Attenborough segir komið að ögurstundu fyrir loftslagsaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2020 12:35 Attenborough, sem er 93 ára gamall, er dáður um allan heim fyrir fjölda náttúrulífsþátta sem hann hefur kynnt um áratugaskeið. Vísir/EPA Breski náttúrufræðingurinn og dagskrárgerðarmaðurinn David Attenborough segir að þjóðir heims hafi dregið lappirnar of lengi í að bregðast við loftslagsbreytingum af völdum manna og að „komið sé að ögurstundu“. Því lengur sem beðið sé með aðgerðir, þeim mun erfiðara verði að ná árangri. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Attenborough að það sé „augljós þvæla“ að sumir stjórnmálamenn og álitsgjafar haldi því fram að gróðureldar sem hafa geisað í Ástralíu tengist ekki hlýnandi loftslagi jarðar. „Í þessum töluðu orðum brennur Suðaustur-Ástralía. Hvers vegna? Vegna þess að hitastig jarðar hækkar,“ segir Attenborough og bendir á að menn viti fullvell að athafnir manna valdi hnattrænni hlýnun. Gagnrýnir hann að lítill árangur hafi orðið af viðræðum ríkja heim um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Síðasti loftslagsfundur Sameinuðu þjóðanna sem fór fram í Madrid í desember þótti misheppnaður. „Þetta er brýnt vandamál sem verður að leysa og það sem meira er, þá vitum við hvernig á að gera það. Það er það þversagnarkennda, að við neitum að stíga þau skref sem við vitum að verður að taka,“ segir náttúrufræðingurinn heimsþekkti. Markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum er að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við 2°C fyrir lok aldarinnar og helst 1,5°C. Miðað við núverandi losun gæti hlýnun aftur á móti frekar náð 3°C eða meira. Vísindamenn vara við því að með áframhaldandi hlýnun verði skæðar hitabylgjur, þurrkar, úrhelli og veðuröfgar tíðari og að strandsvæði verði í vaxandi hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. „Hvert ár sem líður þýðir að erfiðara og erfiðara verður að ná þessum skrefum,“ segir Attenborough. Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Heitustu tíu ár sögunnar Síðustu tíu ár eru þau heitustu frá því að mælingar hófust. Af þeim árum eru átta af tíu heitustu árum sögunnar. 15. janúar 2020 16:45 Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03 Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Breski náttúrufræðingurinn og dagskrárgerðarmaðurinn David Attenborough segir að þjóðir heims hafi dregið lappirnar of lengi í að bregðast við loftslagsbreytingum af völdum manna og að „komið sé að ögurstundu“. Því lengur sem beðið sé með aðgerðir, þeim mun erfiðara verði að ná árangri. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Attenborough að það sé „augljós þvæla“ að sumir stjórnmálamenn og álitsgjafar haldi því fram að gróðureldar sem hafa geisað í Ástralíu tengist ekki hlýnandi loftslagi jarðar. „Í þessum töluðu orðum brennur Suðaustur-Ástralía. Hvers vegna? Vegna þess að hitastig jarðar hækkar,“ segir Attenborough og bendir á að menn viti fullvell að athafnir manna valdi hnattrænni hlýnun. Gagnrýnir hann að lítill árangur hafi orðið af viðræðum ríkja heim um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Síðasti loftslagsfundur Sameinuðu þjóðanna sem fór fram í Madrid í desember þótti misheppnaður. „Þetta er brýnt vandamál sem verður að leysa og það sem meira er, þá vitum við hvernig á að gera það. Það er það þversagnarkennda, að við neitum að stíga þau skref sem við vitum að verður að taka,“ segir náttúrufræðingurinn heimsþekkti. Markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum er að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við 2°C fyrir lok aldarinnar og helst 1,5°C. Miðað við núverandi losun gæti hlýnun aftur á móti frekar náð 3°C eða meira. Vísindamenn vara við því að með áframhaldandi hlýnun verði skæðar hitabylgjur, þurrkar, úrhelli og veðuröfgar tíðari og að strandsvæði verði í vaxandi hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. „Hvert ár sem líður þýðir að erfiðara og erfiðara verður að ná þessum skrefum,“ segir Attenborough.
Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Heitustu tíu ár sögunnar Síðustu tíu ár eru þau heitustu frá því að mælingar hófust. Af þeim árum eru átta af tíu heitustu árum sögunnar. 15. janúar 2020 16:45 Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03 Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Heitustu tíu ár sögunnar Síðustu tíu ár eru þau heitustu frá því að mælingar hófust. Af þeim árum eru átta af tíu heitustu árum sögunnar. 15. janúar 2020 16:45
Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03
Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22