Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni Andri Eysteinsson skrifar 5. ágúst 2020 11:30 Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir. Stöð 2 „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. „Það er ekki gott að skamma fólk eða hræða fólk fyrir að viðhalda ekki sóttvörnum. Lögreglusektir og svo framvegis. Við verðum að lifa með þessu. Það er betra að spritta sig, passa sig, vera ekki að faðma og knúsast. Ekki vera að halda 50 manna veislur og reyna að viðhalda tveggja metra fjarlægð. Ég held að það sé auðveldara að gera það í 6-12 mánuði heldur en að fara að loka skólum og fyrirtækjum og svo framvegis,“ segir Bryndís. Hún segir að landið hafi verið veirufrítt um miðjan júní áður en að ferðamenn fóru að týnast til landsins að nýju. Fólk hafi slakað á eftir þær fréttir og ekki sé ljóst hvort landið hefði grætt eitthvað á því að fresta „opnun“ landamæranna en ýmsir hafa kennt opnun landamæranna um fjölgun staðfestra kórónuveirutilfella á undanförnum vikum. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast,“ segir Bryndís sem kveðst ekki geta sagt til um hvort ákvörðunin hafi verið röng. „Ég veit ekki hvort við hefðum grætt eitthvað á því að fresta opnuninni. Fólk var að tala um að opna fyrst eftir verslunarmannahelgi en þá hefðum við bara verið í sömu sporum eftir sex vikur. Við hefðum bara frestað hinu óumflýjanlega. Landið verður ekkert veirufrítt almennt séð, þetta er veira sem mun koma og fara og valda usla,“ sagði Bryndís. Hún segir það jákvætt að enginn sé alvarlega veikur en einn hefur lagst inn á spítala undanfarið en sjúklingurinn hefur nú verið útskrifaður. Verið sé að greina einstaklingana með smit fyrr en gert var í upphafi faraldursins í vetur. Fólk hafi verið orðið töluvert veikt þegar loks var hægt að greina þau með Covid-19. Þá hafi yngra fólk verið að smitast undanfarið og útlit sé fyrir að yngra fólki finnist erfiðara að halda fjarlægðartakmörkunum. Nokkur biðstaða sé einnig komin upp enda sýni fyrri bylgja faraldursins að fólk hafi verið að veikjast meira í seinni helmingi veikinda. Læknar hafi oft séð fólk á 9. til 13. degi veikinda leggjast inn á sjúkrahús alvarlega veikir. Bryndís segir að næstu tvær vikurnar verið lykilatriði en þá muni koma í ljós hvort að sprenging verði í faraldrinum. Annað hvort í fjölda tilfella eða í alvarleika veikindanna. Heilbrigðisstarfsfólk sé þó betur undirbúið heldur en í vetur og skimað sé öflugt í kringum hvert tilfelli. „Svo erum við komin með þessi lyf, Remdesivir og Favipiravir sem við vorum að nota í fyrsta sinn í síðustu viku. Við vitum meira að við munum ekki nota Hýdroxýklórókínið sem hefur sýnt sig að virki ekki og jafnvel ekki þessa ónæmisbælandi meðferð sem mjög veikir sjúklingar fengu í vor,“ sagði Bryndís sem hvatti Íslendinga til þess að vera hvorki hrædd né óörugg. „Við munum alveg höndla þetta vel en fólk þarf að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Ég vil ekki að verði panikástand en við vitum að þetta mun versna, spurningin er bara hvort þetta versni með meiri fjölda eða meira veikum einstaklingum,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. „Það er ekki gott að skamma fólk eða hræða fólk fyrir að viðhalda ekki sóttvörnum. Lögreglusektir og svo framvegis. Við verðum að lifa með þessu. Það er betra að spritta sig, passa sig, vera ekki að faðma og knúsast. Ekki vera að halda 50 manna veislur og reyna að viðhalda tveggja metra fjarlægð. Ég held að það sé auðveldara að gera það í 6-12 mánuði heldur en að fara að loka skólum og fyrirtækjum og svo framvegis,“ segir Bryndís. Hún segir að landið hafi verið veirufrítt um miðjan júní áður en að ferðamenn fóru að týnast til landsins að nýju. Fólk hafi slakað á eftir þær fréttir og ekki sé ljóst hvort landið hefði grætt eitthvað á því að fresta „opnun“ landamæranna en ýmsir hafa kennt opnun landamæranna um fjölgun staðfestra kórónuveirutilfella á undanförnum vikum. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast,“ segir Bryndís sem kveðst ekki geta sagt til um hvort ákvörðunin hafi verið röng. „Ég veit ekki hvort við hefðum grætt eitthvað á því að fresta opnuninni. Fólk var að tala um að opna fyrst eftir verslunarmannahelgi en þá hefðum við bara verið í sömu sporum eftir sex vikur. Við hefðum bara frestað hinu óumflýjanlega. Landið verður ekkert veirufrítt almennt séð, þetta er veira sem mun koma og fara og valda usla,“ sagði Bryndís. Hún segir það jákvætt að enginn sé alvarlega veikur en einn hefur lagst inn á spítala undanfarið en sjúklingurinn hefur nú verið útskrifaður. Verið sé að greina einstaklingana með smit fyrr en gert var í upphafi faraldursins í vetur. Fólk hafi verið orðið töluvert veikt þegar loks var hægt að greina þau með Covid-19. Þá hafi yngra fólk verið að smitast undanfarið og útlit sé fyrir að yngra fólki finnist erfiðara að halda fjarlægðartakmörkunum. Nokkur biðstaða sé einnig komin upp enda sýni fyrri bylgja faraldursins að fólk hafi verið að veikjast meira í seinni helmingi veikinda. Læknar hafi oft séð fólk á 9. til 13. degi veikinda leggjast inn á sjúkrahús alvarlega veikir. Bryndís segir að næstu tvær vikurnar verið lykilatriði en þá muni koma í ljós hvort að sprenging verði í faraldrinum. Annað hvort í fjölda tilfella eða í alvarleika veikindanna. Heilbrigðisstarfsfólk sé þó betur undirbúið heldur en í vetur og skimað sé öflugt í kringum hvert tilfelli. „Svo erum við komin með þessi lyf, Remdesivir og Favipiravir sem við vorum að nota í fyrsta sinn í síðustu viku. Við vitum meira að við munum ekki nota Hýdroxýklórókínið sem hefur sýnt sig að virki ekki og jafnvel ekki þessa ónæmisbælandi meðferð sem mjög veikir sjúklingar fengu í vor,“ sagði Bryndís sem hvatti Íslendinga til þess að vera hvorki hrædd né óörugg. „Við munum alveg höndla þetta vel en fólk þarf að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Ég vil ekki að verði panikástand en við vitum að þetta mun versna, spurningin er bara hvort þetta versni með meiri fjölda eða meira veikum einstaklingum,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira