Þjóðir um allan heim herða aðgerðir sínar Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2020 23:14 Aðgerðir spænskra stjórnvalda munu án efa hafa mikil áhrif á ferðamannaiðnaðinn í landinu. Vísir/AP Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. Veitingastöðum, börum og verslunum á Spáni verður gert að loka samkvæmt neyðarráðstöfunum stjórnvalda. En einstaklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna hefur fjölgað um fimmtán hundruð á einum sólarhring og 120 manns hafa látist vegna hennar. Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar ávarpaði þjóðina í spænska sjónvarpinu í dag. „Ég tilkynnti hans hátign konungnum í dag að neyðarástandi sem nær til alls Spánar (þar með Kanaríeyja) verði lýst yfir eftir sérstakan ríkisstjórnarfund á morgun. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hægt sé að grípa til ráðstafana sem þessarra á hættutímum eins og nú ríkja því miður í landi okkar og um allan heim,” sagði Sanchez. Fólk sem talað var við á götum úti var flest á því að aðgerðir sem þessar væru nauðsynlegar, eins og hinn 67 ára gamli fyrrverandi veitingastaðaeigandi á eftirlaunum Juan Jose Fernandez „Ég er þeirrar skoðunar að forsætisráðherrarann hefði átt að lýsa yfir neyðarástandi fyrir 15 dögum. Það hefði bjargað miklu í þessu landi,” sagði Fernandez. Forsætisráðherrann sagði að nú verði allar stofnanir samfélagsins virkjaðar til fulls til að hefta útbreiðslu veirunnar en því miður væru horfur á að í næstu viku hafi um tíu þúsund manns smitast af kórónuveirunni. Götur helstu stórborga Spánar, Madrid og Barcelona eru hálf tómar þar sem fólk heldur sig að mestu heima. Carmen Melon var ein fárra á ferli í miðborg Madrídar í dag og var ánægð með hvað fáir voru á ferli. „Ég bý hér í miðborginni og ég er mjög ánægð með að sjá að hún er tóm. Mér líkar að fólk skuli haga sér skynsamlega og haldi sig heima. Ég þurfti að vinna í eina klukkustund í dag en eftir það mun ég einnig halda mig heima,” sagði Melon sem var með andlitsgrímu til að verjast smiti. Það eru ekki bara Bandaríkjamenn og Danir sem hafa sett takmarkanir á ferðalög til landa sinna. Ungverjar hafa nú þegar bannað komur fólks frá Ítalíu, Íran, Kína og Suður Kóreu og í dag var tilkynnt að allir sem koma frá Ísrael þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Háskólum landsins hefur þegar verið lokað en á mánudag verður öllum öðrum skólum einnig lokað. Victor Urban forsætisráðherra og eiginkona hans mættu á heilsugæslustöð í dag þar sem hiti þeirra var mældur og mótefnapróf tekin. „Við verðum að búa okkur undir að þetta ástand muni ekki vara aðeins í vikur heldur mánuði. Líf okkar allra mun breytast, ekki bara í nokkrar vikur heldur mánuðum saman,” sagði Urban meðal annars í ávarpi sem var tekið upp heima hjá honum og sjónvarpað í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira
Neyðarástandi verður lýst yfir á Spáni eftir ríkisstjórnarfund á morgun. Götur helstu borga landsins voru auðar í dag en óttast er að tala smitaðra fari í tíu þúsund í komandi viku. Veitingastöðum, börum og verslunum á Spáni verður gert að loka samkvæmt neyðarráðstöfunum stjórnvalda. En einstaklingum sem greinst hafa með kórónuveiruna hefur fjölgað um fimmtán hundruð á einum sólarhring og 120 manns hafa látist vegna hennar. Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar ávarpaði þjóðina í spænska sjónvarpinu í dag. „Ég tilkynnti hans hátign konungnum í dag að neyðarástandi sem nær til alls Spánar (þar með Kanaríeyja) verði lýst yfir eftir sérstakan ríkisstjórnarfund á morgun. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hægt sé að grípa til ráðstafana sem þessarra á hættutímum eins og nú ríkja því miður í landi okkar og um allan heim,” sagði Sanchez. Fólk sem talað var við á götum úti var flest á því að aðgerðir sem þessar væru nauðsynlegar, eins og hinn 67 ára gamli fyrrverandi veitingastaðaeigandi á eftirlaunum Juan Jose Fernandez „Ég er þeirrar skoðunar að forsætisráðherrarann hefði átt að lýsa yfir neyðarástandi fyrir 15 dögum. Það hefði bjargað miklu í þessu landi,” sagði Fernandez. Forsætisráðherrann sagði að nú verði allar stofnanir samfélagsins virkjaðar til fulls til að hefta útbreiðslu veirunnar en því miður væru horfur á að í næstu viku hafi um tíu þúsund manns smitast af kórónuveirunni. Götur helstu stórborga Spánar, Madrid og Barcelona eru hálf tómar þar sem fólk heldur sig að mestu heima. Carmen Melon var ein fárra á ferli í miðborg Madrídar í dag og var ánægð með hvað fáir voru á ferli. „Ég bý hér í miðborginni og ég er mjög ánægð með að sjá að hún er tóm. Mér líkar að fólk skuli haga sér skynsamlega og haldi sig heima. Ég þurfti að vinna í eina klukkustund í dag en eftir það mun ég einnig halda mig heima,” sagði Melon sem var með andlitsgrímu til að verjast smiti. Það eru ekki bara Bandaríkjamenn og Danir sem hafa sett takmarkanir á ferðalög til landa sinna. Ungverjar hafa nú þegar bannað komur fólks frá Ítalíu, Íran, Kína og Suður Kóreu og í dag var tilkynnt að allir sem koma frá Ísrael þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví. Háskólum landsins hefur þegar verið lokað en á mánudag verður öllum öðrum skólum einnig lokað. Victor Urban forsætisráðherra og eiginkona hans mættu á heilsugæslustöð í dag þar sem hiti þeirra var mældur og mótefnapróf tekin. „Við verðum að búa okkur undir að þetta ástand muni ekki vara aðeins í vikur heldur mánuði. Líf okkar allra mun breytast, ekki bara í nokkrar vikur heldur mánuðum saman,” sagði Urban meðal annars í ávarpi sem var tekið upp heima hjá honum og sjónvarpað í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Sjá meira