Telur fráleitt að banna flugelda hér á landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. janúar 2020 19:30 Jón Gunnarsson þingmaður segir að herða þurfi reglugerð í kringum innflutning og sölu á flugeldum. Vísir/Vilhelm Starfshópur sem nú ræðir framtíðartilhögun flugeldasölu er kominn langt með sína vinnu. Flugeldasala í ár var svipuð og á síðasta ári en álit almennings breytist á milli ára. Jón Gunnarsson þingmaður er fulltrúi dómsmálaráðuneytisins í starfshópnum og ræddi málefnið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það eru kannski eitthvað misjafnar skoðanir um það hversu langt á að ganga í þessu en það kemur í ljós þegar að tillögurnar birtast frá þessum vinnuhópi.“ Jón segir að vinnan hafi tekið meiri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi, en það sé eðlilegt því of stuttur tími hafi verið áætlaður í verkefnið. „Við erum búin að hitta fjölda fólks, hagsmunaaðila og sérfræðinga á þessu sviði og safna í sarpinn upplýsingum. Það er óumdeilt að flugeldum fylgir svifriksmengun. Hún er mjög mismunandi eftir veðurfarslegum aðstæðum. Til að mynda um þessi áramót, þá var sólarhringsmælingin á þeim mælum sem hafa slegið hvað hæst hér á höfuðborgarsvæðinu hún náði ekki heilsufarsmörkum, fór ekki yfir þau.“ Styttri tímarammi fyrir flugelda Hann segir að veðrið hafi orsakað slæmu mælingarnar sem komu út hér síðustu tvö áramót á undan. Við þessu þurfi að bregðast. Ef veður sé of gott ætti jafnvel að sleppa því að kveikja í brennum og hvetja fólk til þess að skjóta ekki eins mikið af flugeldum upp. Hann vildi þó ekki gefa upp niðurstöður starfshópsins og sagði að hugsanlega yrðu ekki allir meðlimir sammála. „Mér finnst það blasa við að það er augljóslega hægt að grípa til ýmissa ráðstafana. Til að mynda held ég að við séum alveg sammála um það að það sé eðlilegt og sjálfsagt að stytta þann tíma sem heimilt er að skjóta upp flugeldum.“ Nefndi hann að sprengingar í aðdraganda gamlárskvölds séu algjörlega ástæðulausar. Bera þurfi tillit til fólks og dýra. „Að takmarka þetta við gamlárskvöld og kannski nýárskvöld að einhverju leiti og svo á þrettándanum svona restarnar.“ Jón telur líka að það þurfi að gera meira af mælingum og huga vel að staðsetningum brenna. „Ég held að í sjálfu sér að við bönnum þetta aldrei en tilmælum er hægt að koma til fólks og upplýsa það með góðri umræðu, upplýstri umræðu um það til hvaða ráðstafana er hægt að grípa og hvenær þær aðstæður eru sem að við eigum hreinlega að draga úr því að skjóta upp. Frekar en að banna flugelda væri hægt að setja frekari takmarkanir og tilmæli ef aðstæður krefjist þess. „Þá eins að þeir sem eru viðkvæmir og ung börn og slíkt að þeim verði þá haldið innandyra í þennan stutta tíma sem þetta mesta gengur yfir. Enda má segja að bannið myndi leiða til þess að enginn væri sérstaklega að fara út á áramótunum, við erum jú fyrst og fremst að fara út til að njóta dýrðarinnar og áhrifanna af þessum skothríðum.“ Jón segir að það sé hægt að hlífa dýrum með því að stytta skottíma flugelda hér á landi.Getty/Ingo Gerlach Sýningarvörur notaðar í íbúðarhverfum Jón segir að ekki megi gleyma jákvæðum hliðum málsins, flugeldar lýsi til dæmis upp skammdegið. „Við gerum þetta líka til að hafa gaman um leið og við erum að styrkja gott málefni. Við þurfum líka að þrengja mjög reglurnar varðandi innflutning og meðferð á þessum vörum.“ Nefnir hann sem dæmi að í úttekt á vegum Landsbjargar hafi komið í ljós að almenningur væri að skjóta upp í íbúðarhverfum, sýningarvörum sem ætti bara að nota á flugeldasýningum og aðeins þjálfaðir einstaklingar ættu að skjóta þeim upp. Jón segir að hugmyndir um að banna notkun og innflutning flugelda hér á landi hafi verið viðraðar innan starfshópsins. „Það tel ég vera alveg fráleitt“ Afstaða almennings hefur breyst töluvert en samkvæmt nýrri könnun Maskínu vilja 37 prósent óbreytt fyrirkomulag á flugeldasölu. Þá vill fólk heldur takmarkanir á flugeldasölu en tæp 32 prósent vilja leyfa eingöngu sölu til aðila sem eru með flugeldasýningar og tæp 23 prósent vilja leyfa sölu til einstaklinga með takmörkunum á magni. Rúm átta prósent vilja banna flugelda alfarið og hefur að aukist um tæp tvö prósent frá því í fyrra. Jón segir að niðurstöðurnar frá starfshópnum séu væntanlegar í þessum mánuði, áður en innkaupaaðilar versla inn flugelda fyrir næstu áramót. Viðtalið við Jón má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Áramót Flugeldar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Tuttugu útköll vegna elds og fimmtíu sjúkraflutningar í nótt Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast á nýársnótt. 1. janúar 2020 14:30 „Okkar samfélagslega ábyrgð að reyna að minnka þessar þjáningar“ Þóra Jónasdóttir, dýralæknir, segir öll dýr að eðlisfari hrædd við skot og læti. 30. desember 2019 11:00 Segja flugeldasölu svipaða á milli ára Flugeldasala er nú í hámarki fyrir morgundaginn. Flugeldasalar segja söluna góða þó hún fari hægt af stað. Þar á meðal er Íþróttafélag Reykjavíkur sem býður viðskiptavinum sínum að kolefnisjafna flugeldakaupin. 30. desember 2019 20:00 Borgin varar við svifryksmengun um áramótin Miðað við reynslu ára gæti nýrársdagur orðið fyrsti svifryksdagur ársins, að sögn borgaryfirvalda. Þó er búist við úrkomu á nýársdag. 30. desember 2019 16:33 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Starfshópur sem nú ræðir framtíðartilhögun flugeldasölu er kominn langt með sína vinnu. Flugeldasala í ár var svipuð og á síðasta ári en álit almennings breytist á milli ára. Jón Gunnarsson þingmaður er fulltrúi dómsmálaráðuneytisins í starfshópnum og ræddi málefnið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það eru kannski eitthvað misjafnar skoðanir um það hversu langt á að ganga í þessu en það kemur í ljós þegar að tillögurnar birtast frá þessum vinnuhópi.“ Jón segir að vinnan hafi tekið meiri tíma en gert var ráð fyrir í upphafi, en það sé eðlilegt því of stuttur tími hafi verið áætlaður í verkefnið. „Við erum búin að hitta fjölda fólks, hagsmunaaðila og sérfræðinga á þessu sviði og safna í sarpinn upplýsingum. Það er óumdeilt að flugeldum fylgir svifriksmengun. Hún er mjög mismunandi eftir veðurfarslegum aðstæðum. Til að mynda um þessi áramót, þá var sólarhringsmælingin á þeim mælum sem hafa slegið hvað hæst hér á höfuðborgarsvæðinu hún náði ekki heilsufarsmörkum, fór ekki yfir þau.“ Styttri tímarammi fyrir flugelda Hann segir að veðrið hafi orsakað slæmu mælingarnar sem komu út hér síðustu tvö áramót á undan. Við þessu þurfi að bregðast. Ef veður sé of gott ætti jafnvel að sleppa því að kveikja í brennum og hvetja fólk til þess að skjóta ekki eins mikið af flugeldum upp. Hann vildi þó ekki gefa upp niðurstöður starfshópsins og sagði að hugsanlega yrðu ekki allir meðlimir sammála. „Mér finnst það blasa við að það er augljóslega hægt að grípa til ýmissa ráðstafana. Til að mynda held ég að við séum alveg sammála um það að það sé eðlilegt og sjálfsagt að stytta þann tíma sem heimilt er að skjóta upp flugeldum.“ Nefndi hann að sprengingar í aðdraganda gamlárskvölds séu algjörlega ástæðulausar. Bera þurfi tillit til fólks og dýra. „Að takmarka þetta við gamlárskvöld og kannski nýárskvöld að einhverju leiti og svo á þrettándanum svona restarnar.