Vann úr sorginni og úr varð sýning Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 18:30 Sólveig Hólmarsdóttir listakona við eitt verka sinna á sýningunni Upprisu. Vísir/Arnar Listamenn og gallerý hafa farið nýjar leiðir síðustu mánuði og hafa sýningar jafnvel verið opnaðar án gesta að sögn sýningarstjóra. Áhorfendur hafi hins vegar sjaldan verið fleiri þar sem nú séu samfélagsmiðlar notaðir í mun meira mæli en áður. Listakona sem opnaði sýningu á laugardaginn er afar ánægð með að fólk hafi líka getað notið hennar heimavið. Óvenjulegir tímar kalla á óvenjulegar lausnir en á laugardaginn var sýningin Upprisa opnuð á sama tíma í Gallerý Fold og á samfélagsmiðlum. Henni var streymt í tvo klukkutíma eða jafn lengi og sýningaropnunin stóð. Sólveig Hólmarsdóttir listakona segir að þetta sé fyrsta sýningin sín í 7 ár. Sorg, verk eftir Sólveigu Hólmarsdóttur. Hún segir þetta verk af sér sjálfri.Vísir/Gallerý Fold „Ég var dauðhrædd um að það yrði ekkert af sýningunni og þetta yrði bara netsýning. En það fór vel. Það var svo skrítið á opnuninni að það var aldrei of fullt þrátt fyrir marga gesti, það var gott flæði og streymi hérna inn. Þá var sýningunni streymt á netinu þannig að eflaust hef ég aldrei haft fleiri á einni opnun, “ segir Sólveig. Sólveig missti manninn sinn, móður og fleiri nánað aðstandendur á sama ári. „Þessi sýning, Upprisa, er um sorgina og hvernig ég rís upp úr sorginni. Ég missti manninn minn, móður mína og fleiri á sama ári og þetta var mjög erfiður tími. En sýningin fjallar líka um alla gleðina og töfrana í lífinu sem ég fann þegar ég fór að jafna mig. Ég var í helli í nokkur ár vegna sorgarinnar sem heltók mig og fann ekki fyrr en ég fór út úr hellinum að það er birta þarna úti,“ segir Sólveig. Á sýningunni er keramikverk af konu sem heldur á blæðandi hjörtum sem heitir Sorgin og segir Sólveig að þetta sé hún sjálf á þeim tíma þegar henni leið hvað verst. Hún nefnir annað verk sem nefnist Tár hafsins sem vísar líkar til sorgarinnar. „Þetta er verk fyrir æskuvinkonu mína sem missti manninn sinn fyrir mörgum árum. Hún var ung með tvö lítil börn og hana dreymdi draum þar sem hún grét perlum og tár hafsins eru perlurnar,“ segir Sólveig. Á sýningunni er einnig að finna gleðina og galdrana sem Sólveig lýsir en einnig mikinn húmor eins og sjá má í verkinu Sumir eru asnalegir. Sólveig segir að sýningin tali líka til samtímans. „Þetta er spurningin um rísa upp úr einhverju, halda áfram og aðlaga sig að hlutunum,“ segir Sólveig. Maddý Hautch sýningarstjóri í Gallerý FoldVísir/Arnar Maddý Hautch sýningarstjóri Upprisu segir að Gallerý Fold hafi þurft að fara nýjar leiðir á tímum kórónuveirufaraldursins. Í vor hafi til að mynda sýning verið opnuð án listamanns eða gesta. „Við höfum þurft að fresta sýningum og aflýsa og svo höfum við líka farið nýjar leiðir. Við opnuðum til dæmis sýningu í vor eftir ítalskan listamann og vorum með streymi á samfélagsmiðlum en enga gesti. Listamaðurinn var heima á Ítalíu en tók þátt í streyminu með okkur,“ segir Maddý. Maddý segir að gestum á sýningunni Upprisu hafi verið boðið að spritta sig, fá hanska eða grímur áður en þeir fóru inní sýningarsalinn. Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Listamenn og gallerý hafa farið nýjar leiðir síðustu mánuði og hafa sýningar jafnvel verið opnaðar án gesta að sögn sýningarstjóra. Áhorfendur hafi hins vegar sjaldan verið fleiri þar sem nú séu samfélagsmiðlar notaðir í mun meira mæli en áður. Listakona sem opnaði sýningu á laugardaginn er afar ánægð með að fólk hafi líka getað notið hennar heimavið. Óvenjulegir tímar kalla á óvenjulegar lausnir en á laugardaginn var sýningin Upprisa opnuð á sama tíma í Gallerý Fold og á samfélagsmiðlum. Henni var streymt í tvo klukkutíma eða jafn lengi og sýningaropnunin stóð. Sólveig Hólmarsdóttir listakona segir að þetta sé fyrsta sýningin sín í 7 ár. Sorg, verk eftir Sólveigu Hólmarsdóttur. Hún segir þetta verk af sér sjálfri.Vísir/Gallerý Fold „Ég var dauðhrædd um að það yrði ekkert af sýningunni og þetta yrði bara netsýning. En það fór vel. Það var svo skrítið á opnuninni að það var aldrei of fullt þrátt fyrir marga gesti, það var gott flæði og streymi hérna inn. Þá var sýningunni streymt á netinu þannig að eflaust hef ég aldrei haft fleiri á einni opnun, “ segir Sólveig. Sólveig missti manninn sinn, móður og fleiri nánað aðstandendur á sama ári. „Þessi sýning, Upprisa, er um sorgina og hvernig ég rís upp úr sorginni. Ég missti manninn minn, móður mína og fleiri á sama ári og þetta var mjög erfiður tími. En sýningin fjallar líka um alla gleðina og töfrana í lífinu sem ég fann þegar ég fór að jafna mig. Ég var í helli í nokkur ár vegna sorgarinnar sem heltók mig og fann ekki fyrr en ég fór út úr hellinum að það er birta þarna úti,“ segir Sólveig. Á sýningunni er keramikverk af konu sem heldur á blæðandi hjörtum sem heitir Sorgin og segir Sólveig að þetta sé hún sjálf á þeim tíma þegar henni leið hvað verst. Hún nefnir annað verk sem nefnist Tár hafsins sem vísar líkar til sorgarinnar. „Þetta er verk fyrir æskuvinkonu mína sem missti manninn sinn fyrir mörgum árum. Hún var ung með tvö lítil börn og hana dreymdi draum þar sem hún grét perlum og tár hafsins eru perlurnar,“ segir Sólveig. Á sýningunni er einnig að finna gleðina og galdrana sem Sólveig lýsir en einnig mikinn húmor eins og sjá má í verkinu Sumir eru asnalegir. Sólveig segir að sýningin tali líka til samtímans. „Þetta er spurningin um rísa upp úr einhverju, halda áfram og aðlaga sig að hlutunum,“ segir Sólveig. Maddý Hautch sýningarstjóri í Gallerý FoldVísir/Arnar Maddý Hautch sýningarstjóri Upprisu segir að Gallerý Fold hafi þurft að fara nýjar leiðir á tímum kórónuveirufaraldursins. Í vor hafi til að mynda sýning verið opnuð án listamanns eða gesta. „Við höfum þurft að fresta sýningum og aflýsa og svo höfum við líka farið nýjar leiðir. Við opnuðum til dæmis sýningu í vor eftir ítalskan listamann og vorum með streymi á samfélagsmiðlum en enga gesti. Listamaðurinn var heima á Ítalíu en tók þátt í streyminu með okkur,“ segir Maddý. Maddý segir að gestum á sýningunni Upprisu hafi verið boðið að spritta sig, fá hanska eða grímur áður en þeir fóru inní sýningarsalinn.
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira