Frestuðu leik um heilan áratug vegna COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 15:45 Datrone Young verður löngu hættur að spila með Iowa State liðinu þegar leikurinn fer fram. Getty/ Joe Robbins Kórónuveirufaraldurinn hefur verið Bandaríkjamönnum afar erfiður í sumar og útlitið er ekki alltof gott þegar kemur að háskólaíþróttunum sem eru margar mjög vinsælar í Bandaríkjunum. Háskólarnir leita leiða til að halda lífi í tímabilinu en það hefur kostað ýmsar breytingar eins og á leikjadagskránni sem hafði verið ákveðin fyrir löngu. Ótrúlegt dæmi um ýkta breytingu er á leik Iowa State og University of Nevada frá Las Vegas sem áttu að mætast í Ames í Iowa 19. september næstkomandi. Það varð að fresta þeim leik vegna COVID-19 ástandsins en honum var þó ekki frestað um einn til tvo mánuði eða til ársins 2021 eins og flestum íþróttaviðburðum sem þurft hefur að færa vegna kórónuveirufaraldursins. Iowa State and UNLV have mutually agreed to delay their football game scheduled for Sept. 19, 2020 to Sept. 14, 2030 as a result of scheduling modifications by the Big 12 and Mountain West related to COVID-19.— Bruce Feldman (@BruceFeldmanCFB) August 6, 2020 Forráðamenn skólanna komust að samkomulagi um að færa leikinn um heilan áratug eða til 14. september 2030. Mountain West og Big 12 deildirnar gerðu báðar breytingar á leikjadagskrá sinni í þessari viku en urðu að þétta dagskrána sem þýddi að það þurfti að færa umræddan leik inn á annað tímabil. Keppni í amerískum fótbolta á háskólaárinu getur ekki byrjað fyrr en 26. september og það er þessi seinkun á tímabilinu sem er að skapa öll vandræðin. Hún er einmitt út af mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Umræddur leikur er því ekki sá eini sem skólarnir þurfa að færa en það sem er svo sérstakt að það hafi þurft að færa hann svo langt fram í tímann. Iowa State football has announced that it's home game against UNLV in 2020 is being moved to 2030. https://t.co/I1Auw8Llga— Iowa State Daily (@iowastatedaily) August 6, 2020 Það er samt ekki eins og lið Iowa State og UNLV mætist ekki á þessum tíu árum því því Iowa State fer strax í heimsókn á nýja og glæsilega Allegiant leikvang í Las Vegas á næsta ári. „Okkur hlakkar til að fá Cyclones og stuðningsmenn þeirra í heimsókn til Las Vegas næsta haust á okkar nýja heimili sem er Allegiant leikvangurinn,“ sagði Desiree Reed-Francois íþróttastjóri UNLV í yfirlýsingu. Iowa State og UNLV hafa mæst fimm sinnum hingað til og hefur Iowa State unnið fjóra af þessum fimm leikjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur verið Bandaríkjamönnum afar erfiður í sumar og útlitið er ekki alltof gott þegar kemur að háskólaíþróttunum sem eru margar mjög vinsælar í Bandaríkjunum. Háskólarnir leita leiða til að halda lífi í tímabilinu en það hefur kostað ýmsar breytingar eins og á leikjadagskránni sem hafði verið ákveðin fyrir löngu. Ótrúlegt dæmi um ýkta breytingu er á leik Iowa State og University of Nevada frá Las Vegas sem áttu að mætast í Ames í Iowa 19. september næstkomandi. Það varð að fresta þeim leik vegna COVID-19 ástandsins en honum var þó ekki frestað um einn til tvo mánuði eða til ársins 2021 eins og flestum íþróttaviðburðum sem þurft hefur að færa vegna kórónuveirufaraldursins. Iowa State and UNLV have mutually agreed to delay their football game scheduled for Sept. 19, 2020 to Sept. 14, 2030 as a result of scheduling modifications by the Big 12 and Mountain West related to COVID-19.— Bruce Feldman (@BruceFeldmanCFB) August 6, 2020 Forráðamenn skólanna komust að samkomulagi um að færa leikinn um heilan áratug eða til 14. september 2030. Mountain West og Big 12 deildirnar gerðu báðar breytingar á leikjadagskrá sinni í þessari viku en urðu að þétta dagskrána sem þýddi að það þurfti að færa umræddan leik inn á annað tímabil. Keppni í amerískum fótbolta á háskólaárinu getur ekki byrjað fyrr en 26. september og það er þessi seinkun á tímabilinu sem er að skapa öll vandræðin. Hún er einmitt út af mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Umræddur leikur er því ekki sá eini sem skólarnir þurfa að færa en það sem er svo sérstakt að það hafi þurft að færa hann svo langt fram í tímann. Iowa State football has announced that it's home game against UNLV in 2020 is being moved to 2030. https://t.co/I1Auw8Llga— Iowa State Daily (@iowastatedaily) August 6, 2020 Það er samt ekki eins og lið Iowa State og UNLV mætist ekki á þessum tíu árum því því Iowa State fer strax í heimsókn á nýja og glæsilega Allegiant leikvang í Las Vegas á næsta ári. „Okkur hlakkar til að fá Cyclones og stuðningsmenn þeirra í heimsókn til Las Vegas næsta haust á okkar nýja heimili sem er Allegiant leikvangurinn,“ sagði Desiree Reed-Francois íþróttastjóri UNLV í yfirlýsingu. Iowa State og UNLV hafa mæst fimm sinnum hingað til og hefur Iowa State unnið fjóra af þessum fimm leikjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Sjá meira