Gamla landsliðið hans Sigga Ragga sett í sóttkví Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2020 13:30 Sigurður Ragnar Eyjólfsson á tíma sínum sem landsliðsþjálfari Kína. Getty/Francois Nel Kvennalandslið Kína í fótbolta hefur verið sett í sóttkví á hótel sínu í Ástralíu vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar. Landsliðkonurnar eru staddar í Brisbane í Queensland fylki í Ástralíu og eru að undirbúa sig um forkeppni Ólympíuleikanna. Kínverska landsliðið átti upphaflega að vera á heimavelli í forkeppninni en hún var færð frá Kína til Sydney vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar. The China Women's football team have been quarantined in a Brisbane hotel because of fears over the possible spread of the coronavirus.— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2020 Það fóru þó ekki allir leikmenn kínverska liðsins suður til Ástralíu því fjórar urðu eftir heima og munu ekki spila þessa leiki eftir að hafa verið settar í ferðabann í heimalandi sínu. Þær sem fóru ekki með liðinu eru þær Wang Shuang, Yao Wei, Lyu Yueyun og Li Mengwen. Mótherjar Kína í forkeppninni eru Ástralíu, Taívan og Tæland. Kínverska liðið átti að leik sinn fyrsta leik á móti Tælandi 3. febrúar næstkomandi en nú hefur verið ákeðið að þær mega ekki fara út af hótelherbergjum sínum fyrr en 5. febrúar. Þá verða liðnir fjórtán dagar síðan liðið fór frá Wuhan. Það er því ljóst að liðið spilar ekki leikinn sem var settur á 3. febrúar. Leikmenn kínverska landsliðinu eru samt allar við hestaheilsu en læknaliðið mun fylgjast vel með þeim ef þær sýna einhver merki um að vera að veikjast. Gestir hótelsins eða íbúar nálægt hótelinu eru sagðir vera í engri hættu vegna þessa. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var þjálfari kínverska landsliðsins frá 2017 til 2018 en núverandi þjálfari liðsins er eftirmaður hans Jia Xiuquan. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira
Kvennalandslið Kína í fótbolta hefur verið sett í sóttkví á hótel sínu í Ástralíu vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar. Landsliðkonurnar eru staddar í Brisbane í Queensland fylki í Ástralíu og eru að undirbúa sig um forkeppni Ólympíuleikanna. Kínverska landsliðið átti upphaflega að vera á heimavelli í forkeppninni en hún var færð frá Kína til Sydney vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar. The China Women's football team have been quarantined in a Brisbane hotel because of fears over the possible spread of the coronavirus.— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2020 Það fóru þó ekki allir leikmenn kínverska liðsins suður til Ástralíu því fjórar urðu eftir heima og munu ekki spila þessa leiki eftir að hafa verið settar í ferðabann í heimalandi sínu. Þær sem fóru ekki með liðinu eru þær Wang Shuang, Yao Wei, Lyu Yueyun og Li Mengwen. Mótherjar Kína í forkeppninni eru Ástralíu, Taívan og Tæland. Kínverska liðið átti að leik sinn fyrsta leik á móti Tælandi 3. febrúar næstkomandi en nú hefur verið ákeðið að þær mega ekki fara út af hótelherbergjum sínum fyrr en 5. febrúar. Þá verða liðnir fjórtán dagar síðan liðið fór frá Wuhan. Það er því ljóst að liðið spilar ekki leikinn sem var settur á 3. febrúar. Leikmenn kínverska landsliðinu eru samt allar við hestaheilsu en læknaliðið mun fylgjast vel með þeim ef þær sýna einhver merki um að vera að veikjast. Gestir hótelsins eða íbúar nálægt hótelinu eru sagðir vera í engri hættu vegna þessa. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var þjálfari kínverska landsliðsins frá 2017 til 2018 en núverandi þjálfari liðsins er eftirmaður hans Jia Xiuquan.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Sjá meira