Austurrískur bæjarstjóri biðlar til Frozen-aðdáenda að halda sig fjarri Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2020 08:41 Bænum var bætt á heimsminjaskrá UNESCO árið 1997. Getty Straumur ferðamanna til austurríska alpabæjarins Hallstatt hefur stóraukist að undanförnu eftir að orðrómur fór á flug um að bærinn sé fyrirmynd Arendelle úr Frozen-myndunum. Hallstatt er að finna um sjötíu kílómetrum suðaustur af Salzburg og telja íbúarnir um 780. Bæjarbúar hafa síðustu áratugina búið við mikinn ferðamannafjölda, en aukningin er nú slík að um 10 þúsund manns heimsækja bæinn daglega, að því er fram kemur í frétt Independent. Bæjarstjórinn Alexander Scheutz segir að heimsóknir ferðamanna hafi að langstærstum hluta staðið yfir yfir sumarmánuðina og bærinn jafnan lagst í ákveðinn vetrardvala. Nú hafi hins vegar orðið mikil aukning yfir vetrarmánuðina, borið saman við fyrri ár. The town Arendelle was inspired by! pic.twitter.com/TJxTibfaAN— ᴍs. sᴄʜɪʟʟɪɴɢ (@crackheadpipes) January 7, 2020 Hallstatt er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Austurríki og er áætlað að um milljón manns heimsæki bæinn á hverju ári. Þar er meðal annars að finna eina elstu saltnámu í heimi, en staðsetning og umhverfi bæjarins þykja einstaklega fögur. „Markmiðið er að fækka um þriðjung,“ segir Scheutz í samtali við Times, en viðurkennir þó að bærinn hafi enga leið til að stöðva komu þeirra. „Hallstatt er mikilvægur hluti menningarsögunni, ekki safn.“ Arendelle í Frozen-myndunum. Þó að íbúar Hallstatt hafi vissulega hagnast að mörgu leyti á þessum mikla straumi ferðamanna, til að mynda að búðir geta haft opið allan ársins hring og skólar og menningarstofnanir eru enn starfræktar, ólíkt því sem gerst hefur í mörgum öðrum austurrískum smábæjum í Ölpunum, þá hefur það ekki einungis verið tekið út með sældinni. „Þetta er stórslys,“ segir Verena Lobisser, eigandi gistiheimilis í bænum, í samtali við Washington Post. „Margir telja í alvörunni að þetta sé skemmtigarður.“ Austurríki Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fjögur hús eyðilögðust í bruna í miðbæ Hallstatt Eldurinn kom upp í trjákofa í austurríska bænum Hallstatt en miðbærinn er að finna á heimsminjaskrá UNESCO. 3. desember 2019 13:40 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Straumur ferðamanna til austurríska alpabæjarins Hallstatt hefur stóraukist að undanförnu eftir að orðrómur fór á flug um að bærinn sé fyrirmynd Arendelle úr Frozen-myndunum. Hallstatt er að finna um sjötíu kílómetrum suðaustur af Salzburg og telja íbúarnir um 780. Bæjarbúar hafa síðustu áratugina búið við mikinn ferðamannafjölda, en aukningin er nú slík að um 10 þúsund manns heimsækja bæinn daglega, að því er fram kemur í frétt Independent. Bæjarstjórinn Alexander Scheutz segir að heimsóknir ferðamanna hafi að langstærstum hluta staðið yfir yfir sumarmánuðina og bærinn jafnan lagst í ákveðinn vetrardvala. Nú hafi hins vegar orðið mikil aukning yfir vetrarmánuðina, borið saman við fyrri ár. The town Arendelle was inspired by! pic.twitter.com/TJxTibfaAN— ᴍs. sᴄʜɪʟʟɪɴɢ (@crackheadpipes) January 7, 2020 Hallstatt er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Austurríki og er áætlað að um milljón manns heimsæki bæinn á hverju ári. Þar er meðal annars að finna eina elstu saltnámu í heimi, en staðsetning og umhverfi bæjarins þykja einstaklega fögur. „Markmiðið er að fækka um þriðjung,“ segir Scheutz í samtali við Times, en viðurkennir þó að bærinn hafi enga leið til að stöðva komu þeirra. „Hallstatt er mikilvægur hluti menningarsögunni, ekki safn.“ Arendelle í Frozen-myndunum. Þó að íbúar Hallstatt hafi vissulega hagnast að mörgu leyti á þessum mikla straumi ferðamanna, til að mynda að búðir geta haft opið allan ársins hring og skólar og menningarstofnanir eru enn starfræktar, ólíkt því sem gerst hefur í mörgum öðrum austurrískum smábæjum í Ölpunum, þá hefur það ekki einungis verið tekið út með sældinni. „Þetta er stórslys,“ segir Verena Lobisser, eigandi gistiheimilis í bænum, í samtali við Washington Post. „Margir telja í alvörunni að þetta sé skemmtigarður.“
Austurríki Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fjögur hús eyðilögðust í bruna í miðbæ Hallstatt Eldurinn kom upp í trjákofa í austurríska bænum Hallstatt en miðbærinn er að finna á heimsminjaskrá UNESCO. 3. desember 2019 13:40 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Fjögur hús eyðilögðust í bruna í miðbæ Hallstatt Eldurinn kom upp í trjákofa í austurríska bænum Hallstatt en miðbærinn er að finna á heimsminjaskrá UNESCO. 3. desember 2019 13:40