Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 08:20 Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir að niðurstöður forsetakosninganna sem fóru fram síðasta sunnudag voru kynntar. EPA-EFE/YAUHEN YERCHAK Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. Svetlana Tikhanovskaya neyddist til að flýja til Litháens eftir að hún tapaði forsetakosningunum, en margir telja sitjandi forseta landsins hafa beitt kosningasvindli og Tikhanovskaya vera sannan leiðtoga landsins. Mótmælaalda reið yfir landið eftir að niðurstöður kosninganna voru kynntar á sunnudag og hafa fregnir borist af því að mótmælendur hafi verið beittir ofbeldi af lögreglu, bæði á götum úti og í haldi. Þá hefur lögreglan ráðist á fréttamenn auk annarra óbreyttra borgara. Um 6.700 hafa verið handteknir síðustu sex dagana og margir hafa lýst því hvernig þeir voru pyntaðir af lögreglu og öryggissveitum. Mótmælendur hafa kallað eftir því að forsetinn, Alexander Lúkasjenkó sem hefur setið sem forseti frá árinu 1994, víki úr forsetastóli. Lúkasjenkó hefur gjarnan verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“ en hann hefur verið væntur um kosningasvindl síðustu forsetakosningar og hafa bæði Evrópusambandið og Bandaríkin gagnrýnt framkvæmt kosninganna í ár. Engir alþjóðlegir eftirlitsaðilar fengu að fylgjast með kosningunum og telja margir að forsetinn hafi svindlað, en hann vann mikinn yfirburðarsigur, hlaut rúmlega 80 prósent atkvæða á meðan Tikhanovskaya hlaut um 10 prósent. Tikhanovskaya segist handviss um að atkvæðin hafi ekki verið talin rétt. Þar sem þau hafi verið talin rétt hafi hún verið með 60 til 70 prósent atkvæða. Hún hvatti borgar- og bæjarstjóra landsins til að skipuleggja friðsamleg mótmæli í dag og á morgun. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna héldu í gær neyðarfjarfund og samþykktu þar að undirbúa nýjar refsiaðgerðir gegn hvítrússneskum embættismönnum sem bæru ábyrgð á „ofbeldi og fölsunum.“ Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa lýst frásögnum þeirra sem hafa verið í haldi lögreglu og segja þá gefa til kynna að pyntingar séu algengar. Tikhanovskaya var í sjálf í haldi lögreglu í sjö klukkustundir á mánudag þegar hún ætlaði að skila inn kvörtun um framkvæmd kosninganna. Eftir að henni var sleppt neyddist hún til að flýja land. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir framgang þeirra gegn mótmælendum. 13. ágúst 2020 07:59 Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. Svetlana Tikhanovskaya neyddist til að flýja til Litháens eftir að hún tapaði forsetakosningunum, en margir telja sitjandi forseta landsins hafa beitt kosningasvindli og Tikhanovskaya vera sannan leiðtoga landsins. Mótmælaalda reið yfir landið eftir að niðurstöður kosninganna voru kynntar á sunnudag og hafa fregnir borist af því að mótmælendur hafi verið beittir ofbeldi af lögreglu, bæði á götum úti og í haldi. Þá hefur lögreglan ráðist á fréttamenn auk annarra óbreyttra borgara. Um 6.700 hafa verið handteknir síðustu sex dagana og margir hafa lýst því hvernig þeir voru pyntaðir af lögreglu og öryggissveitum. Mótmælendur hafa kallað eftir því að forsetinn, Alexander Lúkasjenkó sem hefur setið sem forseti frá árinu 1994, víki úr forsetastóli. Lúkasjenkó hefur gjarnan verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“ en hann hefur verið væntur um kosningasvindl síðustu forsetakosningar og hafa bæði Evrópusambandið og Bandaríkin gagnrýnt framkvæmt kosninganna í ár. Engir alþjóðlegir eftirlitsaðilar fengu að fylgjast með kosningunum og telja margir að forsetinn hafi svindlað, en hann vann mikinn yfirburðarsigur, hlaut rúmlega 80 prósent atkvæða á meðan Tikhanovskaya hlaut um 10 prósent. Tikhanovskaya segist handviss um að atkvæðin hafi ekki verið talin rétt. Þar sem þau hafi verið talin rétt hafi hún verið með 60 til 70 prósent atkvæða. Hún hvatti borgar- og bæjarstjóra landsins til að skipuleggja friðsamleg mótmæli í dag og á morgun. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna héldu í gær neyðarfjarfund og samþykktu þar að undirbúa nýjar refsiaðgerðir gegn hvítrússneskum embættismönnum sem bæru ábyrgð á „ofbeldi og fölsunum.“ Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa lýst frásögnum þeirra sem hafa verið í haldi lögreglu og segja þá gefa til kynna að pyntingar séu algengar. Tikhanovskaya var í sjálf í haldi lögreglu í sjö klukkustundir á mánudag þegar hún ætlaði að skila inn kvörtun um framkvæmd kosninganna. Eftir að henni var sleppt neyddist hún til að flýja land.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir framgang þeirra gegn mótmælendum. 13. ágúst 2020 07:59 Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15
Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32
Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir framgang þeirra gegn mótmælendum. 13. ágúst 2020 07:59
Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05