Vitum að næstu landsleikir verða í júní en vitum ekki hverjum við mætum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 13:30 Strákarnir okkar fagna sigri á Dönum á EM. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur ekki misst af mörgum stórmótum síðasta tvo áratugi og nú styttist í það verkefni að tryggja sér sæti á næsta heimsmeistaramóti. Næstu mótsleikir íslenska landsliðsins í handknattleik karla verða í byrjun júní þegar leiknir verða tveir umspilsleikir um þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi í janúar á næsta ári. Vegna þess að íslenska landsliðið sleppur við þátttöku á fyrsta stigi undankeppni HM, sem fram fer upp úr miðjum apríl, er ekki ljóst hver verður andstæðingur Íslands í júníleikjunum. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ. Eins og áður segir fara leikir á fyrsta stigi undankeppninnar í fram í apríl, um líka leyti og forkeppni Ólympíuleikanna verður háð. Á fyrsta stigi undankeppni HM taka landslið átta þjóða þátt, þ.e. fjögur neðstu liðin á EM2020, Pólland, Rússland, Bosnía og Lettland auk fjögurra sem unnu hver sinn riðil í undankeppni sem háð var frá október á síðasta ári og fram í byrjun janúar. Um er að ræða landslið Litháen, Rúmeníu, Tyrklands og Ísrael. Í morgun var dregið hvaða lið mætast og var niðurstaðan eftirfarandi: Tyrkland - Rússland Rúmenía - Bosnía Pólland - Litháen Ísrael - Lettland Eftir leikina sem fram fara 15. til 19. apríl heima og að heima standa fjögur lið sem bætast í pott með eftirtöldum liðum á frá EM: Slóvenía, Þýskaland, Portúgal, Svíþjóð, Austurríki, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Ísland, Tékkland, Frakkland, Norður-Makedónía, Sviss, Holland, Svartfjallaland, Úkraína og Serbía. Alls landsliðs 16 þjóða auk fjögurra frá undankeppninni í apríl. Þessum 20 liðum verður skipt upp í tvo styrkleikaflokka og dregin saman. Flest bendir til þess að íslenska landsliðið verði áfram í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í vor. Á HM í Egyptalandi verða þátttökuþjóðir 32, átta fleiri en á undanförnum mótum. Evrópa á sæti fyrir 13 keppnislið auk heimsmeistara Dana. Þrjú efstu lið EM2020 hafa þegar tryggt sér farseðilinn á HM2021, Evrópumeistarar Spánar, silfurlið Króata og bronslið Norðmanna. Eftir standa 10 sæti sem bitist verður um í fyrri hluta júní. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur ekki misst af mörgum stórmótum síðasta tvo áratugi og nú styttist í það verkefni að tryggja sér sæti á næsta heimsmeistaramóti. Næstu mótsleikir íslenska landsliðsins í handknattleik karla verða í byrjun júní þegar leiknir verða tveir umspilsleikir um þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi í janúar á næsta ári. Vegna þess að íslenska landsliðið sleppur við þátttöku á fyrsta stigi undankeppni HM, sem fram fer upp úr miðjum apríl, er ekki ljóst hver verður andstæðingur Íslands í júníleikjunum. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ. Eins og áður segir fara leikir á fyrsta stigi undankeppninnar í fram í apríl, um líka leyti og forkeppni Ólympíuleikanna verður háð. Á fyrsta stigi undankeppni HM taka landslið átta þjóða þátt, þ.e. fjögur neðstu liðin á EM2020, Pólland, Rússland, Bosnía og Lettland auk fjögurra sem unnu hver sinn riðil í undankeppni sem háð var frá október á síðasta ári og fram í byrjun janúar. Um er að ræða landslið Litháen, Rúmeníu, Tyrklands og Ísrael. Í morgun var dregið hvaða lið mætast og var niðurstaðan eftirfarandi: Tyrkland - Rússland Rúmenía - Bosnía Pólland - Litháen Ísrael - Lettland Eftir leikina sem fram fara 15. til 19. apríl heima og að heima standa fjögur lið sem bætast í pott með eftirtöldum liðum á frá EM: Slóvenía, Þýskaland, Portúgal, Svíþjóð, Austurríki, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Ísland, Tékkland, Frakkland, Norður-Makedónía, Sviss, Holland, Svartfjallaland, Úkraína og Serbía. Alls landsliðs 16 þjóða auk fjögurra frá undankeppninni í apríl. Þessum 20 liðum verður skipt upp í tvo styrkleikaflokka og dregin saman. Flest bendir til þess að íslenska landsliðið verði áfram í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í vor. Á HM í Egyptalandi verða þátttökuþjóðir 32, átta fleiri en á undanförnum mótum. Evrópa á sæti fyrir 13 keppnislið auk heimsmeistara Dana. Þrjú efstu lið EM2020 hafa þegar tryggt sér farseðilinn á HM2021, Evrópumeistarar Spánar, silfurlið Króata og bronslið Norðmanna. Eftir standa 10 sæti sem bitist verður um í fyrri hluta júní.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira