Þór/KA stelpurnar stoppuðu á miðri leið á heimleiðinni í gær og óðu út í á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2020 12:31 Arna Sif Ásgrímsdóttir og félagar í Þór/KA fagna hér marki hjá liðinu í Pepsi Max deild kvenna. Vísir/Bára Þór/KA stelpur náðu í stig á dramatískan hátt í Garðabænum í gær þegar þær jöfnuðu metin í uppbótatíma. Eftir leik þurfti liðið að sjálfsögðu að fara í fimm tíma ferðalag heim til Akureyrar. Þetta var eitt af mörgum rútuferðalögum liðsins á næstunni og því er mikilvægt að huga að endurheimt þegar stutt er bæði á milli leikja og langra rútuferða. Þór/KA hugsuðu út fyrir boxið þegar þær ákváðu að prófa hlut sem ætti að hjálpa endurheimtunni. Þær stoppuðu á miðri leið og kældu niður þreytta fætur út í á eða læk í Norðurárdalnum. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA, var ekki alveg með á hreinu hvar þetta var en það skipti ekki öllu máli. „Ég þori ekki alveg að fara með það hvar þetta var en við keyrðum aðeins lengra en Borgarnes og fundum góðan stað,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. Það er mikið álag á Þór/KA liðinu í þessari viku, þrír leikir og enginn þeirra norður á Akureyri eða í nærsveitum. „Þetta var nú bara gert af því að það er svo stutt á milli leikja núna og við eigum þrjá útileiki í röð. Það er því fullt af rútuferðum fram undan hjá okkur sem getur reynst erfitt. Við ákváðum því að prófa þetta og hvort að það myndi hjálpa okkur eitthvað. Við höfum ekki gert þetta áður,“ sagði Arna Sif en hvernig var hennar upplifun að þessu: „Þetta var mjög notalegt. Við stóðum þarna úti í einhverjar mínútur, svo bara þurrkuðu við okkur og fórum beint aftur upp í rútu. Maður verður alltaf aðeins hressari eftir kalda vatnið,“ sagði Arna Sif. Þór/KA stelpan Hulda Björg Hannesdóttir sést hér út í kaldri ánni en þetta er skjámynd úr myndbandi sem markvörðurinn Lauren Amie Allen setti inn á Instagram og Instagram síðan Þór/KA stelpnanna sýndi líka.Skjámynd/Instagram „Það er mjög erfitt að fá þrjá leiki í vikunni og allt útileiki. Við erum alltaf að koma mjög seint heim, við erum því að fara seint að sofa og svo er bara vinna næsta dag. Þetta verður því pínu erfitt. Við þurfum því að huga vel að endurheimtinni og ætluðum að sjá hvað þetta myndi gera fyrir okkur. Vonandi verður maður bara ferskur,“ sagði Arna Sif. Þór/KA mætti eins og áður sagði Stjörnunni á útivelli í gær, spilar síðan við Breiðablik í Kópavogi á miðvikudaginn og loks er þetta leikur á móti ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudaginn kemur. „Þetta var bara stemmning. Svo týndum við bláber í leiðinni og borðuðum þau meðan við stóðum í vatninu. Það er fullt af andoxunarefnum í þeim og allt upp á tíu,“ sagði Arna Sif hress. Þór/KA sýndi karakter með því að halda áfram og ná að jafna metin á móti Stjörnunni í uppbótatíma. „Það hefði verið hundfúlt að tapa þessum leik og mér fannst við vera betri eiginlega allan leikinn. Við áttum að skora einhver mörk. Það var mjög sætt að ná að skora undir lokin og sýna karakter. Við eigum samt að mínu mati að stjórn og vinna þessa leiki,“ sagði Arna Sif. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Þór/KA stelpur náðu í stig á dramatískan hátt í Garðabænum í gær þegar þær jöfnuðu metin í uppbótatíma. Eftir leik þurfti liðið að sjálfsögðu að fara í fimm tíma ferðalag heim til Akureyrar. Þetta var eitt af mörgum rútuferðalögum liðsins á næstunni og því er mikilvægt að huga að endurheimt þegar stutt er bæði á milli leikja og langra rútuferða. Þór/KA hugsuðu út fyrir boxið þegar þær ákváðu að prófa hlut sem ætti að hjálpa endurheimtunni. Þær stoppuðu á miðri leið og kældu niður þreytta fætur út í á eða læk í Norðurárdalnum. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA, var ekki alveg með á hreinu hvar þetta var en það skipti ekki öllu máli. „Ég þori ekki alveg að fara með það hvar þetta var en við keyrðum aðeins lengra en Borgarnes og fundum góðan stað,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. Það er mikið álag á Þór/KA liðinu í þessari viku, þrír leikir og enginn þeirra norður á Akureyri eða í nærsveitum. „Þetta var nú bara gert af því að það er svo stutt á milli leikja núna og við eigum þrjá útileiki í röð. Það er því fullt af rútuferðum fram undan hjá okkur sem getur reynst erfitt. Við ákváðum því að prófa þetta og hvort að það myndi hjálpa okkur eitthvað. Við höfum ekki gert þetta áður,“ sagði Arna Sif en hvernig var hennar upplifun að þessu: „Þetta var mjög notalegt. Við stóðum þarna úti í einhverjar mínútur, svo bara þurrkuðu við okkur og fórum beint aftur upp í rútu. Maður verður alltaf aðeins hressari eftir kalda vatnið,“ sagði Arna Sif. Þór/KA stelpan Hulda Björg Hannesdóttir sést hér út í kaldri ánni en þetta er skjámynd úr myndbandi sem markvörðurinn Lauren Amie Allen setti inn á Instagram og Instagram síðan Þór/KA stelpnanna sýndi líka.Skjámynd/Instagram „Það er mjög erfitt að fá þrjá leiki í vikunni og allt útileiki. Við erum alltaf að koma mjög seint heim, við erum því að fara seint að sofa og svo er bara vinna næsta dag. Þetta verður því pínu erfitt. Við þurfum því að huga vel að endurheimtinni og ætluðum að sjá hvað þetta myndi gera fyrir okkur. Vonandi verður maður bara ferskur,“ sagði Arna Sif. Þór/KA mætti eins og áður sagði Stjörnunni á útivelli í gær, spilar síðan við Breiðablik í Kópavogi á miðvikudaginn og loks er þetta leikur á móti ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudaginn kemur. „Þetta var bara stemmning. Svo týndum við bláber í leiðinni og borðuðum þau meðan við stóðum í vatninu. Það er fullt af andoxunarefnum í þeim og allt upp á tíu,“ sagði Arna Sif hress. Þór/KA sýndi karakter með því að halda áfram og ná að jafna metin á móti Stjörnunni í uppbótatíma. „Það hefði verið hundfúlt að tapa þessum leik og mér fannst við vera betri eiginlega allan leikinn. Við áttum að skora einhver mörk. Það var mjög sætt að ná að skora undir lokin og sýna karakter. Við eigum samt að mínu mati að stjórn og vinna þessa leiki,“ sagði Arna Sif.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn