Lallana fær hærri laun en Sadio Mané Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 11:00 Sadio Mane og Adam Lallana. Mane er einn besti leikmaður Liverpool en Lallana er í aukahlutverki. Lallana fær samt 1,6 milljónum meira útborgað í viku hverri. Getty/Matteo Bottanelli Liverpool greiðir leikmönnum sínum 110 millónir punda í laun á hverju ári eða 17,7 milljarða íslenskra króna. Sportrac hefur tekið saman laun allra leikmanna Liverpool liðsins og þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Það kemur engum á óvart að Mohamed Salah sé launahæsti leikmaður Liverpool liðsins en margir lykilmenn liðsins eru aftur á móti mun neðar á launalistanum. Hér er þó aðeins á ferðinni hráar launagreiðslur sem leikmenn fá frá félaginu en þar teljast ekki með bónusgreiðslur eða auglýsingasamningar leikmanna. Leikmenn vinna sér oft inn mikla peninga frá styrktaraðilum eða í gegnum auglýsingasamninga. Gott gengi Liverpool liðsins að undanförnu þýðir líka að leikmenn Liverpool ættu að vera fá veglega bónusa ofan á launin sín. Alexander-Arnold - £40,000-per-week Robertson - £50,000-per-week Salah - £200,000-per-week The awkward moment when Mane realises Lallana is getting paid more than him https://t.co/hulsArZCzT— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 5, 2020 Egyptinn Mohamed Salah fær tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða meira en 32 milljónir íslenskra króna. Næstlaunahæstu leikmenn Liverpool liðsins eru þeir og með 180 þúsund pund í vikulaun en það gera 28,9 milljónir í íslenskum krónum. Það þarf að fara niður í níunda sætið til að finna Sadio Mané sem fær í viku verri aðeins helminginn af því sem Salah fær. Mané er með hundrað þúsund pund í vikulaun eða sextán milljónir íslenskra króna. Leikmenn Liverpool sem fá hærri laun en Mané eru þeir Mohamed Salah (200 þúsund pund á viku), Roberto Firmino (180 þúsund pund), Virgil Van Dijk (180 þúsund pund), Jordan Henderson (140 þúsund pund), James Milner (140 þúsund pund), Naby Keita (120 þúsund pund) og Alex Oxlade-Chamberlain (120 þúsund pund). Adam Lallana fær síðan tíu þúsund pundum meira á viku en Mané eða 1,6 milljónum meira í viku hverri. Það eru fleiri lykilmenn Liverpool sem eru að fá mun minna eins og bakverðirnir Andrew Robertson og Tren Alexander-Arnold sem eru samanalagt með „aðeins“ 90 þúsund pund á viku. Andrew Robertson fær 50 þúsund pund í vikulaun en Alexander-Arnold 40 þúsund pund. Miðað við frammistöðu þeirra síðustu misseri eiga þeir örugglega von á því að fá betri samning. Annar sem gæti líka fengið launahækkun er miðvörðurinn Joe Gomez sem er með 28 þúsund pund í vikulaun. Hér má sjá laun allra leikmanna Liverpool samkvæmt samantekt Sportrac. Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Liverpool greiðir leikmönnum sínum 110 millónir punda í laun á hverju ári eða 17,7 milljarða íslenskra króna. Sportrac hefur tekið saman laun allra leikmanna Liverpool liðsins og þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Það kemur engum á óvart að Mohamed Salah sé launahæsti leikmaður Liverpool liðsins en margir lykilmenn liðsins eru aftur á móti mun neðar á launalistanum. Hér er þó aðeins á ferðinni hráar launagreiðslur sem leikmenn fá frá félaginu en þar teljast ekki með bónusgreiðslur eða auglýsingasamningar leikmanna. Leikmenn vinna sér oft inn mikla peninga frá styrktaraðilum eða í gegnum auglýsingasamninga. Gott gengi Liverpool liðsins að undanförnu þýðir líka að leikmenn Liverpool ættu að vera fá veglega bónusa ofan á launin sín. Alexander-Arnold - £40,000-per-week Robertson - £50,000-per-week Salah - £200,000-per-week The awkward moment when Mane realises Lallana is getting paid more than him https://t.co/hulsArZCzT— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 5, 2020 Egyptinn Mohamed Salah fær tvö hundruð þúsund pund í vikulaun eða meira en 32 milljónir íslenskra króna. Næstlaunahæstu leikmenn Liverpool liðsins eru þeir og með 180 þúsund pund í vikulaun en það gera 28,9 milljónir í íslenskum krónum. Það þarf að fara niður í níunda sætið til að finna Sadio Mané sem fær í viku verri aðeins helminginn af því sem Salah fær. Mané er með hundrað þúsund pund í vikulaun eða sextán milljónir íslenskra króna. Leikmenn Liverpool sem fá hærri laun en Mané eru þeir Mohamed Salah (200 þúsund pund á viku), Roberto Firmino (180 þúsund pund), Virgil Van Dijk (180 þúsund pund), Jordan Henderson (140 þúsund pund), James Milner (140 þúsund pund), Naby Keita (120 þúsund pund) og Alex Oxlade-Chamberlain (120 þúsund pund). Adam Lallana fær síðan tíu þúsund pundum meira á viku en Mané eða 1,6 milljónum meira í viku hverri. Það eru fleiri lykilmenn Liverpool sem eru að fá mun minna eins og bakverðirnir Andrew Robertson og Tren Alexander-Arnold sem eru samanalagt með „aðeins“ 90 þúsund pund á viku. Andrew Robertson fær 50 þúsund pund í vikulaun en Alexander-Arnold 40 þúsund pund. Miðað við frammistöðu þeirra síðustu misseri eiga þeir örugglega von á því að fá betri samning. Annar sem gæti líka fengið launahækkun er miðvörðurinn Joe Gomez sem er með 28 þúsund pund í vikulaun. Hér má sjá laun allra leikmanna Liverpool samkvæmt samantekt Sportrac.
Enski boltinn Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira