Nýbúi - marsbúi Tinna Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2020 11:00 Nýlega sagði skólastjóri Seljaskóla, Magnús Þór Jónsson, frá því í viðtali að aldrei hafi fleiri tungumál verið töluð í skólum borgarinnar. Séu tölur frá Fjölmenningarsetri skoðaðar sést að fjölgun nema með annað tungumál er gríðarlega hröð sl. 10 ár eða svo og hefur skólakerfið engan veginn verið í stakk búið að taka við slíkri fjölgun. Um aldamót var talað um nýbúadeildir (reyndar finnst mér „nýbúi“ hræðilegt orð - minnir á „marsbúi“) en það voru skilgreindar deildir til að aðstoða nýja nemendur skólans að aðlagast skólanum. Nú árið 2020 er þjónusta við þennan hóp í hrópandi ósamræmi við stöðu mála. Við sjáum tölur um hrakandi læsi, hrakandi árangur í PISA og að sjálfsögðu þarf að velta við öllum steinum. Við vitum líka að börn með annað tungumál en íslensku klára síður framhaldsskóla og þau sem það gera klára framhaldsskóla á mun lengri tíma eða 6 árum. Þetta eru ekki nýjustu tölur - nú er búið að stytta framhaldsskólann og má hver geta í eyðurnar hvernig það fer með viðkvæman hóp ungs fólks. Þá má ekki gleyma því að samkvæmt rannsóknum eru innflytjendur oft tekjulægri hópur en innfæddir og að sjálfsögðu getur það haft áhrif á stöðu barnanna. Ég ítreka því að um er að ræða verulega viðkvæman hóp. Besta leiðin til að kenna mál? Umræðan um íslensku „sem annað tungumál“ þvælist fyrir því að kenna þurfi íslensku - punktur. Mörg þeirra barna sem eiga fleiri en eitt móðurmál eru fædd hér á landi og hafa gengið í íslenska leikskóla. Þau læra málin samhliða. Ekki eitt á eftir öðru. Ekki fyrsta mál og annað mál heldur samhliða mál. Það að læra samhliða mál gæti reynst börnum miserfitt. Því þarf að nálgast börnin þannig. Það sem gagnast þessum hópi vel er einfalt námsefni og mikil endurtekning. Mikil samskipti. Mikið augnsamband. Mikil nærgætni. Að sýna þeim skilning, líka þegar þau tala „vitlaust“ er afar mikilvægt. Við viljum jú að þau nái að gera sig skiljanleg á sinni íslensku, jafnvel þótt hún sé ekki fullkomin. Það skiptir svo gríðarlega miklu máli að börnin fái jákvæða upplifun af því að tjá sig á íslensku. Að þau upplifi sig ekki vanmáttug í verkefnum skólans. Öll neikvæð upplifun mun tefja fyrir árangri þeirra í námi. Gætirðu verið aðeins síðhærðari? Okkur hættir öllum til að gera of miklar kröfur til barna. Við sættum okkur ekki við færni þeirra eins og hún er og finnst hún ekki nægileg eða ásættanleg. Við gleymum að vöxturinn og þroskinn getur oft ekki átt sér stað fyrr en við tökum pressuna af. Geturðu ekki verið aðeins hávaxnari? Aðeins bláeygðari? Aðeins síðhærðari? Þetta eru ekki sanngjarnar kröfur og við sjáum að þær eiga ekki við börn. En hvað með aðrar kröfur sem við gerum? Getur verið að þær séu ósanngjarnar? Eitt er að gera kröfur til barna en annað að krefjast einhvers af þeim sem þau eru ófær um að framkvæma. Þetta er lykilatriði í kennslu og uppeldi. Þegar við gerum kröfur til barna verðum við að hafa í huga að hver og einn mætir þeim á sínum forsendum sem eru ansi misjafnar. Börnin okkar Börnin okkar af erlendum uppruna verða að upplifa að þau sitji við sama borð og önnur börn. Þau þurfa að fá beina kennslu í íslensku af fagaðilum frá unga aldri. Þetta er lykilatriði. Lausnin felst meðal annars í því að efla og skilgreina íslenskukennslu inni á leikskólum sem og inn í nám leikskólakennara og leikskólaliða. Sérstaka fjárúthlutun fyrir leikskóla þar sem hlutfallið barna af erlendum uppruna er yfir 50%. Íslenskukennsla inni í fjölmenningarhópi er ekki það sama og málörvun - heldur íslenskukennsla. Þar sem við kennum orðin, ræðum þau, endurtökum þau, syngjum um þau, teiknum þau og gefum börnunum tækifæri á að tjá sig. Eflum sjálfsöryggi þeirra og kennum þeim að tjá sig um það sem þeim býr í brjósti við aðra, af öryggi. Listin að tala við börn er nefninlega ekki öllum eðlislæg og í blóð borin en allir geta tamið sér hana. Öll börn í íslensku samfélagi eru börnin okkar, okkar eigin börn sem okkur ber að hlúa að og hjálpa, sama hvaðan þau koma. Við þurfum að standa saman í því að veita þeim alltaf það besta sem við, sama hvar við hittum þau. Höfundur er talmeinafræðingur og framkvæmdastjóri Tröppu