“ Jón telur líka að það þurfi að gera meira af mælingum og huga vel að staðsetningum brenna. „Ég held að í sjálfu sér að við bönnum þetta aldrei en tilmælum er hægt að koma til fólks og upplýsa það með góðri umræðu, upplýstri umræðu um það til hvaða ráðstafana er hægt að grípa og hvenær þær aðstæður eru sem að við eigum hreinlega að draga úr því að skjóta upp. Frekar en að banna flugelda væri hægt að setja frekari takmarkanir og tilmæli ef aðstæður krefjist þess. „Þá eins að þeir sem eru viðkvæmir og ung börn og slíkt að þeim verði þá haldið innandyra í þennan stutta tíma sem þetta mesta gengur yfir. Enda má segja að bannið myndi leiða til þess að enginn væri sérstaklega að fara út á áramótunum, við erum jú fyrst og fremst að fara út til að njóta dýrðarinnar og áhrifanna af þessum skothríðum.“ Jón segir að það sé hægt að hlífa dýrum með því að stytta skottíma flugelda hér á landi.Getty/Ingo Gerlach Sýningarvörur notaðar í íbúðarhverfum Jón segir að ekki megi gleyma jákvæðum hliðum málsins, flugeldar lýsi til dæmis upp skammdegið. „Við gerum þetta líka til að hafa gaman um leið og við erum að styrkja gott málefni. Við þurfum líka að þrengja mjög reglurnar varðandi innflutning og meðferð á þessum vörum.“ Nefnir hann sem dæmi að í úttekt á vegum Landsbjargar hafi komið í ljós að almenningur væri að skjóta upp í íbúðarhverfum, sýningarvörum sem ætti bara að nota á flugeldasýningum og aðeins þjálfaðir einstaklingar ættu að skjóta þeim upp. Jón segir að hugmyndir um að banna notkun og innflutning flugelda hér á landi hafi verið viðraðar innan starfshópsins. „Það tel ég vera alveg fráleitt“ Afstaða almennings hefur breyst töluvert en samkvæmt nýrri könnun Maskínu vilja 37 prósent óbreytt fyrirkomulag á flugeldasölu. Þá vill fólk heldur takmarkanir á flugeldasölu en tæp 32 prósent vilja leyfa eingöngu sölu til aðila sem eru með flugeldasýningar og tæp 23 prósent vilja leyfa sölu til einstaklinga með takmörkunum á magni. Rúm átta prósent vilja banna flugelda alfarið og hefur að aukist um tæp tvö prósent frá því í fyrra. Jón segir að niðurstöðurnar frá starfshópnum séu væntanlegar í þessum mánuði, áður en innkaupaaðilar versla inn flugelda fyrir næstu áramót. Viðtalið við Jón má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Áramót Flugeldar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Tuttugu útköll vegna elds og fimmtíu sjúkraflutningar í nótt Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast á nýársnótt. 1. janúar 2020 14:30 „Okkar samfélagslega ábyrgð að reyna að minnka þessar þjáningar“ Þóra Jónasdóttir, dýralæknir, segir öll dýr að eðlisfari hrædd við skot og læti. 30. desember 2019 11:00 Segja flugeldasölu svipaða á milli ára Flugeldasala er nú í hámarki fyrir morgundaginn. Flugeldasalar segja söluna góða þó hún fari hægt af stað. Þar á meðal er Íþróttafélag Reykjavíkur sem býður viðskiptavinum sínum að kolefnisjafna flugeldakaupin. 30. desember 2019 20:00 Borgin varar við svifryksmengun um áramótin Miðað við reynslu ára gæti nýrársdagur orðið fyrsti svifryksdagur ársins, að sögn borgaryfirvalda. Þó er búist við úrkomu á nýársdag. 30. desember 2019 16:33 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Tuttugu útköll vegna elds og fimmtíu sjúkraflutningar í nótt Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast á nýársnótt. 1. janúar 2020 14:30
„Okkar samfélagslega ábyrgð að reyna að minnka þessar þjáningar“ Þóra Jónasdóttir, dýralæknir, segir öll dýr að eðlisfari hrædd við skot og læti. 30. desember 2019 11:00
Segja flugeldasölu svipaða á milli ára Flugeldasala er nú í hámarki fyrir morgundaginn. Flugeldasalar segja söluna góða þó hún fari hægt af stað. Þar á meðal er Íþróttafélag Reykjavíkur sem býður viðskiptavinum sínum að kolefnisjafna flugeldakaupin. 30. desember 2019 20:00
Borgin varar við svifryksmengun um áramótin Miðað við reynslu ára gæti nýrársdagur orðið fyrsti svifryksdagur ársins, að sögn borgaryfirvalda. Þó er búist við úrkomu á nýársdag. 30. desember 2019 16:33