Útlægur stjórnarandstöðuleiðtogi hvetur til friðsamlegra mótmæla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 08:20 Mótmælaalda hefur riðið yfir Hvíta-Rússland eftir að niðurstöður forsetakosninganna sem fóru fram síðasta sunnudag voru kynntar. EPA-EFE/YAUHEN YERCHAK Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. Svetlana Tikhanovskaya neyddist til að flýja til Litháens eftir að hún tapaði forsetakosningunum, en margir telja sitjandi forseta landsins hafa beitt kosningasvindli og Tikhanovskaya vera sannan leiðtoga landsins. Mótmælaalda reið yfir landið eftir að niðurstöður kosninganna voru kynntar á sunnudag og hafa fregnir borist af því að mótmælendur hafi verið beittir ofbeldi af lögreglu, bæði á götum úti og í haldi. Þá hefur lögreglan ráðist á fréttamenn auk annarra óbreyttra borgara. Um 6.700 hafa verið handteknir síðustu sex dagana og margir hafa lýst því hvernig þeir voru pyntaðir af lögreglu og öryggissveitum. Mótmælendur hafa kallað eftir því að forsetinn, Alexander Lúkasjenkó sem hefur setið sem forseti frá árinu 1994, víki úr forsetastóli. Lúkasjenkó hefur gjarnan verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“ en hann hefur verið væntur um kosningasvindl síðustu forsetakosningar og hafa bæði Evrópusambandið og Bandaríkin gagnrýnt framkvæmt kosninganna í ár. Engir alþjóðlegir eftirlitsaðilar fengu að fylgjast með kosningunum og telja margir að forsetinn hafi svindlað, en hann vann mikinn yfirburðarsigur, hlaut rúmlega 80 prósent atkvæða á meðan Tikhanovskaya hlaut um 10 prósent. Tikhanovskaya segist handviss um að atkvæðin hafi ekki verið talin rétt. Þar sem þau hafi verið talin rétt hafi hún verið með 60 til 70 prósent atkvæða. Hún hvatti borgar- og bæjarstjóra landsins til að skipuleggja friðsamleg mótmæli í dag og á morgun. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna héldu í gær neyðarfjarfund og samþykktu þar að undirbúa nýjar refsiaðgerðir gegn hvítrússneskum embættismönnum sem bæru ábyrgð á „ofbeldi og fölsunum.“ Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa lýst frásögnum þeirra sem hafa verið í haldi lögreglu og segja þá gefa til kynna að pyntingar séu algengar. Tikhanovskaya var í sjálf í haldi lögreglu í sjö klukkustundir á mánudag þegar hún ætlaði að skila inn kvörtun um framkvæmd kosninganna. Eftir að henni var sleppt neyddist hún til að flýja land. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir framgang þeirra gegn mótmælendum. 13. ágúst 2020 07:59 Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, sem reis hratt upp á stjörnuhimininn í hvítrússneskum stjórnmálum, hefur hvatt íbúa landsins til þess að mótmæla friðsamlega um helgina um land allt. Svetlana Tikhanovskaya neyddist til að flýja til Litháens eftir að hún tapaði forsetakosningunum, en margir telja sitjandi forseta landsins hafa beitt kosningasvindli og Tikhanovskaya vera sannan leiðtoga landsins. Mótmælaalda reið yfir landið eftir að niðurstöður kosninganna voru kynntar á sunnudag og hafa fregnir borist af því að mótmælendur hafi verið beittir ofbeldi af lögreglu, bæði á götum úti og í haldi. Þá hefur lögreglan ráðist á fréttamenn auk annarra óbreyttra borgara. Um 6.700 hafa verið handteknir síðustu sex dagana og margir hafa lýst því hvernig þeir voru pyntaðir af lögreglu og öryggissveitum. Mótmælendur hafa kallað eftir því að forsetinn, Alexander Lúkasjenkó sem hefur setið sem forseti frá árinu 1994, víki úr forsetastóli. Lúkasjenkó hefur gjarnan verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“ en hann hefur verið væntur um kosningasvindl síðustu forsetakosningar og hafa bæði Evrópusambandið og Bandaríkin gagnrýnt framkvæmt kosninganna í ár. Engir alþjóðlegir eftirlitsaðilar fengu að fylgjast með kosningunum og telja margir að forsetinn hafi svindlað, en hann vann mikinn yfirburðarsigur, hlaut rúmlega 80 prósent atkvæða á meðan Tikhanovskaya hlaut um 10 prósent. Tikhanovskaya segist handviss um að atkvæðin hafi ekki verið talin rétt. Þar sem þau hafi verið talin rétt hafi hún verið með 60 til 70 prósent atkvæða. Hún hvatti borgar- og bæjarstjóra landsins til að skipuleggja friðsamleg mótmæli í dag og á morgun. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna héldu í gær neyðarfjarfund og samþykktu þar að undirbúa nýjar refsiaðgerðir gegn hvítrússneskum embættismönnum sem bæru ábyrgð á „ofbeldi og fölsunum.“ Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa lýst frásögnum þeirra sem hafa verið í haldi lögreglu og segja þá gefa til kynna að pyntingar séu algengar. Tikhanovskaya var í sjálf í haldi lögreglu í sjö klukkustundir á mánudag þegar hún ætlaði að skila inn kvörtun um framkvæmd kosninganna. Eftir að henni var sleppt neyddist hún til að flýja land.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15 Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32 Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir framgang þeirra gegn mótmælendum. 13. ágúst 2020 07:59 Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Tikhanovskaja vill að Hvít-Rússar krefjist endurtalningar Svetlana Tikhanovskaja, sem flúði til Litháens í kjölfar forsetakosninganna, hvatti í dag borgarstjóra í Hvíta-Rússland til að skipuleggja og heimila friðsama mótmælafundi í landinu. 14. ágúst 2020 10:15
Segja mótmælendur pyntaða í haldi hvít-rússnesku lögreglunnar Fjöldi aðgerðasinna og mannréttindasamtaka segja að mótmælendur sem handteknir hafa verið í mótmælum gegn Alexander Lúkasjenkó, hinum þaulsetna forseta Hvíta-Rússlands, hafi verið beittir pyntingum í haldi lögreglu. 13. ágúst 2020 23:32
Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir framgang þeirra gegn mótmælendum. 13. ágúst 2020 07:59
Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05