Markasúpa í Reykjavíkurmótinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2020 22:30 Fylkir kom til baka og lagði Fjölni í miklum markaleik. Vísir/Daníel Þór Leikur Fylkis og Fjölnis í Egilshöllinni var mikið fyrir augað en bæði lið ákváðu að skilja varnarleikinn eftir heima. Kristófer Óskar Óskarsson kom Fjölni yfir á 17. mínútu leiksins og bætti við öðru marki sínu sem og Fjölnis á þeirri 26. Aðeins 14 mínútum síðar höfðu Fylkismenn jafnað metin þökk sé mörkum frá Valdimari Þór Ingimudnarssyni, úr vítaspyrnu, og Þórði Gunnari Hafþórssyni. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Ingibergur Sigurðarson komið Fjölni yfir og staðan því 3-2 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson metin í 3-3 áður en varnarmennirnir Ásgeir Eyþórsson og Orri Svenn Stefánsson bættu við mörkum. Lokatölur 5-3 í hörku leik. Fjölnir er sem stendur með sex stig eftir fjóra leiki á meðan þetta var fyrsti sigur Fylkis en liðið hefur leikið þrjá leiki til þessa. Þá vann KR 2-0 sigur á Þrótti Reykjavík. Hjalti Sigurðsson fékk að líta rauða spjaldið strax á 6. mínútu leiksins en það kom ekki að sök fyrir KR-inga. Ástbjörn Þórðarson skoraði sex mínutum síðar og var það eina mark fyrri hálfleiks. Tobias Thomsen skoraði seinna mark KR undir lok leiksins en hann hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik. Íslandsmeistarar KR stilltu upp nokkuð ungu byrjunarliði miðað við venjulega. Þeir Ómar Castaldo Einarsson, Oddur Ingi Bjarnason, Stefán Árni Geirsson, Hjalti Sigurðsson (sem spilaði aðeins sex mínútur) og Þorsteinn Örn Bernharðsson voru allir í byrjunarliði KR. Hvort Þorrablót KR-inga í gærkvöldi spili inn í ástæður þess að eldri leikmenn voru geymdir á bekknum í kvöld verður látið liggja milli hluta. Báðir þessir leikir voru í A-riðli. Í A-riðlinum kvenna megin unnu Ísalndsmeistarar Vals 4-1 sigur á 1. deildarliði Fjölnis en staðan var 1-1 í hálfleik. Ída Marín Hermannsdóttir hafði komið Val yfir á 17. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sara Montoro metin. Það var svo á 56. mínútu sem Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Val í 2-1 áður en Hlín Eiríksdóttir bætti við tveimur mörkum og lokatölur því eins og áður kom fram 4-1. Var þetta fyrsti sigur Vals í mótinu eftir að hafa tapað óvænt 2-1 fyrir Fylki í 1. umferð. Fjölnir er án stiga eftir tvær umferðir. Íslenski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Leikur Fylkis og Fjölnis í Egilshöllinni var mikið fyrir augað en bæði lið ákváðu að skilja varnarleikinn eftir heima. Kristófer Óskar Óskarsson kom Fjölni yfir á 17. mínútu leiksins og bætti við öðru marki sínu sem og Fjölnis á þeirri 26. Aðeins 14 mínútum síðar höfðu Fylkismenn jafnað metin þökk sé mörkum frá Valdimari Þór Ingimudnarssyni, úr vítaspyrnu, og Þórði Gunnari Hafþórssyni. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Ingibergur Sigurðarson komið Fjölni yfir og staðan því 3-2 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson metin í 3-3 áður en varnarmennirnir Ásgeir Eyþórsson og Orri Svenn Stefánsson bættu við mörkum. Lokatölur 5-3 í hörku leik. Fjölnir er sem stendur með sex stig eftir fjóra leiki á meðan þetta var fyrsti sigur Fylkis en liðið hefur leikið þrjá leiki til þessa. Þá vann KR 2-0 sigur á Þrótti Reykjavík. Hjalti Sigurðsson fékk að líta rauða spjaldið strax á 6. mínútu leiksins en það kom ekki að sök fyrir KR-inga. Ástbjörn Þórðarson skoraði sex mínutum síðar og var það eina mark fyrri hálfleiks. Tobias Thomsen skoraði seinna mark KR undir lok leiksins en hann hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik. Íslandsmeistarar KR stilltu upp nokkuð ungu byrjunarliði miðað við venjulega. Þeir Ómar Castaldo Einarsson, Oddur Ingi Bjarnason, Stefán Árni Geirsson, Hjalti Sigurðsson (sem spilaði aðeins sex mínútur) og Þorsteinn Örn Bernharðsson voru allir í byrjunarliði KR. Hvort Þorrablót KR-inga í gærkvöldi spili inn í ástæður þess að eldri leikmenn voru geymdir á bekknum í kvöld verður látið liggja milli hluta. Báðir þessir leikir voru í A-riðli. Í A-riðlinum kvenna megin unnu Ísalndsmeistarar Vals 4-1 sigur á 1. deildarliði Fjölnis en staðan var 1-1 í hálfleik. Ída Marín Hermannsdóttir hafði komið Val yfir á 17. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sara Montoro metin. Það var svo á 56. mínútu sem Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Val í 2-1 áður en Hlín Eiríksdóttir bætti við tveimur mörkum og lokatölur því eins og áður kom fram 4-1. Var þetta fyrsti sigur Vals í mótinu eftir að hafa tapað óvænt 2-1 fyrir Fylki í 1. umferð. Fjölnir er án stiga eftir tvær umferðir.
Íslenski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti