Tiger telur sig vera að renna út á tíma með að jafna met Nicklaus Ísak Hallmundarson skrifar 9. ágúst 2020 12:45 Tiger á hringnum í gær. getty/Jamie Squire Tiger Woods er að öllum líkindum ekki að fara að vinna PGA meistaramótið í ár eftir tvo slæma hringi í gær og á föstudag. Hinn 44 ára gamli Woods vann sitt fyrsta risamót í ellefu ár í fyrra þegar hann vann Mastersmótið. Það var fimmtándi titillinn hans á risamóti. Hann þarf að vinna þrjú risamót til viðbótar ef hann ætlar að jafna met Jack Nicklaus yfir átján titla á risamóti. „Það eru ekki jafnmargir titlar í boði og þegar ég byrjaði að spila. Raunveruleikinn er sá að golfvellir eru orðnir lengri og erfiðari,“ sagði Tiger. „Munurinn á milli þess að komast í gegnum niðurskurðinn og að vera í forystu er orðinn talsvert minni en hann var. Einu sinni var hann 12-15 högg, núna var það hvað, níu högg? Það er mikill munur. Þetta er orðið jafnara og erfiðara að vinna mót, en ef þú horfir á úrslitin á risamótum þá sérðu alltaf sömu kylfinganna. Ekki alltaf sömu sigurvegara, en marga af sömu kylfingunum í toppbaráttunni. Þeir skilja hvernig á að vinna risamót, hvernig á að spila leikinn og hversu erfitt það er að vinna þessa stóru viðburði.“ Woods byrjaði hringinn í gær á sjö pörum og fékk síðan fjóra skolla á næstu sex holum. Hann náði aðeins að bjarga hringnum undir lokin með fuglum á 16. og 18. holu og endaði á tveimur höggum yfir pari. „Ég náði engum takti og þurfti að berjast til að koma til baka og það gerðist ekkert fyrr en á síðustu holunum,“ sagði Tiger að lokum. Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods er að öllum líkindum ekki að fara að vinna PGA meistaramótið í ár eftir tvo slæma hringi í gær og á föstudag. Hinn 44 ára gamli Woods vann sitt fyrsta risamót í ellefu ár í fyrra þegar hann vann Mastersmótið. Það var fimmtándi titillinn hans á risamóti. Hann þarf að vinna þrjú risamót til viðbótar ef hann ætlar að jafna met Jack Nicklaus yfir átján titla á risamóti. „Það eru ekki jafnmargir titlar í boði og þegar ég byrjaði að spila. Raunveruleikinn er sá að golfvellir eru orðnir lengri og erfiðari,“ sagði Tiger. „Munurinn á milli þess að komast í gegnum niðurskurðinn og að vera í forystu er orðinn talsvert minni en hann var. Einu sinni var hann 12-15 högg, núna var það hvað, níu högg? Það er mikill munur. Þetta er orðið jafnara og erfiðara að vinna mót, en ef þú horfir á úrslitin á risamótum þá sérðu alltaf sömu kylfinganna. Ekki alltaf sömu sigurvegara, en marga af sömu kylfingunum í toppbaráttunni. Þeir skilja hvernig á að vinna risamót, hvernig á að spila leikinn og hversu erfitt það er að vinna þessa stóru viðburði.“ Woods byrjaði hringinn í gær á sjö pörum og fékk síðan fjóra skolla á næstu sex holum. Hann náði aðeins að bjarga hringnum undir lokin með fuglum á 16. og 18. holu og endaði á tveimur höggum yfir pari. „Ég náði engum takti og þurfti að berjast til að koma til baka og það gerðist ekkert fyrr en á síðustu holunum,“ sagði Tiger að lokum.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira