Háskólakennarinn fluttur í fangelsi úti í miðri írönsku eyðimörkinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2020 09:09 Gilbert er sögð hafa verið fangelsuð í september 2018. Twitter Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert sem var fangelsuð í Íran árið 2018 vegna ásakana um njósnir hefur verið flutt í fangelsi úti í miðri írönsku eyðimörkinni sem er þekkt vegna þess að þangað hafa pólitískir fangar jafnan verið fluttir og dúsað við slæman aðbúnað. Moore-Gilbert afplánar nú 10 ára fangelsisdóm en hún er sökuð um að hafa stundað njósnir í Íran. Hún er lektor við háskólann í Melbourne í stjórnmálum Mið-Austurlanda en hún hefur setið í írönsku fangelsi frá því í september 2018. Hún hefur ítrekað neitað sök en réttarhöldin yfir henni fóru fram í leyni. Áströlsk yfirvöld hafa lýst því yfir að Írönsk yfirvöld beri ábyrgð á heilsu og velferð Moore-Gilbert og hafa reynt að ná sambandi við hana án árangurs. Mál hennar er að sögn ástralskra yfirvalda í miklum forgangi hjá utanríkisráðuneyti landsins. Sjá einnig: Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Ástralíu sem birt var í gær segir að Íran hafi staðfest það að Moore-Gilbert hafi verið flutt í Qarchak fangelsið. Þangað eru pólitískir fangar iðulega fluttir og hafa fangar þaðan lýst aðstæðum í fangelsinu sem ömurlegum. Hingað til hefur Moore-Gilbert verið haldið í Evin fangelsinu í Tehran, höfuðborg Íran, og að sögn vinar hennar hafði hún ekki einu sinni aðgang að bedda í klefanum sínum þar, hún hafi þurft að sofa á gólfi fangelsisins. Þá hefur henni verið haldið í einangrun og hefur hún farið í nokkur hungurverkföll. Þá er hún sögð hafa sætt barsmíðum fyrir að hafa reynt að stappa stálinu í samfanga sína með því að skrifa til þeirra skilaboð annað hvort á veggi fangelsisins eða á bréfsnifsi. Sjá einnig: Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Að sögn eiginmanns bresk-íranska góðgerðarstarfsmannsins Nazanin Zaghari-Ratcliffe – sem hefur setið í fangelsi í Íran frá 2016 vegna ásakana um njósnir sem hún hefur alltaf neitað – er Qarchak staður sem „írönsk yfirvöld senda kvenkyns pólitíska fanga þegar þau vilja brjóta þær niður.“ Hann segir að í fangelsinu sé ekkert hreint vatn, matur sé af skornum skammti, þar ráði gengi ríkjum sem leiði til þess að konurnar þurfi að bíða svo mánuðum skipti eftir að fá rúmpláss. Zaghari-Ratcliffe og Moore-Gilbert þekkjast en þær hafa farið saman í hungurverkföll. Þá á Moore-Gilbert að hafa verið boðið frelsi, að hennar eigin sögn, gegn því vilyrði að hún myndi stunda njósnir fyrir Íran. Hún hafi afþakkað það boð. Íran Ástralía Tengdar fréttir Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Kylie Moore-Gilbert, bresk-ástralskur háskólakennari sem setið hefur í fangelsi í Íran síðan árið 2018, er sögð hafa hafnað tilboði íranskra yfirvalda um að gerast njósnari í skiptum fyrir frelsi. 21. janúar 2020 09:08 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert sem var fangelsuð í Íran árið 2018 vegna ásakana um njósnir hefur verið flutt í fangelsi úti í miðri írönsku eyðimörkinni sem er þekkt vegna þess að þangað hafa pólitískir fangar jafnan verið fluttir og dúsað við slæman aðbúnað. Moore-Gilbert afplánar nú 10 ára fangelsisdóm en hún er sökuð um að hafa stundað njósnir í Íran. Hún er lektor við háskólann í Melbourne í stjórnmálum Mið-Austurlanda en hún hefur setið í írönsku fangelsi frá því í september 2018. Hún hefur ítrekað neitað sök en réttarhöldin yfir henni fóru fram í leyni. Áströlsk yfirvöld hafa lýst því yfir að Írönsk yfirvöld beri ábyrgð á heilsu og velferð Moore-Gilbert og hafa reynt að ná sambandi við hana án árangurs. Mál hennar er að sögn ástralskra yfirvalda í miklum forgangi hjá utanríkisráðuneyti landsins. Sjá einnig: Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Ástralíu sem birt var í gær segir að Íran hafi staðfest það að Moore-Gilbert hafi verið flutt í Qarchak fangelsið. Þangað eru pólitískir fangar iðulega fluttir og hafa fangar þaðan lýst aðstæðum í fangelsinu sem ömurlegum. Hingað til hefur Moore-Gilbert verið haldið í Evin fangelsinu í Tehran, höfuðborg Íran, og að sögn vinar hennar hafði hún ekki einu sinni aðgang að bedda í klefanum sínum þar, hún hafi þurft að sofa á gólfi fangelsisins. Þá hefur henni verið haldið í einangrun og hefur hún farið í nokkur hungurverkföll. Þá er hún sögð hafa sætt barsmíðum fyrir að hafa reynt að stappa stálinu í samfanga sína með því að skrifa til þeirra skilaboð annað hvort á veggi fangelsisins eða á bréfsnifsi. Sjá einnig: Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Að sögn eiginmanns bresk-íranska góðgerðarstarfsmannsins Nazanin Zaghari-Ratcliffe – sem hefur setið í fangelsi í Íran frá 2016 vegna ásakana um njósnir sem hún hefur alltaf neitað – er Qarchak staður sem „írönsk yfirvöld senda kvenkyns pólitíska fanga þegar þau vilja brjóta þær niður.“ Hann segir að í fangelsinu sé ekkert hreint vatn, matur sé af skornum skammti, þar ráði gengi ríkjum sem leiði til þess að konurnar þurfi að bíða svo mánuðum skipti eftir að fá rúmpláss. Zaghari-Ratcliffe og Moore-Gilbert þekkjast en þær hafa farið saman í hungurverkföll. Þá á Moore-Gilbert að hafa verið boðið frelsi, að hennar eigin sögn, gegn því vilyrði að hún myndi stunda njósnir fyrir Íran. Hún hafi afþakkað það boð.
Íran Ástralía Tengdar fréttir Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Kylie Moore-Gilbert, bresk-ástralskur háskólakennari sem setið hefur í fangelsi í Íran síðan árið 2018, er sögð hafa hafnað tilboði íranskra yfirvalda um að gerast njósnari í skiptum fyrir frelsi. 21. janúar 2020 09:08 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Kylie Moore-Gilbert, bresk-ástralskur háskólakennari sem setið hefur í fangelsi í Íran síðan árið 2018, er sögð hafa hafnað tilboði íranskra yfirvalda um að gerast njósnari í skiptum fyrir frelsi. 21. janúar 2020 09:08