Ragnar vann sér inn samning: „Hann er enn mjög hungraður“ Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2020 09:00 Ragnar Sigurðsson kann afar vel við sig á Parken og á í góðu sambandi við stuðningsmenn FC Köbenhavn. VÍSIR/GETTY „Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. Ragnar sneri aftur til FCK, þar sem hann lék árin 2011-2013, í janúar eftir að hafa leikið í Rússlandi og Englandi. Hann skrifaði undir samning sem gilti til loka júní, framlengdi hann um skamman tíma vegna kórónuveirufaraldursins og lengingu tímabilsins í Danmörku, en hefur nú skrifað undir samning sem gildir til næsta sumars. Ragnar er staðráðinn í að tryggja Íslandi í október og nóvember sæti á EM sem fram fer næsta sumar. View this post on Instagram Giddy Up Again A post shared by @ sykurson on Jul 31, 2020 at 1:04am PDT „Ragnar langar mikið til að spila fyrir FCK og hefur sýnt það með þessum samningi að félagið er í miklum metum hjá honum,“ sagði Ståle Solbakken, þjálfari FCK, á heimasíðu félagsins. FCK hafnaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili en er enn með í Evrópudeildinni þar sem liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir öðru sinni á Parken 5. ágúst. Tyrkirnir eru 1-0 yfir í einvíginu en sigurliðið mætir væntanlega Manchester United í liða úrslitum. „Ragnar er reyndur, kappsfullur, sterkur og ófyrirleitinn varnarmaður með mikinn sigurvilja, og hann veit hvernig fótbolta við viljum spila. Á sama tíma er hann með stórt markmið um að komast með íslenska landsliðinu á EM næsta sumar svo hann er enn mjög hungraður, þrátt fyrir að hafa upplifað mjög margt sem leikmaður,“ sagði Solbakken. Hann bætti við að Ragnar hefði sýnt að hann væri enn mjög sterkur varnarmaður og að nú gæti hann tekið fullan þátt í undirbúningstímabili liðsins. F.C. København og Ragnar Sigurdsson er blevet enige om at forlænge islændingens aftale til sommeren 2021 #fcklive https://t.co/mI50tzax0h— F.C. København (@FCKobenhavn) July 31, 2020 „FCK er mitt félag og Kaupmannahöfn er orðin að mínu heimili,“ sagði Ragnar og kvaðst afar ánægður. „Ég þarf að leggja hart að mér til að vera í eins góðu formi og hægt er, svo ég geti gert allt til að hjálpa félaginu og liðinu að ná sínum markmiðum,“ sagði Ragnar. Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar hjá FCK fram að Englandsleik og gæti mætt United FC Köbenhavn ætlar ekki að vera án Ragnars Sigurðssonar þegar liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 29. júlí 2020 12:30 Ósammála um marga leikmenn en sammála um hver þeirra hafi verið bestur Vísir sló á þráðinn til tveggja spekinga um danska boltans og bað þá um að fara yfir frammistöður þeirra Íslendinga sem spila í deildinni. 23. júlí 2020 07:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Sjá meira
„Ég ætlaði að sjá til þess að ég verðskuldaði nýjan samning svo ég er afar ánægður með að geta haldið áfram hérna,“ sagði Ragnar Sigurðsson sem verður leikmaður FC Kaupmannahafnar fram á næsta sumar hið minnsta. Ragnar sneri aftur til FCK, þar sem hann lék árin 2011-2013, í janúar eftir að hafa leikið í Rússlandi og Englandi. Hann skrifaði undir samning sem gilti til loka júní, framlengdi hann um skamman tíma vegna kórónuveirufaraldursins og lengingu tímabilsins í Danmörku, en hefur nú skrifað undir samning sem gildir til næsta sumars. Ragnar er staðráðinn í að tryggja Íslandi í október og nóvember sæti á EM sem fram fer næsta sumar. View this post on Instagram Giddy Up Again A post shared by @ sykurson on Jul 31, 2020 at 1:04am PDT „Ragnar langar mikið til að spila fyrir FCK og hefur sýnt það með þessum samningi að félagið er í miklum metum hjá honum,“ sagði Ståle Solbakken, þjálfari FCK, á heimasíðu félagsins. FCK hafnaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili en er enn með í Evrópudeildinni þar sem liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir öðru sinni á Parken 5. ágúst. Tyrkirnir eru 1-0 yfir í einvíginu en sigurliðið mætir væntanlega Manchester United í liða úrslitum. „Ragnar er reyndur, kappsfullur, sterkur og ófyrirleitinn varnarmaður með mikinn sigurvilja, og hann veit hvernig fótbolta við viljum spila. Á sama tíma er hann með stórt markmið um að komast með íslenska landsliðinu á EM næsta sumar svo hann er enn mjög hungraður, þrátt fyrir að hafa upplifað mjög margt sem leikmaður,“ sagði Solbakken. Hann bætti við að Ragnar hefði sýnt að hann væri enn mjög sterkur varnarmaður og að nú gæti hann tekið fullan þátt í undirbúningstímabili liðsins. F.C. København og Ragnar Sigurdsson er blevet enige om at forlænge islændingens aftale til sommeren 2021 #fcklive https://t.co/mI50tzax0h— F.C. København (@FCKobenhavn) July 31, 2020 „FCK er mitt félag og Kaupmannahöfn er orðin að mínu heimili,“ sagði Ragnar og kvaðst afar ánægður. „Ég þarf að leggja hart að mér til að vera í eins góðu formi og hægt er, svo ég geti gert allt til að hjálpa félaginu og liðinu að ná sínum markmiðum,“ sagði Ragnar.
Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Ragnar hjá FCK fram að Englandsleik og gæti mætt United FC Köbenhavn ætlar ekki að vera án Ragnars Sigurðssonar þegar liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 29. júlí 2020 12:30 Ósammála um marga leikmenn en sammála um hver þeirra hafi verið bestur Vísir sló á þráðinn til tveggja spekinga um danska boltans og bað þá um að fara yfir frammistöður þeirra Íslendinga sem spila í deildinni. 23. júlí 2020 07:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Sjá meira
Ragnar hjá FCK fram að Englandsleik og gæti mætt United FC Köbenhavn ætlar ekki að vera án Ragnars Sigurðssonar þegar liðið mætir Tyrklandsmeisturum Istanbul Basaksehir í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 29. júlí 2020 12:30
Ósammála um marga leikmenn en sammála um hver þeirra hafi verið bestur Vísir sló á þráðinn til tveggja spekinga um danska boltans og bað þá um að fara yfir frammistöður þeirra Íslendinga sem spila í deildinni. 23. júlí 2020 07:30