þjónustu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega sagði skólastjóri Seljaskóla, Magnús Þór Jónsson, frá því í viðtali að aldrei hafi fleiri tungumál verið töluð í skólum borgarinnar. Séu tölur frá Fjölmenningarsetri skoðaðar sést að fjölgun nema með annað tungumál er gríðarlega hröð sl. 10 ár eða svo og hefur skólakerfið engan veginn verið í stakk búið að taka við slíkri fjölgun. Um aldamót var talað um nýbúadeildir (reyndar finnst mér „nýbúi“ hræðilegt orð - minnir á „marsbúi“) en það voru skilgreindar deildir til að aðstoða nýja nemendur skólans að aðlagast skólanum. Nú árið 2020 er þjónusta við þennan hóp í hrópandi ósamræmi við stöðu mála. Við sjáum tölur um hrakandi læsi, hrakandi árangur í PISA og að sjálfsögðu þarf að velta við öllum steinum. Við vitum líka að börn með annað tungumál en íslensku klára síður framhaldsskóla og þau sem það gera klára framhaldsskóla á mun lengri tíma eða 6 árum. Þetta eru ekki nýjustu tölur - nú er búið að stytta framhaldsskólann og má hver geta í eyðurnar hvernig það fer með viðkvæman hóp ungs fólks. Þá má ekki gleyma því að samkvæmt rannsóknum eru innflytjendur oft tekjulægri hópur en innfæddir og að sjálfsögðu getur það haft áhrif á stöðu barnanna. Ég ítreka því að um er að ræða verulega viðkvæman hóp. Besta leiðin til að kenna mál? Umræðan um íslensku „sem annað tungumál“ þvælist fyrir því að kenna þurfi íslensku - punktur. Mörg þeirra barna sem eiga fleiri en eitt móðurmál eru fædd hér á landi og hafa gengið í íslenska leikskóla. Þau læra málin samhliða. Ekki eitt á eftir öðru. Ekki fyrsta mál og annað mál heldur samhliða mál. Það að læra samhliða mál gæti reynst börnum miserfitt. Því þarf að nálgast börnin þannig. Það sem gagnast þessum hópi vel er einfalt námsefni og mikil endurtekning. Mikil samskipti. Mikið augnsamband. Mikil nærgætni. Að sýna þeim skilning, líka þegar þau tala „vitlaust“ er afar mikilvægt. Við viljum jú að þau nái að gera sig skiljanleg á sinni íslensku, jafnvel þótt hún sé ekki fullkomin. Það skiptir svo gríðarlega miklu máli að börnin fái jákvæða upplifun af því að tjá sig á íslensku. Að þau upplifi sig ekki vanmáttug í verkefnum skólans. Öll neikvæð upplifun mun tefja fyrir árangri þeirra í námi. Gætirðu verið aðeins síðhærðari? Okkur hættir öllum til að gera of miklar kröfur til barna. Við sættum okkur ekki við færni þeirra eins og hún er og finnst hún ekki nægileg eða ásættanleg. Við gleymum að vöxturinn og þroskinn getur oft ekki átt sér stað fyrr en við tökum pressuna af. Geturðu ekki verið aðeins hávaxnari? Aðeins bláeygðari? Aðeins síðhærðari? Þetta eru ekki sanngjarnar kröfur og við sjáum að þær eiga ekki við börn. En hvað með aðrar kröfur sem við gerum? Getur verið að þær séu ósanngjarnar? Eitt er að gera kröfur til barna en annað að krefjast einhvers af þeim sem þau eru ófær um að framkvæma. Þetta er lykilatriði í kennslu og uppeldi. Þegar við gerum kröfur til barna verðum við að hafa í huga að hver og einn mætir þeim á sínum forsendum sem eru ansi misjafnar. Börnin okkar Börnin okkar af erlendum uppruna verða að upplifa að þau sitji við sama borð og önnur börn. Þau þurfa að fá beina kennslu í íslensku af fagaðilum frá unga aldri. Þetta er lykilatriði. Lausnin felst meðal annars í því að efla og skilgreina íslenskukennslu inni á leikskólum sem og inn í nám leikskólakennara og leikskólaliða. Sérstaka fjárúthlutun fyrir leikskóla þar sem hlutfallið barna af erlendum uppruna er yfir 50%. Íslenskukennsla inni í fjölmenningarhópi er ekki það sama og málörvun - heldur íslenskukennsla. Þar sem við kennum orðin, ræðum þau, endurtökum þau, syngjum um þau, teiknum þau og gefum börnunum tækifæri á að tjá sig. Eflum sjálfsöryggi þeirra og kennum þeim að tjá sig um það sem þeim býr í brjósti við aðra, af öryggi. Listin að tala við börn er nefninlega ekki öllum eðlislæg og í blóð borin en allir geta tamið sér hana. Öll börn í íslensku samfélagi eru börnin okkar, okkar eigin börn sem okkur ber að hlúa að og hjálpa, sama hvaðan þau koma. Við þurfum að standa saman í því að veita þeim alltaf það besta sem við, sama hvar við hittum þau. Höfundur er talmeinafræðingur og framkvæmdastjóri Tröppu þjónustu
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun