlega hann var að svara með greiðslunni, en talandi um karakter þá var þessi heldur betur að reyna í leiknum. Hann fór ekki í felur. Hann vill fá boltann í hvert einasta skipti og ef það var einhver að fara að jafna þennan leik þá hélt ég að hann myndi gera það eða búa það til,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Pepsi Max stúkunni, þegar talið barst að Brynjólfi. „Ég á að vera hérna fyrir fólkið“ „Það er erfitt stundum að átta sig á því í hvaða stöðu hann er. Hann leitar svolítið út vinstra megin þegar það fer að líða á leikina, en hann er með mjög frjálsa rullu í liðinu,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Þorkell Máni Pétursson segir Brynjólf alvöru skemmtikraft og fagnar því að fá svo litríkan mann í deildina: „Það deilir enginn um það að þetta er karakter. Þetta er skemmtileg týpa og ég elska þetta með hárið, og að vera alltaf tilbúinn að mæta og svara í viðtölum. Það er ótrúlega mikið af fólki upptekið af honum, sem segir mér að þessi maður skilur um hvað fótbolti er; „Ég er skemmtikraftur. Ég á að vera hérna fyrir fólkið og hafa gaman af því.“ Fólkið er að lesa viðtölin við Brynjólf, fólk er að borga sig inn og fylgjast með því hvað stendur næst á hárinu á honum. Þessi maður er bara snillingur,“ sagði Máni. Klippa: Pepsi Max stúkan - Brynjólfur er skemmtikraftur
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30 Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15 Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Brynjólfur með nýja hárgreiðslu í Kórnum: „Bla Bla Bla“ Brynjólfur Andersen Willumsson vakti mikla athygli með hárgreiðslunni sem hann skartaði í leik HK og Breiðabliks í gærkvöld. 24. júlí 2020 07:30
Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 1-0 | HK-ingar héldu montréttinum HK vann 1-0 sigur á Breiðabliki er liðin mættust í Kópavogsslagnum í Pepsi Max deild karla inn í Kórnum í kvöld. Er þetta fimmti leikur Blika í röð án sigurs. 23. júlí 2020 23:15
Óskar Hrafn: Kominn tími til að dómarastéttin fari að vernda hann Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með 2-1 tap sinna manna á Kópavogsvelli gegn Val í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. 19. júlí 2020 22:40