Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 09:08 Gilbert er sögð hafa verið fangelsuð sumarið 2018. Twitter Kylie Moore-Gilbert, bresk-ástralskur háskólakennari sem setið hefur í fangelsi í Íran síðan árið 2018, er sögð hafa hafnað tilboði íranskra yfirvalda um að gerast njósnari í skiptum fyrir frelsi. Þetta hefur Guardian upp úr bréfum sem hún sendi úr fangelsinu. Moore-Gilbert er menntuð í stjórnmálum Mið-Austurlanda við Cambridge-háskóla. Hún var í fyrra dæmd í tíu ára fangelsi í Íran fyrir njósnir og afplánar nú dóminn í einangrunarvist í hinu alræmda Evin-fangelsi í Teheran. Bæði Moore-Gilbert og áströlsk yfirvöld segja ákæruna á hendur henni uppspuna frá rótum. Sjá einnig: Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Guardian birti seint í gærkvöldi umfjöllun upp úr bréfum sem Moore-Gilbert ritaði stjórnvöldum í Íran á tímabilinu júní til desember 2019. Þar segir hún að í október síðastliðnum hafi henni verið boðnir afarkostir: annars vegar þrettán mánaða dóm, sem hefði tryggt henni frelsi, og hins vegar staðfesting á tíu ára dómnum. „Ég er ekki njósnari“ Þá greinir hún einnig frá því að henni hafi verið boðið að njósna fyrir Íran í skiptum fyrir fyrri valkostinn og þannig lausn úr fangelsinu. Hún kveðst hins vegar ítrekað hafa hafnað slíkum tilboðum. „Ég er ekki njósnari. Ég hef aldrei verið njósnari og ég hef engan áhuga á því að starfa fyrir njósnasamtök í nokkru landi. Þegar ég yfirgef Íran vil ég vera frjáls kona og lifa frjálsu lífi, ekki í skugga kúgana og hótana,“ skrifar Moore-Gilbert í bréfi sem stílað er á einstakling sem fer með mál hennar í írönsku stjórnkerfi. Moore-Gilbert lýsir jafnframt hræðilegum aðstæðum í fangelsinu í bréfum sínum. Hún segist hafa verið í einangrun svo mánuðum skipti í sex fermetra klefa allan sólarhringinn. Þá sé henni neitað um að hringja í fjölskyldu sína og líkamlegri og andlegri heilsu hennar hafi hrakað mjög, svo mikið að hún hafi ítrekað verið flutt á sjúkrahús. Áströlsk yfirvöld hafa reynt að semja um framsal Moore-Gilbert en án árangurs. Áður hafði verið greint frá því að þau Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem hefur notið mikilla vinsælda sem ferðabloggarar á samfélagsmiðlum, væru í haldi í Evin-fangelsinu. Þau voru handtekinn á ferðalagi í byrjun júní síðastliðnum en sleppt úr haldi í október í skiptum fyrir íranskan fanga sem handtekinn var í áströlsku borginni Brisbane. Ástralía Íran Tengdar fréttir Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert er þriðji Ástralinn sem situr í Evin-fangelsinu í Tehran í Íran. 14. september 2019 13:41 Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. 12. september 2019 08:06 Ferðabloggararnir lausir úr fangelsi og komnir heim Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi um Íran í byrjun júlí, hafa verið látin laus úr fangelsi og komið til síns heima. 5. október 2019 15:19 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Kylie Moore-Gilbert, bresk-ástralskur háskólakennari sem setið hefur í fangelsi í Íran síðan árið 2018, er sögð hafa hafnað tilboði íranskra yfirvalda um að gerast njósnari í skiptum fyrir frelsi. Þetta hefur Guardian upp úr bréfum sem hún sendi úr fangelsinu. Moore-Gilbert er menntuð í stjórnmálum Mið-Austurlanda við Cambridge-háskóla. Hún var í fyrra dæmd í tíu ára fangelsi í Íran fyrir njósnir og afplánar nú dóminn í einangrunarvist í hinu alræmda Evin-fangelsi í Teheran. Bæði Moore-Gilbert og áströlsk yfirvöld segja ákæruna á hendur henni uppspuna frá rótum. Sjá einnig: Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Guardian birti seint í gærkvöldi umfjöllun upp úr bréfum sem Moore-Gilbert ritaði stjórnvöldum í Íran á tímabilinu júní til desember 2019. Þar segir hún að í október síðastliðnum hafi henni verið boðnir afarkostir: annars vegar þrettán mánaða dóm, sem hefði tryggt henni frelsi, og hins vegar staðfesting á tíu ára dómnum. „Ég er ekki njósnari“ Þá greinir hún einnig frá því að henni hafi verið boðið að njósna fyrir Íran í skiptum fyrir fyrri valkostinn og þannig lausn úr fangelsinu. Hún kveðst hins vegar ítrekað hafa hafnað slíkum tilboðum. „Ég er ekki njósnari. Ég hef aldrei verið njósnari og ég hef engan áhuga á því að starfa fyrir njósnasamtök í nokkru landi. Þegar ég yfirgef Íran vil ég vera frjáls kona og lifa frjálsu lífi, ekki í skugga kúgana og hótana,“ skrifar Moore-Gilbert í bréfi sem stílað er á einstakling sem fer með mál hennar í írönsku stjórnkerfi. Moore-Gilbert lýsir jafnframt hræðilegum aðstæðum í fangelsinu í bréfum sínum. Hún segist hafa verið í einangrun svo mánuðum skipti í sex fermetra klefa allan sólarhringinn. Þá sé henni neitað um að hringja í fjölskyldu sína og líkamlegri og andlegri heilsu hennar hafi hrakað mjög, svo mikið að hún hafi ítrekað verið flutt á sjúkrahús. Áströlsk yfirvöld hafa reynt að semja um framsal Moore-Gilbert en án árangurs. Áður hafði verið greint frá því að þau Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem hefur notið mikilla vinsælda sem ferðabloggarar á samfélagsmiðlum, væru í haldi í Evin-fangelsinu. Þau voru handtekinn á ferðalagi í byrjun júní síðastliðnum en sleppt úr haldi í október í skiptum fyrir íranskan fanga sem handtekinn var í áströlsku borginni Brisbane.
Ástralía Íran Tengdar fréttir Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert er þriðji Ástralinn sem situr í Evin-fangelsinu í Tehran í Íran. 14. september 2019 13:41 Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. 12. september 2019 08:06 Ferðabloggararnir lausir úr fangelsi og komnir heim Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi um Íran í byrjun júlí, hafa verið látin laus úr fangelsi og komið til síns heima. 5. október 2019 15:19 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert er þriðji Ástralinn sem situr í Evin-fangelsinu í Tehran í Íran. 14. september 2019 13:41
Ferðabloggararnir sem handteknir voru fyrir drónaflug í Íran nafngreindir Parið, Jolie King og Mark Firkin, hafa notið töluverðra vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem þau halda úti ferðabloggi og birta myndir og myndbönd úr ferðalagi sínu. 12. september 2019 08:06
Ferðabloggararnir lausir úr fangelsi og komnir heim Jolie King og Mark Firkin, ástralskt par sem handtekið var á ferðalagi um Íran í byrjun júlí, hafa verið látin laus úr fangelsi og komið til síns heima. 5. október 2019 15:19