„Menn festast í að tala um 2013 en það er 2020 núna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2020 11:00 Björn Daníel Sverrisson var gerður að fyrirliða FH fyrir tímabilið. vísir/hag FH-ingurinn Björn Daníel Sverrisson var til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gær eins og svo oft áður. Björn Daníel hefur ekki náð sér á strik í sumar, ekki frekar en á síðasta tímabili, og Guðmundur Benediktsson, Reynir Leósson og Davíð Þór Viðarsson veltu því fyrir sér hvort staða hans í byrjunarliði FH væri í hættu eftir komu Eggerts Gunnþórs Jónssonar. „Hann er að fara að koma inn í liðið, klárlega. Annað hvort á miðsvæðið eða í hafsentinn sem myndi þýða að Gummi [Guðmundur Kristjánsson] færi líklega á miðjuna. Ég held að það sé alltaf að fara að koma nýr leikmaður á miðjuna hjá FH. Ef þú horfir á frammistöðuna hingað til væri Björn Daníel líklegastur til að detta út. Ekki nema þetta gefi honum innspýtingu, sem þetta á að gera,“ sagði Reynir. Björn Daníel hefur spilað aftarlega á miðjunni síðan hann kom aftur til FH fyrir síðasta tímabil. Áður en hann fór út í atvinnumennsku lék hann framar á vellinum eins og Davíð Þór rifjaði upp. Tímabilið 2013, sem var það síðasta áður en Björn Daníel fór út, var hann valinn besti leikmaður efstu deildar. „Menn festast samt í því, og ég geri það líka, að tala um 2013 tímabilið en það er 2020 núna og leikmenn breytast,“ sagði Reynir. Enginn velkist í vafa um hæfileika Björns Daníels og Davíð Þór vill sjá manninn sem tók við fyrirliðabandinu hjá FH af sér gera sig meira gildandi inni á vellinum. „Það sem maður vill sjá enn meira frá honum, því maður veit að hann hefur það svo mikið í sér, er að hann taki leikina yfir. Þá er spurning hvort það er betra fyrir hann, þegar Eggert kemur inn, að fara aðeins framar,“ sagði Davíð Þór. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Björn Daníel Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Tengdar fréttir Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46 Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 2-1 | Mikilvægur sigur FH gegn sprækum Seltirningum FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
FH-ingurinn Björn Daníel Sverrisson var til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gær eins og svo oft áður. Björn Daníel hefur ekki náð sér á strik í sumar, ekki frekar en á síðasta tímabili, og Guðmundur Benediktsson, Reynir Leósson og Davíð Þór Viðarsson veltu því fyrir sér hvort staða hans í byrjunarliði FH væri í hættu eftir komu Eggerts Gunnþórs Jónssonar. „Hann er að fara að koma inn í liðið, klárlega. Annað hvort á miðsvæðið eða í hafsentinn sem myndi þýða að Gummi [Guðmundur Kristjánsson] færi líklega á miðjuna. Ég held að það sé alltaf að fara að koma nýr leikmaður á miðjuna hjá FH. Ef þú horfir á frammistöðuna hingað til væri Björn Daníel líklegastur til að detta út. Ekki nema þetta gefi honum innspýtingu, sem þetta á að gera,“ sagði Reynir. Björn Daníel hefur spilað aftarlega á miðjunni síðan hann kom aftur til FH fyrir síðasta tímabil. Áður en hann fór út í atvinnumennsku lék hann framar á vellinum eins og Davíð Þór rifjaði upp. Tímabilið 2013, sem var það síðasta áður en Björn Daníel fór út, var hann valinn besti leikmaður efstu deildar. „Menn festast samt í því, og ég geri það líka, að tala um 2013 tímabilið en það er 2020 núna og leikmenn breytast,“ sagði Reynir. Enginn velkist í vafa um hæfileika Björns Daníels og Davíð Þór vill sjá manninn sem tók við fyrirliðabandinu hjá FH af sér gera sig meira gildandi inni á vellinum. „Það sem maður vill sjá enn meira frá honum, því maður veit að hann hefur það svo mikið í sér, er að hann taki leikina yfir. Þá er spurning hvort það er betra fyrir hann, þegar Eggert kemur inn, að fara aðeins framar,“ sagði Davíð Þór. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Björn Daníel
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan FH Tengdar fréttir Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46 Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 2-1 | Mikilvægur sigur FH gegn sprækum Seltirningum FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Sjá meira
Eiður um styrkingu: Það getur vel verið Eiður Smári Guðjohnsen var nokkuð sáttur með sigurinn á Gróttu í kvöld. 27. júlí 2020 21:46
Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 2-1 | Mikilvægur sigur FH gegn sprækum Seltirningum FH mistókst að skora í síðasta leik en fær tækifæri til að komast aftur á beinu brautina þegar nýliðar Gróttu koma í heimsókn í Kaplakrika. 27. júlí 2020 22:10
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn