Hólmar Örn: Góður gluggi fyrir marga til að sýna sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 17:00 Hólmar Örn Eyjólfsson er 29 ára gamall varnaður sem hefur spilað 12 A-landsleiki fyrir Ísland. Mynd/Youtube/KSÍ Íslenska handboltalandsliðið er ekki eina A-landsliðs Íslands sem er að spila í dag því karlalandsliðið í fótbolta mætir Kanada í kvöld í vináttulandsleik sem verður spilaður í Los Angeles í Bandaríkjunum. Ómars Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, ræddi við Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir leikinn en þetta er fyrri leikurinn af tveimur í ferðinni. „Ferðalagið gekk vel en þetta er smá ferðalag og það tekur smá tíma að ná því úr sér, tímamismuninum og svona. Við erum búnir að ná einni góðri æfingu og þetta er búið að vera flott hingað til,“ sagði Hólmar Örn sem spilar væntanlega sinn þrettánda landsleik í kvöld. Leikmannahópurinn er blanda af reynslumiklum mönnum, strákum úr 21 árs landsliðinu og leikmönnum sem hafa verið að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu. Við hverjum má búast í þessum tveimur leikjum? „Þetta er góður gluggi fyrir marga til þess að sýna sig. Það sem maður sá frá yngri strákunum á æfingunni í gær var mjög flott og lofar góðu. Þetta er líka frábært tækifæri fyrir okkur sem höfum minna spilað að sýna okkur og sanna,“ sagði Hólmar Örn. Hólmar missti út heilt ár vegna meiðsla en þetta verður fyrsti A-landsleikur hans síðan í október 2018. Hvernig lítur framhaldið út hjá honum? „Mér lýst mjög vel á knattspyrnu árið 2020. Ég er kominn á gott ról og finn lítið fyrir þessu. Það er geggjað að vera kominn aftur í hópinn og vera partur af þessu. Þetta lítur bara vel út og nú þarf maður bara að láta af sér kveða,“ sagði Hólmar Örn en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Kanada hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða klukkan fjögur að staðartíma í Los Angeles. Leikið er á Championship Soccer Stadium í Irvine. Íslenska liðið mætir svo El Salvador á sunnudag. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið er ekki eina A-landsliðs Íslands sem er að spila í dag því karlalandsliðið í fótbolta mætir Kanada í kvöld í vináttulandsleik sem verður spilaður í Los Angeles í Bandaríkjunum. Ómars Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, ræddi við Hólmar Örn Eyjólfsson fyrir leikinn en þetta er fyrri leikurinn af tveimur í ferðinni. „Ferðalagið gekk vel en þetta er smá ferðalag og það tekur smá tíma að ná því úr sér, tímamismuninum og svona. Við erum búnir að ná einni góðri æfingu og þetta er búið að vera flott hingað til,“ sagði Hólmar Örn sem spilar væntanlega sinn þrettánda landsleik í kvöld. Leikmannahópurinn er blanda af reynslumiklum mönnum, strákum úr 21 árs landsliðinu og leikmönnum sem hafa verið að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu. Við hverjum má búast í þessum tveimur leikjum? „Þetta er góður gluggi fyrir marga til þess að sýna sig. Það sem maður sá frá yngri strákunum á æfingunni í gær var mjög flott og lofar góðu. Þetta er líka frábært tækifæri fyrir okkur sem höfum minna spilað að sýna okkur og sanna,“ sagði Hólmar Örn. Hólmar missti út heilt ár vegna meiðsla en þetta verður fyrsti A-landsleikur hans síðan í október 2018. Hvernig lítur framhaldið út hjá honum? „Mér lýst mjög vel á knattspyrnu árið 2020. Ég er kominn á gott ról og finn lítið fyrir þessu. Það er geggjað að vera kominn aftur í hópinn og vera partur af þessu. Þetta lítur bara vel út og nú þarf maður bara að láta af sér kveða,“ sagði Hólmar Örn en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Leikur Íslands og Kanada hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða klukkan fjögur að staðartíma í Los Angeles. Leikið er á Championship Soccer Stadium í Irvine. Íslenska liðið mætir svo El Salvador á sunnudag.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn