Sportpakkinn: Tapið fyrir Ungverjum sveið sárast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2020 08:30 Ungverska línutröllið Bence Bánhidi reyndist Íslendingum afar erfiður á EM. vísir/epa Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að tapið gegn Ungverjalandi á EM 2020 svíði sárt. Ísland tapaði, 18-24, og fór þar af leiðandi án stiga í milliriðli. Tapið hafði líka mikil áhrif á möguleika Íslands á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna. „Það sárasta er leikurinn á móti Ungverjum. Við byrjuðum afskaplega vel og vorum 12-7 yfir þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Þetta leit mjög vel út, vörnin var frábær og við keyrðum hraðaupphlaup á þá,“ sagði Guðmundur í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. „Þeir skoruðu svo tvö mörk á stuttum tíma. Ef þú getur farið með fimm marka forystu inn í hálfleik gerirðu það. Reynslumestu liðin gera það.“ Staðan í hálfleik var 12-9, Íslandi í vil, en í seinni hálfleik var Ungverjaland sterkari og vann á endanum sex marka sigur, 18-24. Íslendingar skoruðu aðeins sex mörk í seinni hálfleik. „Þrátt fyrir að vera ekki að spila neitt sérstaklega vel vorum við inni í leiknum þegar tólf mínútur voru eftir. Okkur tókst afar illa upp í sókninni, það er að segja við misnotuðum alltof mikið af færum. Markvörður Ungverja [Roland Mikler] varði dauðafæri frá okkur,“ sagði Guðmundur. „Það kom upp ákveðin örvænting í liðinu og pirringur. Tilfinningin var að við værum að afhenda þeim þetta. Þessi leikur var það versta við þessa keppni. Hann sat í mér, og örugglega leikmönnunum, og kostaði okkur á endanum mjög mikið.“ Klippa: Tapið gegn Ungverjum það versta við EM EM 2020 í handbolta Sportpakkinn Tengdar fréttir Sportpakkinn: „Þurfum að taka til hendinni í líkamlega þættinum“ Guðmundur Guðmundsson segir að bæta þurfi líkamlegt atgervi íslenskra handboltamanna. 29. janúar 2020 16:00 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að tapið gegn Ungverjalandi á EM 2020 svíði sárt. Ísland tapaði, 18-24, og fór þar af leiðandi án stiga í milliriðli. Tapið hafði líka mikil áhrif á möguleika Íslands á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna. „Það sárasta er leikurinn á móti Ungverjum. Við byrjuðum afskaplega vel og vorum 12-7 yfir þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Þetta leit mjög vel út, vörnin var frábær og við keyrðum hraðaupphlaup á þá,“ sagði Guðmundur í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. „Þeir skoruðu svo tvö mörk á stuttum tíma. Ef þú getur farið með fimm marka forystu inn í hálfleik gerirðu það. Reynslumestu liðin gera það.“ Staðan í hálfleik var 12-9, Íslandi í vil, en í seinni hálfleik var Ungverjaland sterkari og vann á endanum sex marka sigur, 18-24. Íslendingar skoruðu aðeins sex mörk í seinni hálfleik. „Þrátt fyrir að vera ekki að spila neitt sérstaklega vel vorum við inni í leiknum þegar tólf mínútur voru eftir. Okkur tókst afar illa upp í sókninni, það er að segja við misnotuðum alltof mikið af færum. Markvörður Ungverja [Roland Mikler] varði dauðafæri frá okkur,“ sagði Guðmundur. „Það kom upp ákveðin örvænting í liðinu og pirringur. Tilfinningin var að við værum að afhenda þeim þetta. Þessi leikur var það versta við þessa keppni. Hann sat í mér, og örugglega leikmönnunum, og kostaði okkur á endanum mjög mikið.“ Klippa: Tapið gegn Ungverjum það versta við EM
EM 2020 í handbolta Sportpakkinn Tengdar fréttir Sportpakkinn: „Þurfum að taka til hendinni í líkamlega þættinum“ Guðmundur Guðmundsson segir að bæta þurfi líkamlegt atgervi íslenskra handboltamanna. 29. janúar 2020 16:00 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Sportpakkinn: „Þurfum að taka til hendinni í líkamlega þættinum“ Guðmundur Guðmundsson segir að bæta þurfi líkamlegt atgervi íslenskra handboltamanna. 29. janúar 2020 16:00
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita