Rappari sem trónir á vinsældarlista Svíþjóðar grunaður um aðild að morði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2020 18:20 Yasin er grunaður um aðild að morði. youtube Sænski rapparinn Yasin Abdullahi, sem grunaður er um morð, trónir á vinsældalista Svíþjóðar á streymisveitunni Spotify. Yasin, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Yasin Byn, er nú í haldi lögreglu vegna gruns um aðild að morði á fyrrverandi vini hans. Frá þessu er greint á sænsku fréttastofunni The Local. XO, lag Yasin sem trónir nú á toppi vinsældalistans, fjallar um áhrifin sem hann finnur fyrir af því að drekka Rémy Martin koníak og reykja kannabis á jákvæðan hátt. Samkvæmt dagblaðinu Expressen var Yasin handtekinn þann 30. desember síðastliðinn eftir að 20 ára gamall maður fannst stórslasaður í Rinkeby hverfinu í útjaðri Stokkhólms. Hann hafði hlotið byssuskot í höfuðið. Maðurinn, sem var eitt sinn mjög náinn vinur Yasin, lést síðar um kvöldið. Rapparinn er með meira en 640 þúsund mánaðarlega hlustendur á Spotify og fegra og upphefja flest lögin hans vímuefnanotkun, ofbeldi og glæpi skipulagðra glæpahópa. Lögin hans hafa verið spiluð meira en fimmtíu milljón sinnum á streymisveitunni. Auk þess að hafa notið nokkurrar velgengni sem rappari er hann einnig talinn vera leiðtogi Shottaz, sem er skipulagður glæpahópur sem heldur sig til í Rinkeby hverfinu. Í einu lagi sínu hreykir hann sér af því að hafa notað ólögleg vopn. Textinn hljóðar nokkurn vegin svona upp á íslensku: „Ef ég sit í bíl eru minnst tvær Glock [byssur] aftur í. Það er erfitt að drepa Yasin Byn.“ Yasin er einn sjö ungra manna sem handtekinn var í tengslum við morðið. Tveir þeirra voru fljótlega leystir úr haldi og tveir til viðbótar eftir að þeir fóru fyrir dómara á föstudag. Yasin og tveir menn til viðbótar eru enn í haldi vegna gruns um morð. Shottaz hefur háð hatrammt stríð við keppinaut sinn, Dödspatrullen, og hefur stríði þessara tveggja glæpahópa verið kennt um tvöfalt morð sem framið var í Kaupmannahöfn í júlí síðastliðnum. Yasin hefur þrisvar sinnum hlotið dóm vegna fíkniefnabrota síðan 205 og var árið 2018 dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi eftir að hann var stoppaður af lögreglu í Bromma í Stokkhólmi. Þar var hann í bíl með manninum sem var myrtur í síðustu viku og höfðu þeir undir höndum tvær ólöglegar byssur, létta vélbyssu og hálf-sjálfvirka skammbyssu. Svíþjóð Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Sænski rapparinn Yasin Abdullahi, sem grunaður er um morð, trónir á vinsældalista Svíþjóðar á streymisveitunni Spotify. Yasin, sem er betur þekktur undir listamannsnafninu Yasin Byn, er nú í haldi lögreglu vegna gruns um aðild að morði á fyrrverandi vini hans. Frá þessu er greint á sænsku fréttastofunni The Local. XO, lag Yasin sem trónir nú á toppi vinsældalistans, fjallar um áhrifin sem hann finnur fyrir af því að drekka Rémy Martin koníak og reykja kannabis á jákvæðan hátt. Samkvæmt dagblaðinu Expressen var Yasin handtekinn þann 30. desember síðastliðinn eftir að 20 ára gamall maður fannst stórslasaður í Rinkeby hverfinu í útjaðri Stokkhólms. Hann hafði hlotið byssuskot í höfuðið. Maðurinn, sem var eitt sinn mjög náinn vinur Yasin, lést síðar um kvöldið. Rapparinn er með meira en 640 þúsund mánaðarlega hlustendur á Spotify og fegra og upphefja flest lögin hans vímuefnanotkun, ofbeldi og glæpi skipulagðra glæpahópa. Lögin hans hafa verið spiluð meira en fimmtíu milljón sinnum á streymisveitunni. Auk þess að hafa notið nokkurrar velgengni sem rappari er hann einnig talinn vera leiðtogi Shottaz, sem er skipulagður glæpahópur sem heldur sig til í Rinkeby hverfinu. Í einu lagi sínu hreykir hann sér af því að hafa notað ólögleg vopn. Textinn hljóðar nokkurn vegin svona upp á íslensku: „Ef ég sit í bíl eru minnst tvær Glock [byssur] aftur í. Það er erfitt að drepa Yasin Byn.“ Yasin er einn sjö ungra manna sem handtekinn var í tengslum við morðið. Tveir þeirra voru fljótlega leystir úr haldi og tveir til viðbótar eftir að þeir fóru fyrir dómara á föstudag. Yasin og tveir menn til viðbótar eru enn í haldi vegna gruns um morð. Shottaz hefur háð hatrammt stríð við keppinaut sinn, Dödspatrullen, og hefur stríði þessara tveggja glæpahópa verið kennt um tvöfalt morð sem framið var í Kaupmannahöfn í júlí síðastliðnum. Yasin hefur þrisvar sinnum hlotið dóm vegna fíkniefnabrota síðan 205 og var árið 2018 dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi eftir að hann var stoppaður af lögreglu í Bromma í Stokkhólmi. Þar var hann í bíl með manninum sem var myrtur í síðustu viku og höfðu þeir undir höndum tvær ólöglegar byssur, létta vélbyssu og hálf-sjálfvirka skammbyssu.
Svíþjóð Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira