Guðmundur landsliðsþjálfari: Þetta er óásættanlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2020 15:45 Guðmundur Guðmundsson fékk ekki langan tíma til að undirbúa strákana okkar fyrir Svíaleikinn og strákarnir fengu lítinn tíma til að ná úr sér þreytunni eftir sjötta leik sinn á EM. EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI Ekstra blaðið í Danmörku fjallar um óánægju handboltamanna með leikjafyrirkomulagið á Evrópumótinu í handbolta þar sem spilað er mjög þétt. Það er sérstaklega lokaumferðin sem fer fyrir brjóstið á mörgum og þá sérstaklega íslenska landsliðsþjálfaranum, Guðmundi Guðmundssyni. Danska sjónvarpsstöðin TV2 Sport talaði við Guðmund eftir tapleikinn á móti Noregi í gær og þá um leikjafyrirkomulag mótsins. Guðmundur skilur ekki hvernig menn hjá evrópska sambandinu hafi getað sett þetta svona upp. Það eru aðeins 26 tímar á milli leikja íslenska landsliðsins fyrir leikinn við Svía í kvöld en Spánverjum fengu aftur á móti meira en tvo sólarhringa fyrir sinn síðasta leik í milliriðlinum. „Ég er ekki ánægður með það að sjöundi leikurinn okkar á mótinu sé spilaður daginn eftir okkar sjötta leik. Við fáum ekki hvíldardag og það er óásættanlegt í handboltaheiminum að þurfa að spila tvo daga í röð. Þetta er ekki boðlegt,“ sagði Guðmundur við TV2 Sport en Ekstra blaðið segir frá. Leikir sex og sjö í íslenska milliriðlinum fara fram dag eftir dag en það var ekki þannig í hinum milliriðlinum þar sem keppni lýkur líka í dag. Þar fengu liðin alltaf hvíldardag á milli leikja sinna. Ekstrablaðið ræðir einnig við Morten Henriksen íþróttastjóra danska handboltasambandsins. „Þetta er ekki hundrað prósent sanngjarnt en það er erfitt að hafa þetta hundrað prósent sanngjarnt. Hér bætist einnig við að nokkrar þjóðir hafa verið að ferðast á milli staða og þá fengu heimaþjóðirnar að byrja mótið degi fyrr. Það er erfitt að skipuleggja þetta og við erum háð áhorfendum og sjónvarpsstöðvunum,“ sagði Morten Henriksen. „Þetta er ekki að koma upp í fyrsta sinn þótt að þetta hafi verið meira vandamál á heimsmeistaramótinu. Nú hefur hins vegar Alþjóðahandboltasambandið ákveðið að það verði alltaf af vera einn hvíldardagur á milli leikja sem er mjög athyglisverð regla,“ sagði Morten Henriksen. Það má lesa meira um þetta hér. EM 2020 í handbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Ekstra blaðið í Danmörku fjallar um óánægju handboltamanna með leikjafyrirkomulagið á Evrópumótinu í handbolta þar sem spilað er mjög þétt. Það er sérstaklega lokaumferðin sem fer fyrir brjóstið á mörgum og þá sérstaklega íslenska landsliðsþjálfaranum, Guðmundi Guðmundssyni. Danska sjónvarpsstöðin TV2 Sport talaði við Guðmund eftir tapleikinn á móti Noregi í gær og þá um leikjafyrirkomulag mótsins. Guðmundur skilur ekki hvernig menn hjá evrópska sambandinu hafi getað sett þetta svona upp. Það eru aðeins 26 tímar á milli leikja íslenska landsliðsins fyrir leikinn við Svía í kvöld en Spánverjum fengu aftur á móti meira en tvo sólarhringa fyrir sinn síðasta leik í milliriðlinum. „Ég er ekki ánægður með það að sjöundi leikurinn okkar á mótinu sé spilaður daginn eftir okkar sjötta leik. Við fáum ekki hvíldardag og það er óásættanlegt í handboltaheiminum að þurfa að spila tvo daga í röð. Þetta er ekki boðlegt,“ sagði Guðmundur við TV2 Sport en Ekstra blaðið segir frá. Leikir sex og sjö í íslenska milliriðlinum fara fram dag eftir dag en það var ekki þannig í hinum milliriðlinum þar sem keppni lýkur líka í dag. Þar fengu liðin alltaf hvíldardag á milli leikja sinna. Ekstrablaðið ræðir einnig við Morten Henriksen íþróttastjóra danska handboltasambandsins. „Þetta er ekki hundrað prósent sanngjarnt en það er erfitt að hafa þetta hundrað prósent sanngjarnt. Hér bætist einnig við að nokkrar þjóðir hafa verið að ferðast á milli staða og þá fengu heimaþjóðirnar að byrja mótið degi fyrr. Það er erfitt að skipuleggja þetta og við erum háð áhorfendum og sjónvarpsstöðvunum,“ sagði Morten Henriksen. „Þetta er ekki að koma upp í fyrsta sinn þótt að þetta hafi verið meira vandamál á heimsmeistaramótinu. Nú hefur hins vegar Alþjóðahandboltasambandið ákveðið að það verði alltaf af vera einn hvíldardagur á milli leikja sem er mjög athyglisverð regla,“ sagði Morten Henriksen. Það má lesa meira um þetta hér.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira