Fylkir fær efnilegan leikmann frá Fram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. júlí 2020 10:00 Unnar Steinn í leik gegn Álftanesi í Mjólkurbikarnum fyrr í sumar. Vísir/HAG Fram gerði sér lítið fyrir og sló Pepsi Max deildarlið Fylkis út úr Mjólkurbikarnum í gær eftir vítaspyrnukeppni. Þar með eru drengirnir úr Safamýrinni – sem leika í Lengjudeildinni – komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins á meðan Fylkismenn þarf að bíta í það súra epli að vera dottnir úr leik. Árbæingar fóru þó ekki tómhentir heim á leið en seint í gærkvöldi gaf félagið út tilkynningu þess efnis að Unnar Steinn Ingvarsson – tvítugur leikmaður Fram – myndi ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu. Kemur þetta nokkuð á óvart þar sem Unnar Steinn hefur verið mikið orðaður við Breiðablik undanfarnar vikur og mánuði. „Unnar Steinn er gríðarlega efnilegur miðjumaður og bindum við miklar vonir við hann í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu Fylkis. Er þetta í takt við leikmannastefnu Fylkis en fyrir tímabilið náðu þeir til að mynda í hinn unga Þórð Gunnar Hafþórsson frá Vestra. Hann skoraði mark þeirra í gær. Einnig sóttu þeir Arnór Borg Guðjohnsen en sá lét reka sig af velli í gær. Unnar Steinn hóf leikinn í gær á varamannabekk Fram en var settur inn á þegar 79 mínútur voru búnar af leiknum. Hann hefur hins vegar spilað stórt hlutverk hjá liðinu síðan 2018. Alls hefur hann leikið 61 deildar- og bikarleik fyrir Fram og skorað í þeim tvö mörk. Þá á hann einnig 14 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Fylkir er sem stendur í 3. sæti Pepsi Max deildarinnar með 15 stig eftir níu leiki. Stjörnumenn koma þar á eftir með 14 eftir aðeins sex leiki. Fram er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með 14 stig eftir átta umferðir, aðeins tveimur stigum frá toppliði Leiknis Reykjavíkur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Fram sló út Fylki eftir vítaspyrnukeppni Fram er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir að hafa slegið út Fylki í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 1-1. 30. júlí 2020 22:01 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Fram gerði sér lítið fyrir og sló Pepsi Max deildarlið Fylkis út úr Mjólkurbikarnum í gær eftir vítaspyrnukeppni. Þar með eru drengirnir úr Safamýrinni – sem leika í Lengjudeildinni – komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins á meðan Fylkismenn þarf að bíta í það súra epli að vera dottnir úr leik. Árbæingar fóru þó ekki tómhentir heim á leið en seint í gærkvöldi gaf félagið út tilkynningu þess efnis að Unnar Steinn Ingvarsson – tvítugur leikmaður Fram – myndi ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu. Kemur þetta nokkuð á óvart þar sem Unnar Steinn hefur verið mikið orðaður við Breiðablik undanfarnar vikur og mánuði. „Unnar Steinn er gríðarlega efnilegur miðjumaður og bindum við miklar vonir við hann í framtíðinni,“ segir í yfirlýsingu Fylkis. Er þetta í takt við leikmannastefnu Fylkis en fyrir tímabilið náðu þeir til að mynda í hinn unga Þórð Gunnar Hafþórsson frá Vestra. Hann skoraði mark þeirra í gær. Einnig sóttu þeir Arnór Borg Guðjohnsen en sá lét reka sig af velli í gær. Unnar Steinn hóf leikinn í gær á varamannabekk Fram en var settur inn á þegar 79 mínútur voru búnar af leiknum. Hann hefur hins vegar spilað stórt hlutverk hjá liðinu síðan 2018. Alls hefur hann leikið 61 deildar- og bikarleik fyrir Fram og skorað í þeim tvö mörk. Þá á hann einnig 14 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Fylkir er sem stendur í 3. sæti Pepsi Max deildarinnar með 15 stig eftir níu leiki. Stjörnumenn koma þar á eftir með 14 eftir aðeins sex leiki. Fram er í 4. sæti Lengjudeildarinnar með 14 stig eftir átta umferðir, aðeins tveimur stigum frá toppliði Leiknis Reykjavíkur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Fram sló út Fylki eftir vítaspyrnukeppni Fram er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir að hafa slegið út Fylki í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 1-1. 30. júlí 2020 22:01 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Fram sló út Fylki eftir vítaspyrnukeppni Fram er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir að hafa slegið út Fylki í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 1-1. 30. júlí 2020 22:01