Liverpool á þrjú af fimm hagstæðustu kaupum ensku deildarinnar frá 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 13:30 Andrew Robertson hefur verið magnaður í vinstri bakvarðarstöðunni hjá Liverpool. Hér fagnar hann marki með Virgil van Dijk. Getty/Clive Brunskill Það getur skipt gríðarlegu máli fyrir fótboltafélög að finna góða leikmenn fyrir lítinn pening. Verð leikmanna hefur hins vegar farið upp úr öllu valdi síðustu ár og því enn erfiðara fyrir lið að gera góð kaup. ESPN fór yfir öll kaup ensku úrvalsdeildarfélaganna frá árinu 2014 með það markmið að finna út hver hafi verið fimm hagstæðustu og fimm óhagstæðustu kaupin á þessum sex árum. Uppkoma Liverpool á síðustu árum á því mikið að þakka að félagið hefur keypt leikmenn fyrir ekki alltof mikinn pening og þessir leikmenn hafa síðan blómstrað undir stjórn Jürgen Klopp. Það kemur því líklega ekki á óvart að Liverpool er áberandi á topplistanum yfir hagstæðustu kaupin í ensku úrvalsdeildinni undanfarin sex ár. For @espn, I worked with @21stClub to figure out the five "best" and "worst" Premier League transfers since 2014. https://t.co/5TEn4QqJWa— Ryan O'Hanlon (@rwohan) January 30, 2020 Liverpool á þannig þrjú af fimm hagstæðustu kaupum ensku deildarinnar frá 2014 og Virgil van Dijk kemst samt ekki þangað inn. Virgil van Dijk var mjög dýr en það efast þó enginn um hversu góð kaup það voru. Verðmiðinn var samt það hár að þau geta ekki talist sérstaklega hagstæð út frá stöðlum ESPN. Hagstæðustu kaupin eru aftur á móti kaup Liverpool á bakverðinum Andrew Robertson frá Hull City árið 2017. Liverpool borgaði bara átta milljónir pund fyrir hann en hann er nú metinn á 82 milljónir punda. Í öðru sæti eru kaup Tottenham á Dele Alli frá MK Dons árið 2015 en hann kostaði Spurs bara fimm milljónir. Alli hefur hækkað um 48 milljónir punda í virði síðan þá. Kaup Liverpool á þeim Georginio Wijnaldum (frá Newcastle) og Mohamed Salah (frá Roma) komast einnig inn á listann og fimmtu bestu kaupin eru síðan kaup Leicester City á Ricardo Pereira frá Porto. Verstu kaupin þykja vera kaup Chelsea á Michy Batshuayi frá Marseille árið 2016. Chelsea borgaði 33,2 milljónir punda fyrir hann en hann hefur ekki gert mikið fyrir félagið síðan og er í dag metinn á „aðeins“ 8,4 milljónir punda. Í öðru sæti eru síðan kaup Manchester United á Eric Bailly frá Villarreal fyrir 30 milljónir punda árið 2016. Í næstu sætum eru síðan kaup Burnley á Ben Gibson (frá Middlesbrough), kaup Everton á Oumar Niasse (frá Lokamotiv Moskvu) og kaup Leicester City á Kelechi Iheanacho frá Manchester City Það má lesa meira um þetta með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira
Það getur skipt gríðarlegu máli fyrir fótboltafélög að finna góða leikmenn fyrir lítinn pening. Verð leikmanna hefur hins vegar farið upp úr öllu valdi síðustu ár og því enn erfiðara fyrir lið að gera góð kaup. ESPN fór yfir öll kaup ensku úrvalsdeildarfélaganna frá árinu 2014 með það markmið að finna út hver hafi verið fimm hagstæðustu og fimm óhagstæðustu kaupin á þessum sex árum. Uppkoma Liverpool á síðustu árum á því mikið að þakka að félagið hefur keypt leikmenn fyrir ekki alltof mikinn pening og þessir leikmenn hafa síðan blómstrað undir stjórn Jürgen Klopp. Það kemur því líklega ekki á óvart að Liverpool er áberandi á topplistanum yfir hagstæðustu kaupin í ensku úrvalsdeildinni undanfarin sex ár. For @espn, I worked with @21stClub to figure out the five "best" and "worst" Premier League transfers since 2014. https://t.co/5TEn4QqJWa— Ryan O'Hanlon (@rwohan) January 30, 2020 Liverpool á þannig þrjú af fimm hagstæðustu kaupum ensku deildarinnar frá 2014 og Virgil van Dijk kemst samt ekki þangað inn. Virgil van Dijk var mjög dýr en það efast þó enginn um hversu góð kaup það voru. Verðmiðinn var samt það hár að þau geta ekki talist sérstaklega hagstæð út frá stöðlum ESPN. Hagstæðustu kaupin eru aftur á móti kaup Liverpool á bakverðinum Andrew Robertson frá Hull City árið 2017. Liverpool borgaði bara átta milljónir pund fyrir hann en hann er nú metinn á 82 milljónir punda. Í öðru sæti eru kaup Tottenham á Dele Alli frá MK Dons árið 2015 en hann kostaði Spurs bara fimm milljónir. Alli hefur hækkað um 48 milljónir punda í virði síðan þá. Kaup Liverpool á þeim Georginio Wijnaldum (frá Newcastle) og Mohamed Salah (frá Roma) komast einnig inn á listann og fimmtu bestu kaupin eru síðan kaup Leicester City á Ricardo Pereira frá Porto. Verstu kaupin þykja vera kaup Chelsea á Michy Batshuayi frá Marseille árið 2016. Chelsea borgaði 33,2 milljónir punda fyrir hann en hann hefur ekki gert mikið fyrir félagið síðan og er í dag metinn á „aðeins“ 8,4 milljónir punda. Í öðru sæti eru síðan kaup Manchester United á Eric Bailly frá Villarreal fyrir 30 milljónir punda árið 2016. Í næstu sætum eru síðan kaup Burnley á Ben Gibson (frá Middlesbrough), kaup Everton á Oumar Niasse (frá Lokamotiv Moskvu) og kaup Leicester City á Kelechi Iheanacho frá Manchester City Það má lesa meira um þetta með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira