Nítján ára fótboltastelpa fær leyfi til þess að spila með karlaliði í Hollandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 10:00 Ellen Fokkema í viðtali við Omrop Fryslan sjónvarpstöðina í tilefni af tímamótunum. Skjámynd/Omrop Fryslan Hin nítján ára gamla Ellen Fokkema mun spila með karlaliði VV Foarut í hollensku fjórðu deildinni á komandi tímabili og verður litið á þetta sem tilraunaverkefni. Ellen Fokkema hefur spilað með sama fótboltaliði í fjórtán ár eða síðan að hún var fimm ára. Samkvæmt reglum í Hollandi þá þurfti hún að skipta um lið á nítján ára afmælisdaginn sinn. A groundbreaking moment in football history. The Dutch Football Federation have granted permission for a female player to join fourth-tier VV Foarut for the 2020-21 season https://t.co/IJSML330wt— SPORTbible (@sportbible) August 5, 2020 Ástæðan er að eftir nítján ára aldur þá mega konur ekki spila í karlaliðum. Hollendingar leyfa reyndar blönduð lið mun lengur en flest önnur lönd. Það var samt sem áður komið að tímamótum í sumar og allt leit út fyrir að Ellen þyrfti að finna sér nýtt lið og það kvennalið. Hollenska knattspyrnusambandið tók hins vegar vel í beiðni frá knattspyrnukonunni sjálfri og félagi hennar um að gera undantekningunni á reglunni og sjá hvernig það kemur út. Það hafa verið blönduð fótboltalið í Holland frá árinu 1986 en konur hafa aðeins fengið að spila með körlunum þar til að þær verða nítján ára gamlar. Þær mega reyndar halda áfram að spila með b-liðum félaga en ekki með aðalliðunum. Dutch football association has given the green light to allow a female footballer to play in a senior men's team as part of a landmark pilot scheme. Ellen Fokkema, 19, has been granted dispensation by KNVB to play for 4th division amateur outfit VV Foarut next season. pic.twitter.com/icY8UwlVAH— joel khamadi (@Joel_Khamadi) August 4, 2020 Nú var eins og áður sagði komið að þessum tímamótum hjá Ellen Fokkema og hún sóttist eftir því að fá að halda áfram að spila með liðinu sínu. Ellen Fokkema hefur verið hjá VV Foarut síðan að hún var enn í leikskóla. Ellen Fokkema var líka kát með að hafa fengið að taka þetta sögulega skref. „Það er frábært að ég megi spila áfram með mínu liði. Ég hef spilað með þessum strákum síðan að ég var fimm ára og var mjög leið yfir því að mega það ekki lengur á næsta tímabili,“ sagði Ellen Fokkema við NL Times. „Hollenska knattspyrnusambandið hefur alltaf ráðlagt mér að spila með strákunum eins lengi og mögulegt væri og af hverju ætti þetta því ekki að vera í boði? Þetta er alvöru áskorun en það gerir þetta bara meira spennandi. Ég spurði félagið hvort eitthvað væri hægt að gera í þessu og við lögðum sameiginlega beiðni inn á borð sambandsins,“ sagði Ellen Fokkema „Ég þori ekki að spá fyrir því hvernig þetta muni ganga en ég er mjög ánægð með að fá að taka þátt í þessari tilraun,“ sagði Ellen Fokkema. Ellen Fokkema (19) spilet as earste fuotbalster mei yn KNVB-manljuskompetysje. https://t.co/lztUGnOT4P pic.twitter.com/805Cfju85b— Omrop Fryslân (@OmropFryslan) August 4, 2020 Hollenski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Hin nítján ára gamla Ellen Fokkema mun spila með karlaliði VV Foarut í hollensku fjórðu deildinni á komandi tímabili og verður litið á þetta sem tilraunaverkefni. Ellen Fokkema hefur spilað með sama fótboltaliði í fjórtán ár eða síðan að hún var fimm ára. Samkvæmt reglum í Hollandi þá þurfti hún að skipta um lið á nítján ára afmælisdaginn sinn. A groundbreaking moment in football history. The Dutch Football Federation have granted permission for a female player to join fourth-tier VV Foarut for the 2020-21 season https://t.co/IJSML330wt— SPORTbible (@sportbible) August 5, 2020 Ástæðan er að eftir nítján ára aldur þá mega konur ekki spila í karlaliðum. Hollendingar leyfa reyndar blönduð lið mun lengur en flest önnur lönd. Það var samt sem áður komið að tímamótum í sumar og allt leit út fyrir að Ellen þyrfti að finna sér nýtt lið og það kvennalið. Hollenska knattspyrnusambandið tók hins vegar vel í beiðni frá knattspyrnukonunni sjálfri og félagi hennar um að gera undantekningunni á reglunni og sjá hvernig það kemur út. Það hafa verið blönduð fótboltalið í Holland frá árinu 1986 en konur hafa aðeins fengið að spila með körlunum þar til að þær verða nítján ára gamlar. Þær mega reyndar halda áfram að spila með b-liðum félaga en ekki með aðalliðunum. Dutch football association has given the green light to allow a female footballer to play in a senior men's team as part of a landmark pilot scheme. Ellen Fokkema, 19, has been granted dispensation by KNVB to play for 4th division amateur outfit VV Foarut next season. pic.twitter.com/icY8UwlVAH— joel khamadi (@Joel_Khamadi) August 4, 2020 Nú var eins og áður sagði komið að þessum tímamótum hjá Ellen Fokkema og hún sóttist eftir því að fá að halda áfram að spila með liðinu sínu. Ellen Fokkema hefur verið hjá VV Foarut síðan að hún var enn í leikskóla. Ellen Fokkema var líka kát með að hafa fengið að taka þetta sögulega skref. „Það er frábært að ég megi spila áfram með mínu liði. Ég hef spilað með þessum strákum síðan að ég var fimm ára og var mjög leið yfir því að mega það ekki lengur á næsta tímabili,“ sagði Ellen Fokkema við NL Times. „Hollenska knattspyrnusambandið hefur alltaf ráðlagt mér að spila með strákunum eins lengi og mögulegt væri og af hverju ætti þetta því ekki að vera í boði? Þetta er alvöru áskorun en það gerir þetta bara meira spennandi. Ég spurði félagið hvort eitthvað væri hægt að gera í þessu og við lögðum sameiginlega beiðni inn á borð sambandsins,“ sagði Ellen Fokkema „Ég þori ekki að spá fyrir því hvernig þetta muni ganga en ég er mjög ánægð með að fá að taka þátt í þessari tilraun,“ sagði Ellen Fokkema. Ellen Fokkema (19) spilet as earste fuotbalster mei yn KNVB-manljuskompetysje. https://t.co/lztUGnOT4P pic.twitter.com/805Cfju85b— Omrop Fryslân (@OmropFryslan) August 4, 2020
Hollenski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira