Framkvæmdastjóri á rangri hillu? Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2020 13:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ritar harðorðan pistil um kröfur láglaunafólks hjá Reykjavíkurborg í fylgirit Fréttablaðins, Markaðinn, í gær 29. janúar. Í pistlinum spáir Halldór Benjamín því að eldi og brennisteini muni rigna yfir íslenskan vinnumarkað verði tímabær kjaraleiðrétting borgarstarfsmanna á lægstu launum að veruleika. Bölsýni framkvæmdastjórans er slík að jafnvel frægar heimsendaspár Harðar Ægissonar, ritstjóra hins sama Markaðar, blikna í samanburði. Mætti jafnvel segja að milli Halldórs og Harðar sé komið á höfrungahlaup, þar sem hvor stekkur fram fyrir hinn í ýkjum og skrumskælingum á afleiðingum þess að gera láglaunafólki kleift að lifa af launum sínum. Ekki er síður eftirtektarvert að framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar beitingu félagsmanna Eflingar á stjórnarskrár- og lögverðum samningsrétti sínum „svik“ og uppnefnir hana „skemmdarverkastarfsemi.“ Áhugavert er að skoða þennan málflutning í samhengi við ítarlegt viðtal við Halldór Benjamín í málgagni íslenskra hægrimanna, Þjóðmálum, sem birtist á dögunum. Þar tjáir hann gremju sína og óþol vegna fjölda kjarasamninga á forræði Samtaka atvinnulífsins og meints hægagangs við frágang þeirra. Af lestri viðtalsins er auðsjáanlegt að framkvæmdastjórinn getur ekki hugsað sér neitt leiðinlegra en að gera kjarasamninga. Það hlýtur að teljast athyglisvert því einmitt það er helsta ábyrgðarsvið Samtaka atvinnulífsins, líkt og fram kemur í 2. grein í samþykktum þeirra. Sú spurning hlýtur því óneitanlega að vakna hvort Halldór Benjamín sé á réttri hillu í starfsvali. Spurningin um réttan starfsvettvang Halldórs Benjamíns verður enn nærtækari nú þegar ljóst er að ergelsi hans í garð kjarasamningagerðar beinist ekki aðeins að þeim samningum sem íþyngja honum beint, heldur einnig að gerð kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins eiga alls enga aðild að. Þannig virðist Halldór Benjamín taka því sem sérstakri móðgun við sig að Reykjavíkurborg eigi nú í viðræðum við Eflingu um endurnýjun kjarasamnings í samræmi við gildandi lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Framkvæmdastjóranum væri ef til vill nær að verja sinni naumt skömmtuðu starfsorku til kjarasamningsgerðar í að ganga frá sínum eigin samningum, fremur en að sóa henni í að amast við samningagerð annarra aðila vinnumarkaðarins sem honum er óviðkomandi með öllu. Kjarasamningagerð er eitt af helstu skilgreindu verkefnum samtaka verkafólks og atvinnurekenda samkvæmt lögum. Hún getur krafist mikillar þolinmæði og natni, auk virðingar fyrir lögbundnum réttindum og hlutverkum allra sem þar eiga aðkomu. Það er áhyggjuefni ef til leiðtogahlutverka í samtökum aðila vinnumarkaðarins veljast einstaklingar sem virðast afhuga kjarasamningsgerð og verja orku sinni í að bölsótast út í fyrirliggjandi lagaramma vinnumarkaðar fremur en að leita þar farsælla lausna af yfirvegun og virðingu fyrir gagnaðilum. Enn verra er, ef slíkt óþol brýst út í vanstillingu, afskiptasemi og „hótunum“ líkt og þeim sem Halldór Benjamín stærir sig af í lok viðtalsins í Þjóðmálum og lesa má út úr skrifum hans í Markaðinn. Höfundur er formaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sólveig Anna Jónsdóttir Verkföll 2020 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ritar harðorðan pistil um kröfur láglaunafólks hjá Reykjavíkurborg í fylgirit Fréttablaðins, Markaðinn, í gær 29. janúar. Í pistlinum spáir Halldór Benjamín því að eldi og brennisteini muni rigna yfir íslenskan vinnumarkað verði tímabær kjaraleiðrétting borgarstarfsmanna á lægstu launum að veruleika. Bölsýni framkvæmdastjórans er slík að jafnvel frægar heimsendaspár Harðar Ægissonar, ritstjóra hins sama Markaðar, blikna í samanburði. Mætti jafnvel segja að milli Halldórs og Harðar sé komið á höfrungahlaup, þar sem hvor stekkur fram fyrir hinn í ýkjum og skrumskælingum á afleiðingum þess að gera láglaunafólki kleift að lifa af launum sínum. Ekki er síður eftirtektarvert að framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kallar beitingu félagsmanna Eflingar á stjórnarskrár- og lögverðum samningsrétti sínum „svik“ og uppnefnir hana „skemmdarverkastarfsemi.“ Áhugavert er að skoða þennan málflutning í samhengi við ítarlegt viðtal við Halldór Benjamín í málgagni íslenskra hægrimanna, Þjóðmálum, sem birtist á dögunum. Þar tjáir hann gremju sína og óþol vegna fjölda kjarasamninga á forræði Samtaka atvinnulífsins og meints hægagangs við frágang þeirra. Af lestri viðtalsins er auðsjáanlegt að framkvæmdastjórinn getur ekki hugsað sér neitt leiðinlegra en að gera kjarasamninga. Það hlýtur að teljast athyglisvert því einmitt það er helsta ábyrgðarsvið Samtaka atvinnulífsins, líkt og fram kemur í 2. grein í samþykktum þeirra. Sú spurning hlýtur því óneitanlega að vakna hvort Halldór Benjamín sé á réttri hillu í starfsvali. Spurningin um réttan starfsvettvang Halldórs Benjamíns verður enn nærtækari nú þegar ljóst er að ergelsi hans í garð kjarasamningagerðar beinist ekki aðeins að þeim samningum sem íþyngja honum beint, heldur einnig að gerð kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins eiga alls enga aðild að. Þannig virðist Halldór Benjamín taka því sem sérstakri móðgun við sig að Reykjavíkurborg eigi nú í viðræðum við Eflingu um endurnýjun kjarasamnings í samræmi við gildandi lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Framkvæmdastjóranum væri ef til vill nær að verja sinni naumt skömmtuðu starfsorku til kjarasamningsgerðar í að ganga frá sínum eigin samningum, fremur en að sóa henni í að amast við samningagerð annarra aðila vinnumarkaðarins sem honum er óviðkomandi með öllu. Kjarasamningagerð er eitt af helstu skilgreindu verkefnum samtaka verkafólks og atvinnurekenda samkvæmt lögum. Hún getur krafist mikillar þolinmæði og natni, auk virðingar fyrir lögbundnum réttindum og hlutverkum allra sem þar eiga aðkomu. Það er áhyggjuefni ef til leiðtogahlutverka í samtökum aðila vinnumarkaðarins veljast einstaklingar sem virðast afhuga kjarasamningsgerð og verja orku sinni í að bölsótast út í fyrirliggjandi lagaramma vinnumarkaðar fremur en að leita þar farsælla lausna af yfirvegun og virðingu fyrir gagnaðilum. Enn verra er, ef slíkt óþol brýst út í vanstillingu, afskiptasemi og „hótunum“ líkt og þeim sem Halldór Benjamín stærir sig af í lok viðtalsins í Þjóðmálum og lesa má út úr skrifum hans í Markaðinn. Höfundur er formaður Eflingar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar