Hólmar Örn: Góður gluggi fyrir marga til að sýna sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 17:00 Hólmar Örn Eyjólfsson er 29 ára gamall varnaður sem hefur spilað 12 A-landsleiki fyrir Ísland. Mynd/Youtube/KSÍ Íslenska handboltalandsliðið er ekki eina A-landsliðs Íslands sem er að spila í dag því karlalandsliðið í fótbolta mætir Kanada í kvöld í vináttulandsleik sem verður spilaður í Los Angeles í Bandaríkjunum. Ómars Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, ræddi við Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir leikinn en þetta er fyrri leikurinn af tveimur í ferðinni. „Ferðalagið gekk vel en þetta er smá ferðalag og það tekur smá tíma að ná því úr sér, tímamismuninum og svona. Við erum búnir að ná einni góðri æfingu og þetta er búið að vera flott hingað til,“ sagði Hólmar Örn sem spilar væntanlega sinn þrettánda landsleik í kvöld. Leikmannahópurinn er blanda af reynslumiklum mönnum, strákum úr 21 árs landsliðinu og leikmönnum sem hafa verið að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu. Við hverjum má búast í þessum tveimur leikjum? „Þetta er góður gluggi fyrir marga til þess að sýna sig. Það sem maður sá frá yngri strákunum á æfingunni í gær var mjög flott og lofar góðu. Þetta er líka frábært tækifæri fyrir okkur sem höfum minna spilað að sýna okkur og sanna,“ sagði Hólmar Örn. Hólmar missti út heilt ár vegna meiðsla en þetta verður fyrsti A-landsleikur hans síðan í október 2018. Hvernig lítur framhaldið út hjá honum? „Mér lýst mjög vel á knattspyrnu árið 2020. Ég er kominn á gott ról og finn lítið fyrir þessu. Það er geggjað að vera kominn aftur í hópinn og vera partur af þessu. Þetta lítur bara vel út og nú þarf maður bara að láta af sér kveða,“ sagði Hólmar Örn en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Kanada hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða klukkan fjögur að staðartíma í Los Angeles. Leikið er á Championship Soccer Stadium í Irvine. Íslenska liðið mætir svo El Salvador á sunnudag. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið er ekki eina A-landsliðs Íslands sem er að spila í dag því karlalandsliðið í fótbolta mætir Kanada í kvöld í vináttulandsleik sem verður spilaður í Los Angeles í Bandaríkjunum. Ómars Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, ræddi við Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir leikinn en þetta er fyrri leikurinn af tveimur í ferðinni. „Ferðalagið gekk vel en þetta er smá ferðalag og það tekur smá tíma að ná því úr sér, tímamismuninum og svona. Við erum búnir að ná einni góðri æfingu og þetta er búið að vera flott hingað til,“ sagði Hólmar Örn sem spilar væntanlega sinn þrettánda landsleik í kvöld. Leikmannahópurinn er blanda af reynslumiklum mönnum, strákum úr 21 árs landsliðinu og leikmönnum sem hafa verið að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu. Við hverjum má búast í þessum tveimur leikjum? „Þetta er góður gluggi fyrir marga til þess að sýna sig. Það sem maður sá frá yngri strákunum á æfingunni í gær var mjög flott og lofar góðu. Þetta er líka frábært tækifæri fyrir okkur sem höfum minna spilað að sýna okkur og sanna,“ sagði Hólmar Örn. Hólmar missti út heilt ár vegna meiðsla en þetta verður fyrsti A-landsleikur hans síðan í október 2018. Hvernig lítur framhaldið út hjá honum? „Mér lýst mjög vel á knattspyrnu árið 2020. Ég er kominn á gott ról og finn lítið fyrir þessu. Það er geggjað að vera kominn aftur í hópinn og vera partur af þessu. Þetta lítur bara vel út og nú þarf maður bara að láta af sér kveða,“ sagði Hólmar Örn en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Kanada hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða klukkan fjögur að staðartíma í Los Angeles. Leikið er á Championship Soccer Stadium í Irvine. Íslenska liðið mætir svo El Salvador á sunnudag.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira