Martraðamánuðir Jürgen Klopp eru framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 11:30 Jürgen Klopp hefur aðeins stýrt Liverpool til sigurs í 12 af 29 deildarleikjum í janúar og febrúar. Getty/John Powell Það er óhætt að segja að janúar og febrúar séu þeir tveir mánuðir þar sem Liverpool hefur verið í mestum vandræðum í stjóratíð. Það er því þar sem vonir Leicester City og Manchester City liggja ætli þau að vinna upp gott forskot Liverpool liðsins á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta verkefni Liverpool á nýju ári er í kvöld þegar liðið fær nýliða Sheffield United í heimsókn á Anfield. Með sigri nær Liverpool aftur þrettán stiga forystu á toppnum. Það var vissulega nóg að gera hjá Liverpool liðinu í desember en liðið stóðst álagið fullkomlega, tryggði sér sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða og jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að missa úr einn leik sem liðið án nú inni á næstu lið. Jólin og áramótin eru hins vegar að baki og fyrstu mánuðir ársins hafa verið hálfgerðir matraðarmánuðir hjá Liverpool síðan að Jürgen Klopp settist í stjórastól félagsins. Liverpool have won only 12 out of 29 league games in January & February under Jürgen Klopp. Now it's time to put this historical trend to bed in 2020. https://t.co/0ovX837aoa— Liverpool.com (@Liverpoolcom_) January 1, 2020 Liverpool tapaði níu stigum á þessum tveimur mánuðum á tímabilinu í fyrra en 52,9 prósent stiganna sem liðið missti af á allri leiktíðinni. Eina deildartap liðsins á tímabilinu kom líka í fyrsta leik ársins sem var á móti Manchester City. Að auki gerði Liverpool liðið jafntefli á móti Leicester City, West Ham United og Manchester United. Þegar upp var staðið var Liverpool aðeins einu stigi frá Englandsmeistaratitlinum og þá er auðvelt að horfa til baka og á vandræði liðsins í fyrstu tveimur mánuðum ársins. Það gekk betur í janúar og febrúar 2018 en árið þar á undan vann Liverpool aðeins einn af sjö deildarleikjum sínum í fyrstu tveimur mánuðum ársins 2017. Liðið tapaði þá fyrir West Ham, Manchester United og Leicester. Samanlagt þá hefur Liverpool aðeins unnið 41,4 prósent deildarleikja sinna í janúar og febrúar síðan að Jürgen Klopp tók við. Liverpool hefur alls unnið 68,3 prósent leikja sinna undir stjórn Klopp þannig að þarna er mikill munur á. Síðan að febrúar lauk í fyrra hefur Liverpool nánast unnið alla leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur spilað 36 deildarleiki í röð án taps og alls náð í 82 stig af 84 mögulegum í síðustu 28 deildarleikjum sínum. Liðið ætti líka að endurheimta menn eins Fabinho, Joel Matip og Dejan Lovren á næstu vikum en þeir misstu allir mikið úr í lok ársins. Þá hefur Liverpool einnig bætt Japananum Takumi Minamino við leikmannahóp sinn. Nú er það spurning hvort martraðarmánuðir Jürgen Klopp haldi áfram og hvort að liðið komi með smá spennu aftur í titilbaráttunni með því að misstíga sig enn á ný á þessum tíma ársins. Það gæti gefið góð fyrirheit að sjá hvernig gengur á móti skeinuhættum nýliðum í kvöld. Enski boltinn Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Það er óhætt að segja að janúar og febrúar séu þeir tveir mánuðir þar sem Liverpool hefur verið í mestum vandræðum í stjóratíð. Það er því þar sem vonir Leicester City og Manchester City liggja ætli þau að vinna upp gott forskot Liverpool liðsins á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta verkefni Liverpool á nýju ári er í kvöld þegar liðið fær nýliða Sheffield United í heimsókn á Anfield. Með sigri nær Liverpool aftur þrettán stiga forystu á toppnum. Það var vissulega nóg að gera hjá Liverpool liðinu í desember en liðið stóðst álagið fullkomlega, tryggði sér sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða og jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að missa úr einn leik sem liðið án nú inni á næstu lið. Jólin og áramótin eru hins vegar að baki og fyrstu mánuðir ársins hafa verið hálfgerðir matraðarmánuðir hjá Liverpool síðan að Jürgen Klopp settist í stjórastól félagsins. Liverpool have won only 12 out of 29 league games in January & February under Jürgen Klopp. Now it's time to put this historical trend to bed in 2020. https://t.co/0ovX837aoa— Liverpool.com (@Liverpoolcom_) January 1, 2020 Liverpool tapaði níu stigum á þessum tveimur mánuðum á tímabilinu í fyrra en 52,9 prósent stiganna sem liðið missti af á allri leiktíðinni. Eina deildartap liðsins á tímabilinu kom líka í fyrsta leik ársins sem var á móti Manchester City. Að auki gerði Liverpool liðið jafntefli á móti Leicester City, West Ham United og Manchester United. Þegar upp var staðið var Liverpool aðeins einu stigi frá Englandsmeistaratitlinum og þá er auðvelt að horfa til baka og á vandræði liðsins í fyrstu tveimur mánuðum ársins. Það gekk betur í janúar og febrúar 2018 en árið þar á undan vann Liverpool aðeins einn af sjö deildarleikjum sínum í fyrstu tveimur mánuðum ársins 2017. Liðið tapaði þá fyrir West Ham, Manchester United og Leicester. Samanlagt þá hefur Liverpool aðeins unnið 41,4 prósent deildarleikja sinna í janúar og febrúar síðan að Jürgen Klopp tók við. Liverpool hefur alls unnið 68,3 prósent leikja sinna undir stjórn Klopp þannig að þarna er mikill munur á. Síðan að febrúar lauk í fyrra hefur Liverpool nánast unnið alla leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur spilað 36 deildarleiki í röð án taps og alls náð í 82 stig af 84 mögulegum í síðustu 28 deildarleikjum sínum. Liðið ætti líka að endurheimta menn eins Fabinho, Joel Matip og Dejan Lovren á næstu vikum en þeir misstu allir mikið úr í lok ársins. Þá hefur Liverpool einnig bætt Japananum Takumi Minamino við leikmannahóp sinn. Nú er það spurning hvort martraðarmánuðir Jürgen Klopp haldi áfram og hvort að liðið komi með smá spennu aftur í titilbaráttunni með því að misstíga sig enn á ný á þessum tíma ársins. Það gæti gefið góð fyrirheit að sjá hvernig gengur á móti skeinuhættum nýliðum í kvöld.
Enski boltinn Mest lesið Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn