Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2020 07:45 Pedro Sanchez á blaðamannafundi í upphafi mánaðar. Getty/Eduardo Parra Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. Fyrirvaralaus ákvörðun þeirra um að krefjast tveggja vikna sóttkvíar við komuna til Bretlands frá Spáni kom flatt upp á ferðaþjónustuna og ferðalanga. Utanríkisráðherra Breta sagði um helgina, morguninn eftir að nýju reglurnar tóku gildi, að nauðsynlegt hafi verið að grípa til ákvörðunarinnar sökum snarpar fjölgunar kórónuveirusmitaðra á Spáni síðustu daga. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir hins vegar að ferðalangar séu öruggari í flestum ríkjum Spánar en í Bretlandi. Staðan er einna verst í Katalóníu, ekki síst í Barcelona, þar sem búið er að innleiða samkomuhöft sambærileg þeim sem voru við lýði meðan neyðarástands vegna veirunnar naut við. Búið er að loka skemmtistöðum, leyfilegur viðskiptavinafjöldi veitingastaða hefur verið lækkaður og íþróttaiðkun takmörkuð. Sánchez segir að stjórnvöld á Spáni og Bretland reyni nú að finna sameiginlega lausn á málinu. Ekki aðeins standi tveggja vikna sóttkvíin í Spánverjum heldur jafnframt að Bretar hafi verið hvattir til að sleppa öllum ónauðsynlegum ferðum til Spánar. Bretar eru mikilvægir spænskri ferðaþjónustu en þeir gera sér um 18 milljón ferðir til Spánar árlega. Spánn er þannig vinsælasti áfangastaður Breta. Þar að auki eru um 250 þúsund Bretar með varanlega búsetu á Spáni. Ekki hefur þó annað heyrst frá breskum stjórnvöldum en að nýju sóttvarnaráðstafanirnar séu ekki á förum strax. Þarlendi Verkamannaflokkurinn hefur hins vegar gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir ruglingsleg fyrirmæli og ákvarðanafælni í faraldrinum. Spænski forsætisráðherrann segir að ákvörðun breskra stjórnvalda hafi verið mistök. Þegar litið sé til landsins í heild megi aðeins segja að ástandið sé slæmt í tveimur fylkjum Spánar, Katalóníu og Aragón. Þar greinist 64,5 prósent allra smita en annars staðar á Spáni séu minni líkur á smiti en á Bretlandseyjum. Þá sé enn minni smithætta á Mallorca og Kanaríeyjum. Sem stendur eru 35,1 smit á hverja 100 þúsund íbúa á Spáni en 14,7 smit á Bretlandi, samkvæmt nýjustu tölum evrópsku sóttvarnastofnunarinnar. Spánn Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. Fyrirvaralaus ákvörðun þeirra um að krefjast tveggja vikna sóttkvíar við komuna til Bretlands frá Spáni kom flatt upp á ferðaþjónustuna og ferðalanga. Utanríkisráðherra Breta sagði um helgina, morguninn eftir að nýju reglurnar tóku gildi, að nauðsynlegt hafi verið að grípa til ákvörðunarinnar sökum snarpar fjölgunar kórónuveirusmitaðra á Spáni síðustu daga. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir hins vegar að ferðalangar séu öruggari í flestum ríkjum Spánar en í Bretlandi. Staðan er einna verst í Katalóníu, ekki síst í Barcelona, þar sem búið er að innleiða samkomuhöft sambærileg þeim sem voru við lýði meðan neyðarástands vegna veirunnar naut við. Búið er að loka skemmtistöðum, leyfilegur viðskiptavinafjöldi veitingastaða hefur verið lækkaður og íþróttaiðkun takmörkuð. Sánchez segir að stjórnvöld á Spáni og Bretland reyni nú að finna sameiginlega lausn á málinu. Ekki aðeins standi tveggja vikna sóttkvíin í Spánverjum heldur jafnframt að Bretar hafi verið hvattir til að sleppa öllum ónauðsynlegum ferðum til Spánar. Bretar eru mikilvægir spænskri ferðaþjónustu en þeir gera sér um 18 milljón ferðir til Spánar árlega. Spánn er þannig vinsælasti áfangastaður Breta. Þar að auki eru um 250 þúsund Bretar með varanlega búsetu á Spáni. Ekki hefur þó annað heyrst frá breskum stjórnvöldum en að nýju sóttvarnaráðstafanirnar séu ekki á förum strax. Þarlendi Verkamannaflokkurinn hefur hins vegar gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir ruglingsleg fyrirmæli og ákvarðanafælni í faraldrinum. Spænski forsætisráðherrann segir að ákvörðun breskra stjórnvalda hafi verið mistök. Þegar litið sé til landsins í heild megi aðeins segja að ástandið sé slæmt í tveimur fylkjum Spánar, Katalóníu og Aragón. Þar greinist 64,5 prósent allra smita en annars staðar á Spáni séu minni líkur á smiti en á Bretlandseyjum. Þá sé enn minni smithætta á Mallorca og Kanaríeyjum. Sem stendur eru 35,1 smit á hverja 100 þúsund íbúa á Spáni en 14,7 smit á Bretlandi, samkvæmt nýjustu tölum evrópsku sóttvarnastofnunarinnar.
Spánn Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira