Sportpakkinn: Ungur Sílemaður með forystu á meistaramótinu í golfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. janúar 2020 15:30 Joaquin Niemann leiðir á meistaramótinu í golfi á Hawaii. vísir/ap Fyrsta mót ársins á PGA-mótaröðinni í golfi hófst á Hawaii í gærkvöldi. Sigurvegarar á mótum síðustu keppnistíðar keppa á mótinu. Ekki eru allir sigurvegar frá í fyrra með en 34 kylfingar keppa á Hawaii. Arnar Björnsson tók saman frétt um mótið. Joaquin Niemann, 21 árs Sílemaður, vann Military mótið í september. Það var hans fyrsti sigur á PGA mótaröðinni. Niemann lék með alþjóðaliðinu í Forsetabikarnum þar náði hann aðeins hálfum vinningi en tapaði tveimur leikjum. Niemann lék best í gær, fékk sjö fugla og paraði hinar holurnar. Justin Thomas vann tvö mót í fyrra, í ágúst og í október og er í fjórða sæti heimslistans. Hann lék á 67 höggum, fékk sex fugla og paraði hinar holurnar. Matt Kuchar vann Sony mótið í byrjun síðasta árs. Á 20 árum sem atvinnumaður státar hann af níu sigrum í PGA-mótaröðinni. Kuchar fékk örn á fimmtu brautinni og er í 3. sæti ásamt Ricky Fowler, á fimm höggum undir pari. Fowler fékk sex fugla og einn skolla á hringnum. Hann er í 23. sæti heimslistans, sæti á undan Matt Kuchar. Fowler vann sinn fimmta sigur í PGA mótaröðinni í febrúar, tveimur árum eftir að hann vann fjórða sigurinn. Xander Schauffele sigraði á mótinu í fyrra. Hann er ásamt fjórum öðrum á fjórum höggum undir pari. Tveir efstu menn heimslistans, Brooks Koepka og Rory McIllroy keppa ekki á mótinu í Hawai en Jon Rahm, stigameistarinn í Evrópumótaröðinni og þriðji á heimslistanum, lék á fjórum höggum undir pari og er þremur höggum á eftir Joaquin Niemann. Bein útsending frá öðrum hring byrjar á Stöð 2 Golf klukkan 23:00 í kvöld. Fréttina má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Meistaramótið í golfi hófst í gær á Hawaii Golf Sportpakkinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Fyrsta mót ársins á PGA-mótaröðinni í golfi hófst á Hawaii í gærkvöldi. Sigurvegarar á mótum síðustu keppnistíðar keppa á mótinu. Ekki eru allir sigurvegar frá í fyrra með en 34 kylfingar keppa á Hawaii. Arnar Björnsson tók saman frétt um mótið. Joaquin Niemann, 21 árs Sílemaður, vann Military mótið í september. Það var hans fyrsti sigur á PGA mótaröðinni. Niemann lék með alþjóðaliðinu í Forsetabikarnum þar náði hann aðeins hálfum vinningi en tapaði tveimur leikjum. Niemann lék best í gær, fékk sjö fugla og paraði hinar holurnar. Justin Thomas vann tvö mót í fyrra, í ágúst og í október og er í fjórða sæti heimslistans. Hann lék á 67 höggum, fékk sex fugla og paraði hinar holurnar. Matt Kuchar vann Sony mótið í byrjun síðasta árs. Á 20 árum sem atvinnumaður státar hann af níu sigrum í PGA-mótaröðinni. Kuchar fékk örn á fimmtu brautinni og er í 3. sæti ásamt Ricky Fowler, á fimm höggum undir pari. Fowler fékk sex fugla og einn skolla á hringnum. Hann er í 23. sæti heimslistans, sæti á undan Matt Kuchar. Fowler vann sinn fimmta sigur í PGA mótaröðinni í febrúar, tveimur árum eftir að hann vann fjórða sigurinn. Xander Schauffele sigraði á mótinu í fyrra. Hann er ásamt fjórum öðrum á fjórum höggum undir pari. Tveir efstu menn heimslistans, Brooks Koepka og Rory McIllroy keppa ekki á mótinu í Hawai en Jon Rahm, stigameistarinn í Evrópumótaröðinni og þriðji á heimslistanum, lék á fjórum höggum undir pari og er þremur höggum á eftir Joaquin Niemann. Bein útsending frá öðrum hring byrjar á Stöð 2 Golf klukkan 23:00 í kvöld. Fréttina má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Meistaramótið í golfi hófst í gær á Hawaii
Golf Sportpakkinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira