Chelsea vann síðasta bikarúrslitaleikinn sem var ekki í maí Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2020 14:30 Chelsea-menn fóru með bikarinn í bað eftir að þeir urðu bikarmeistarar 1970. David Webb (annar frá hægri) skoraði markið sem tryggði Chelsea sinn fyrsta bikarmeistaratitil. vísir/getty Chelsea og Arsenal mætast í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á morgun, 1. ágúst. Leikið verður fyrir luktum dyrum á Wembley. Vanalega fer bikarúrslitaleikurinn fram í maí en þetta tímabil er ólíkt öllum öðrum vegna kórónuveirufaraldursins. Fimmtíu ár eru síðan bikarúrslitaleikurinn fór ekki fram í maí. Og þá varð Chelsea bikarmeistari. Þann 11. apríl 1970 mættust Chelsea og Leeds United í bikarúrslitaleiknum á gamla Wembley. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Ekki var farið í vítaspyrnukeppni eins og núna og liðin þurftu að mætast aftur. Wembley var í svo slæmu ásigkomulagi eftir bikarúrslitaleikinn að ákveðið var að endurtekni leikurinn færi fram á Old Trafford, þann 29. apríl 1970. Þetta var eini bikarúrslitaleikurinn frá 1923 til 2000 sem fór ekki fram á Wembley. Líkt og fyrri leikurinn fór sá seinni í framlengingu. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Á 104. mínútu skoraði miðvörðurinn David Webb sigurmark Chelsea og tryggði liðinu sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Seinni bikarúrslitaleikurinn 1970 er frægur, eða öllu heldur alræmdur fyrir hversu grófur hann var. Árið 1997 sagði David Elleray að hann hefði gefið sex rauð spjöld í leiknum. Í ár sagði Michael Oliver að hann hefði gefið ellefu rauð spjöld. Dómari leiksins á Old Trafford, Eric Jennings, lyfti gula spjaldinu aðeins einu sinni. Chelsea hefur alls átta sinnum orðið bikarmeistari en Arsenal þrettán sinnum, oftast allra liða. Hvernig sem fer er ljóst að það verður knattspyrnustjóri sigurvegaranna vinnur sinn fyrsta titil á ferlinum. Frank Lampard tók við Chelsea fyrir tímabilið og Mikel Arteta var ráðinn stjóri Arsenal í desember á síðasta ári. Bikarúrslitaleikur Arsenal og Chelsea hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Chelsea og Arsenal mætast í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á morgun, 1. ágúst. Leikið verður fyrir luktum dyrum á Wembley. Vanalega fer bikarúrslitaleikurinn fram í maí en þetta tímabil er ólíkt öllum öðrum vegna kórónuveirufaraldursins. Fimmtíu ár eru síðan bikarúrslitaleikurinn fór ekki fram í maí. Og þá varð Chelsea bikarmeistari. Þann 11. apríl 1970 mættust Chelsea og Leeds United í bikarúrslitaleiknum á gamla Wembley. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Ekki var farið í vítaspyrnukeppni eins og núna og liðin þurftu að mætast aftur. Wembley var í svo slæmu ásigkomulagi eftir bikarúrslitaleikinn að ákveðið var að endurtekni leikurinn færi fram á Old Trafford, þann 29. apríl 1970. Þetta var eini bikarúrslitaleikurinn frá 1923 til 2000 sem fór ekki fram á Wembley. Líkt og fyrri leikurinn fór sá seinni í framlengingu. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Á 104. mínútu skoraði miðvörðurinn David Webb sigurmark Chelsea og tryggði liðinu sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Seinni bikarúrslitaleikurinn 1970 er frægur, eða öllu heldur alræmdur fyrir hversu grófur hann var. Árið 1997 sagði David Elleray að hann hefði gefið sex rauð spjöld í leiknum. Í ár sagði Michael Oliver að hann hefði gefið ellefu rauð spjöld. Dómari leiksins á Old Trafford, Eric Jennings, lyfti gula spjaldinu aðeins einu sinni. Chelsea hefur alls átta sinnum orðið bikarmeistari en Arsenal þrettán sinnum, oftast allra liða. Hvernig sem fer er ljóst að það verður knattspyrnustjóri sigurvegaranna vinnur sinn fyrsta titil á ferlinum. Frank Lampard tók við Chelsea fyrir tímabilið og Mikel Arteta var ráðinn stjóri Arsenal í desember á síðasta ári. Bikarúrslitaleikur Arsenal og Chelsea hefst klukkan 16:30 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira