Svona komast íslensku strákarnir í undanúrslitin á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 09:30 Vonin um verðlaunasæti lifir enn. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta héldu ekki aðeins von um sæti í umspili Ólympíuleikanna á lífi með sigrinum á Portúgal. Eftir tapleikina á móti Ungverjalandi og Slóveníu voru margir farnir að afskrifa sæti í umspili um laus sæti á ÓL í Tókýó hvað þá að fá tækifæri að spila um verðlaun. Íslenska þjóðin fór hátt upp eftir sigrana á Dönum og Rússum í fyrstu tveimur leikjunum en fór jafnframt lang niður eftir vonbrigðin gegn Ungverjum og Slóvenum. Nú er ástæða til að trúa á ný og vonir íslenska liðsins fá byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum. Gróttumaðurinn Jökull Finnbogason á Twitter er nefnilega búinn að finna út leið íslenska landsliðsins í undanúrslit á EM 2020. Þetta þarf að gerast til að Ísland komist í undanúrslit samkvæmt útreikningum Jökuls: Portúgal vinnur Sloveníu Ísland vinnur Noreg Svíþjóð vinnur Ungverja Portúgal vinnur Ungverja Noregur vinnur Slóveníu Ísland vinnur Svíþjóð Semi Finals!#handbolti#emruv— Jökull Finnbogason (@Jokullf) January 19, 2020 Fari leikirnir eins og hér fyrir ofan þá verður lokastaðan svona í milliriðli Íslands: 1. Noregur 8 stig 2. Ísland 6 stig 3. Portúgal 6 stig 4. Ungverjaland 4 stig 5. Slóvenía 4 stig 6. Svíþjóð 2 stig Íslenska landsliðið kæmist þá áfram í undanúrslitin á kostnað Portúgala vegna betri árangurs í innbyrðisleikjum. Sigurinn í gær myndi þá skila íslenska liðinu í leiki um verðlaun. Það er samt eitt að ná því að vinna bæði Noreg og Svíþjóð, tvo daga í röð, en síðan annað að öll úrslit í hinum leikjunum verði okkur í hag. Það sem er aftur á móti ljóst er að Ísland á enn möguleika á komast alla leið í leiki um verðlaun á þessu Evrópumóti og sigurinn í gær gefur öllum nýjan kraft, ekki bara leikmönnunum sjálfum heldur handboltaáhuga allrar þjóðarinnar. EM 2020 í handbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í handbolta héldu ekki aðeins von um sæti í umspili Ólympíuleikanna á lífi með sigrinum á Portúgal. Eftir tapleikina á móti Ungverjalandi og Slóveníu voru margir farnir að afskrifa sæti í umspili um laus sæti á ÓL í Tókýó hvað þá að fá tækifæri að spila um verðlaun. Íslenska þjóðin fór hátt upp eftir sigrana á Dönum og Rússum í fyrstu tveimur leikjunum en fór jafnframt lang niður eftir vonbrigðin gegn Ungverjum og Slóvenum. Nú er ástæða til að trúa á ný og vonir íslenska liðsins fá byr undir báða vængi á samfélagsmiðlum. Gróttumaðurinn Jökull Finnbogason á Twitter er nefnilega búinn að finna út leið íslenska landsliðsins í undanúrslit á EM 2020. Þetta þarf að gerast til að Ísland komist í undanúrslit samkvæmt útreikningum Jökuls: Portúgal vinnur Sloveníu Ísland vinnur Noreg Svíþjóð vinnur Ungverja Portúgal vinnur Ungverja Noregur vinnur Slóveníu Ísland vinnur Svíþjóð Semi Finals!#handbolti#emruv— Jökull Finnbogason (@Jokullf) January 19, 2020 Fari leikirnir eins og hér fyrir ofan þá verður lokastaðan svona í milliriðli Íslands: 1. Noregur 8 stig 2. Ísland 6 stig 3. Portúgal 6 stig 4. Ungverjaland 4 stig 5. Slóvenía 4 stig 6. Svíþjóð 2 stig Íslenska landsliðið kæmist þá áfram í undanúrslitin á kostnað Portúgala vegna betri árangurs í innbyrðisleikjum. Sigurinn í gær myndi þá skila íslenska liðinu í leiki um verðlaun. Það er samt eitt að ná því að vinna bæði Noreg og Svíþjóð, tvo daga í röð, en síðan annað að öll úrslit í hinum leikjunum verði okkur í hag. Það sem er aftur á móti ljóst er að Ísland á enn möguleika á komast alla leið í leiki um verðlaun á þessu Evrópumóti og sigurinn í gær gefur öllum nýjan kraft, ekki bara leikmönnunum sjálfum heldur handboltaáhuga allrar þjóðarinnar.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira