Guðbjörgu garðyrkjukonu í Múlakoti í Fljótshlíð fagnað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2020 19:40 Þess er nú minnst að ein merkasta garðyrkjukona landsins, Guðbjörg Þorleifsdóttir í Múlakoti í Fljótshlíð hefði orðið 150 ára í dag, 27. júlí. Orðstír Guðbjargar sem ræktunarkonu náði langt út fyrir landsteinana. Í tilefni af 150 ára fæðingarafmæli Guðbjargar var boðað til afmælishátíðar í garðinum í Múlakoti í gær þar sem fjöldi fólks kom saman til að minnast verka henna og hlusta á ræður, tónlist og þiggja veitingar. Maður Guðbjargar var Túbal Magnússon frá Kollabæ í Fljótshlíð. „Guðbjörg Þorleifsdóttir var konan, sem gerði Múlakotsgarðinn, sem var landsfrægur og frægur á öllum Norðurlöndunum á fyrri hluta síðari aldar“, segir Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti. Brjóstmynd af Guðbjörgu Þorleifsdóttur í Múlakoti í garðinum á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Guðbjörg var náttúrulega afskaplega sérstök manneskja, hún var algjör brauðryðjandi, hún var ekki langskólagengin, fædd og uppalinn í Múlakot og hér var hún í rauninni allan sinn aldur en ræktunin var hennar líf og yndi frá því að hún var lítil stelpuskott, sem var hér að hlaupa um,“ bætir Sigríður við. Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti, ásamt gestum í Múlakotsgarði.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Trjásafnið í Múlakoti er mjög fjölbreytt og fallegt en þar er mikið af reynitrjá, grenitrjám, sitkagreni, fjallþingur og askur, svo eitthvað sé nefna. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra sem býr á bænum Kvoslæk í Fljótshlíð hefur komið mikið af starfinu í Múlakoti og ekki síst í kringum uppbyggingu gamla bæjarins í Múlakoti. „Þetta er mjög merkilegt hús því að þetta er bæði merkilegt hús því að hér var gististaður, vinsæll staður fyrir fólk, sem var að ferðast og einnig voru hér margir listamenn, sem dvöldust hér á árum áður,“ segir Björn. En hvað með hann sjálfan er hann mikill garðyrkju og skógræktarmaður? „Nei, ég er hvorki garðyrkju né skógræktarmaður en ég hef hins vegar vit á því sem er gamalt og gott og ber að varðveita til að halda sögunni okkar lifandi,“ segir Björn og hlær. Um 200 gestir tóku þátt í 160 ára afmælishátíðinni í Múlakoti sunnudaginn 26. júlí.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Rangárþing eystra Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Þess er nú minnst að ein merkasta garðyrkjukona landsins, Guðbjörg Þorleifsdóttir í Múlakoti í Fljótshlíð hefði orðið 150 ára í dag, 27. júlí. Orðstír Guðbjargar sem ræktunarkonu náði langt út fyrir landsteinana. Í tilefni af 150 ára fæðingarafmæli Guðbjargar var boðað til afmælishátíðar í garðinum í Múlakoti í gær þar sem fjöldi fólks kom saman til að minnast verka henna og hlusta á ræður, tónlist og þiggja veitingar. Maður Guðbjargar var Túbal Magnússon frá Kollabæ í Fljótshlíð. „Guðbjörg Þorleifsdóttir var konan, sem gerði Múlakotsgarðinn, sem var landsfrægur og frægur á öllum Norðurlöndunum á fyrri hluta síðari aldar“, segir Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti. Brjóstmynd af Guðbjörgu Þorleifsdóttur í Múlakoti í garðinum á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Guðbjörg var náttúrulega afskaplega sérstök manneskja, hún var algjör brauðryðjandi, hún var ekki langskólagengin, fædd og uppalinn í Múlakot og hér var hún í rauninni allan sinn aldur en ræktunin var hennar líf og yndi frá því að hún var lítil stelpuskott, sem var hér að hlaupa um,“ bætir Sigríður við. Sigríður Hjartar, húsfrú og skógarbóndi í Múlakoti, ásamt gestum í Múlakotsgarði.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Trjásafnið í Múlakoti er mjög fjölbreytt og fallegt en þar er mikið af reynitrjá, grenitrjám, sitkagreni, fjallþingur og askur, svo eitthvað sé nefna. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra sem býr á bænum Kvoslæk í Fljótshlíð hefur komið mikið af starfinu í Múlakoti og ekki síst í kringum uppbyggingu gamla bæjarins í Múlakoti. „Þetta er mjög merkilegt hús því að þetta er bæði merkilegt hús því að hér var gististaður, vinsæll staður fyrir fólk, sem var að ferðast og einnig voru hér margir listamenn, sem dvöldust hér á árum áður,“ segir Björn. En hvað með hann sjálfan er hann mikill garðyrkju og skógræktarmaður? „Nei, ég er hvorki garðyrkju né skógræktarmaður en ég hef hins vegar vit á því sem er gamalt og gott og ber að varðveita til að halda sögunni okkar lifandi,“ segir Björn og hlær. Um 200 gestir tóku þátt í 160 ára afmælishátíðinni í Múlakoti sunnudaginn 26. júlí.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Rangárþing eystra Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira