Samþykktu lög til að þrengja að samfélagsmiðlum Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2020 10:43 Samfélagsmiðlarisarnir Youtube, Facebook og Twitter hafa enn ekki tjáð sig um aðgerðir tyrkneskra stjórnvalda. Vísir/EPA Tyrkneska þingið samþykkti lög sem þrengja verulega að samfélagsmiðlum í landinu verði þeir ekki að vilja þarlendra stjórnvalda. Mannréttindasamtök vara við því að lögin ógni tjáningarfrelsi í Tyrklandi verulega. Samfélagsmiðlar sem hafa fleiri en milljón tyrkneska notendur þurfa að opna skrifstofur í Tyrklandi og fjarlægja efni ef stjórnvöld fara þess á leit. Geri fyrirtækin það ekki eiga þau yfir höfði sér sektir auk þess sem yfirvöld gætu hægt svo á gagnaflutningum að miðlarnir væru svo gott sem ónothæfir. Recep Erdogan forseti hefur lýst samfélagsmiðlum sem ósiðlegum og vill að þeir lúti ströngum reglum. AKP, stjórnarflokkur hans, og samstarfsflokkurinn MHP, lögðu málið fram á þingi og samþykktu í morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Andstæðingar laganna segja þau eiga eftir að leiða til aukinnar ritskoðunar stjórnvalda sem hafa í gegnum tíðina gripið til þess ráðs að hægja á gagnaflutningum á netinu til að koma í veg fyrir að landsmenn noti samfélagsmiðla, til dæmis eftir hryðjuverkaárásir. Mannréttindasamtökin Amnesty International telja lagasetninguna líklega kræfustu árás tyrkneskra stjórnvalda á tjáningarfrelsið til þessa. Samfélagsmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Greiða atkvæði um framtíð samfélagsmiðla í Tyrklandi Tyrkneska þingið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp sem myndi, ef það yrði samþykkt, veita yfirvöldum víðtækar heimildir til þess hafa áhrif á samfélagsmiðla og það sem birtist á þeim. 24. júlí 2020 22:22 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Tyrkneska þingið samþykkti lög sem þrengja verulega að samfélagsmiðlum í landinu verði þeir ekki að vilja þarlendra stjórnvalda. Mannréttindasamtök vara við því að lögin ógni tjáningarfrelsi í Tyrklandi verulega. Samfélagsmiðlar sem hafa fleiri en milljón tyrkneska notendur þurfa að opna skrifstofur í Tyrklandi og fjarlægja efni ef stjórnvöld fara þess á leit. Geri fyrirtækin það ekki eiga þau yfir höfði sér sektir auk þess sem yfirvöld gætu hægt svo á gagnaflutningum að miðlarnir væru svo gott sem ónothæfir. Recep Erdogan forseti hefur lýst samfélagsmiðlum sem ósiðlegum og vill að þeir lúti ströngum reglum. AKP, stjórnarflokkur hans, og samstarfsflokkurinn MHP, lögðu málið fram á þingi og samþykktu í morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Andstæðingar laganna segja þau eiga eftir að leiða til aukinnar ritskoðunar stjórnvalda sem hafa í gegnum tíðina gripið til þess ráðs að hægja á gagnaflutningum á netinu til að koma í veg fyrir að landsmenn noti samfélagsmiðla, til dæmis eftir hryðjuverkaárásir. Mannréttindasamtökin Amnesty International telja lagasetninguna líklega kræfustu árás tyrkneskra stjórnvalda á tjáningarfrelsið til þessa.
Samfélagsmiðlar Tyrkland Tengdar fréttir Greiða atkvæði um framtíð samfélagsmiðla í Tyrklandi Tyrkneska þingið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp sem myndi, ef það yrði samþykkt, veita yfirvöldum víðtækar heimildir til þess hafa áhrif á samfélagsmiðla og það sem birtist á þeim. 24. júlí 2020 22:22 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Greiða atkvæði um framtíð samfélagsmiðla í Tyrklandi Tyrkneska þingið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp sem myndi, ef það yrði samþykkt, veita yfirvöldum víðtækar heimildir til þess hafa áhrif á samfélagsmiðla og það sem birtist á þeim. 24. júlí 2020 22:22