Búið að reka þjálfara Börsunga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2020 22:34 Setién mun ekki stýra liði Barcelona í fleiri leikjum. EPA-EFE/Rafael Marchante Spænska stórveldið Barcelona hefur rekið Quique Setién, þjálfara sinn, eftir aðeins átta mánuði í starfi. Þetta staðfesti Josep Bartomeu forseti félagsins nú í kvöld. Talið er að Ronald Koeman, fyrrum leikmaður Barcelona og núverandi landsliðsþjálfari Hollands sé líklegastur til að taka við. Quique Setien is OUT as Barcelona coach, according to club president Josep Bartomeu. pic.twitter.com/af0VaVQaPd— FOX Soccer (@FOXSoccer) August 16, 2020 Setien var ráðinn í janúar á þessu ári þegar Ernesto Valverde var látinn fara. Sá hafði skilað liðinu spænska meistaratitlinum tvö ár í röð og var liðið í efsta sæti deildarinnar þegar Setién tók við. Síðan hinn 61 árs gamli Setién tók við liðinu hefur allt gengið á afturfótunum. Lionel Messi – argentíski snillingurinn í röðum Börsunga – ku hafa fengið nóg af vanhæfni stjórnarmanna félagsins og vill yfirgefa félagið. Messi hefur allan sinn feril leikið fyrir Barcelona og slegið hvert metið á fætur öðru. Liðinu tókst að glutra niður forystu sinni á Spáni og leyfði erkifjendum sínum í Real Madrid að landa titlinum. Þá tapaði liðið 8-2 fyrir Bayern Munich í Meistaradeild Evrópu. Eitthvað sem á ekki að geta komið fyrir félag af þeirri stærðargráðu og Barcelona er. Mögulega tekur Koeman við á morgun en það er ljóst að hann þarf að hafa hraðar hendur þar sem undirbúningstímabil Börsunga hefst eftir aðeins tvær vikur og það er deginum ljósara að það þarf að taka til hendinni í leikmannahóp liðsins. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15 Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Sjá meira
Spænska stórveldið Barcelona hefur rekið Quique Setién, þjálfara sinn, eftir aðeins átta mánuði í starfi. Þetta staðfesti Josep Bartomeu forseti félagsins nú í kvöld. Talið er að Ronald Koeman, fyrrum leikmaður Barcelona og núverandi landsliðsþjálfari Hollands sé líklegastur til að taka við. Quique Setien is OUT as Barcelona coach, according to club president Josep Bartomeu. pic.twitter.com/af0VaVQaPd— FOX Soccer (@FOXSoccer) August 16, 2020 Setien var ráðinn í janúar á þessu ári þegar Ernesto Valverde var látinn fara. Sá hafði skilað liðinu spænska meistaratitlinum tvö ár í röð og var liðið í efsta sæti deildarinnar þegar Setién tók við. Síðan hinn 61 árs gamli Setién tók við liðinu hefur allt gengið á afturfótunum. Lionel Messi – argentíski snillingurinn í röðum Börsunga – ku hafa fengið nóg af vanhæfni stjórnarmanna félagsins og vill yfirgefa félagið. Messi hefur allan sinn feril leikið fyrir Barcelona og slegið hvert metið á fætur öðru. Liðinu tókst að glutra niður forystu sinni á Spáni og leyfði erkifjendum sínum í Real Madrid að landa titlinum. Þá tapaði liðið 8-2 fyrir Bayern Munich í Meistaradeild Evrópu. Eitthvað sem á ekki að geta komið fyrir félag af þeirri stærðargráðu og Barcelona er. Mögulega tekur Koeman við á morgun en það er ljóst að hann þarf að hafa hraðar hendur þar sem undirbúningstímabil Börsunga hefst eftir aðeins tvær vikur og það er deginum ljósara að það þarf að taka til hendinni í leikmannahóp liðsins.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15 Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Sjá meira
Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15
Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15