Fórnarlamb sveðjuárásar gæti verið lamað það sem eftir er ævinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. janúar 2020 18:03 Ráðist var inn á heimili rabbína þar sem gestir höfðu komið saman til að fagna Hanukkah. AP/Julius Constantine Motal Maður sem var særður í árás á heimili rabbína í Bandaríkjunum þann 29. desember síðastliðinn er talinn hafa hlotið varanlegan heilaskaða og gæti verið lamaður að hluta það sem eftir er ævinnar. Þetta segir fjölskylda mannsins í yfirlýsingu. Ráðist var á heimili rabbína í bænum Monsey, norður af New York þann 29. desember síðastliðinn, þar sem gestir höfðu safnast saman til að fagna ljósahátíðinni Hanukkah. Árásarmaðurinn særði fimm manns með sveðju sem hann notaði í árásinni. Yfirlýsing fjölskyldu Josef Neumann var birt af nefnd um málefni strangtrúaðra gyðinga auk mjög grafískrar ljósmyndar sem sýnir áverkana á höfði Neumann. Á myndinni sést Neumann í alvarlegu ástandi í sjúkrarúmi með miklar bólgur í andliti. Sveðjan, sem notuð var í árásinni er 46 cm löng, og fór hún í gegn um höfuðkúpu Neumann. Hægri handleggur Nuemann er líka illa farinn eftir árásina. Árásin hefur verið skilgreind sem hatursglæpur og hafa gyðingar víðs vegar um heiminn deilt eigin upplifun á gyðingafordómum á samfélagsmiðlum með því að nota myllumerkið #MeJew. Maðurinn sem grunaður er um glæpinn heitir Grafton Thomas og er 37 ára gamall. Hann hefur verið ákærður fyrir glæpinn. Hann hefur neitað sök í öllum ákæruliðum. Bandaríkin Tengdar fréttir Fimm særðir eftir sveðjuárás á heimili rabbína í New York Gestir höfðu safnast saman til að fagna ljósahátíðinni Hanukkah þegar árásarmaðurinn ruddist inn. 29. desember 2019 07:55 Bandaríkjamenn sameinist gegn gyðingaandúð Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt samlanda sína til þess að sína samstöðu í kjölfar stunguárásar á heimili rabbína í New York-fylki í gær. 29. desember 2019 20:25 Boðar frekari aðgerðir vegna tíðra árása á gyðinga Borgarstjóri New York borgar hefur tilkynnt um ýmis úrræði sem ætlað er að takast á við það sem hann kallar neyðarástand þegar kemur að árásum á gyðinga í borginni. 30. desember 2019 07:35 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Maður sem var særður í árás á heimili rabbína í Bandaríkjunum þann 29. desember síðastliðinn er talinn hafa hlotið varanlegan heilaskaða og gæti verið lamaður að hluta það sem eftir er ævinnar. Þetta segir fjölskylda mannsins í yfirlýsingu. Ráðist var á heimili rabbína í bænum Monsey, norður af New York þann 29. desember síðastliðinn, þar sem gestir höfðu safnast saman til að fagna ljósahátíðinni Hanukkah. Árásarmaðurinn særði fimm manns með sveðju sem hann notaði í árásinni. Yfirlýsing fjölskyldu Josef Neumann var birt af nefnd um málefni strangtrúaðra gyðinga auk mjög grafískrar ljósmyndar sem sýnir áverkana á höfði Neumann. Á myndinni sést Neumann í alvarlegu ástandi í sjúkrarúmi með miklar bólgur í andliti. Sveðjan, sem notuð var í árásinni er 46 cm löng, og fór hún í gegn um höfuðkúpu Neumann. Hægri handleggur Nuemann er líka illa farinn eftir árásina. Árásin hefur verið skilgreind sem hatursglæpur og hafa gyðingar víðs vegar um heiminn deilt eigin upplifun á gyðingafordómum á samfélagsmiðlum með því að nota myllumerkið #MeJew. Maðurinn sem grunaður er um glæpinn heitir Grafton Thomas og er 37 ára gamall. Hann hefur verið ákærður fyrir glæpinn. Hann hefur neitað sök í öllum ákæruliðum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fimm særðir eftir sveðjuárás á heimili rabbína í New York Gestir höfðu safnast saman til að fagna ljósahátíðinni Hanukkah þegar árásarmaðurinn ruddist inn. 29. desember 2019 07:55 Bandaríkjamenn sameinist gegn gyðingaandúð Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt samlanda sína til þess að sína samstöðu í kjölfar stunguárásar á heimili rabbína í New York-fylki í gær. 29. desember 2019 20:25 Boðar frekari aðgerðir vegna tíðra árása á gyðinga Borgarstjóri New York borgar hefur tilkynnt um ýmis úrræði sem ætlað er að takast á við það sem hann kallar neyðarástand þegar kemur að árásum á gyðinga í borginni. 30. desember 2019 07:35 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Fimm særðir eftir sveðjuárás á heimili rabbína í New York Gestir höfðu safnast saman til að fagna ljósahátíðinni Hanukkah þegar árásarmaðurinn ruddist inn. 29. desember 2019 07:55
Bandaríkjamenn sameinist gegn gyðingaandúð Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt samlanda sína til þess að sína samstöðu í kjölfar stunguárásar á heimili rabbína í New York-fylki í gær. 29. desember 2019 20:25
Boðar frekari aðgerðir vegna tíðra árása á gyðinga Borgarstjóri New York borgar hefur tilkynnt um ýmis úrræði sem ætlað er að takast á við það sem hann kallar neyðarástand þegar kemur að árásum á gyðinga í borginni. 30. desember 2019 07:35