Danny McBride breytti lífi sínu eftir Íslandsferð Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2020 10:30 Danny McBride fór í stafræna afeitrun hér á landi. Getty Images/Matt Winkelmeyer Leikarinn Danny McBride, sem hefur vakið athygli fyrir hlutverk sín í Eastbound & Down, Vice Principals og The Righteous Gemstones, segir í viðtali við Shortlist að Íslandsför hafi breytti lífi hans. McBride var spurður í viðtalinu hvað hann væri að horfa á í sjónvarpinu um þessar mundir. „Ég horfi sárasjaldan á afþreyingarefni þar sem ég er alltaf að vinna. Oftast geymi ég allt sem mig langar að sjá og tek það allt yfir jólin,“ segir McBride sem bætir við að hann hafi í raun farið í „stafræna afeitrun“ á síðasta ári og það hér á Íslandi. „Síðasta ár var rosalegt fyrir mig og ég vann allt of mikið. Ég fór með fjölskyldunni til Íslands í frí og við dvöldum í smáhýsi þar sem ekki var hægt að horfa á sjónvarp. Það er svo mikið að gerast alltaf heima hjá okkur. Flatskjáir út um allt og börnin að horfa á YouTube allan daginn. Svo eru heimsfréttirnar alltaf svo neikvæðar. Þú vaknar kannski í góðu skapi en um leið og þú kveikir á sjónvarpinu ferðu í vont skap,“ segir McBride og heldur áfram. „Svo fer ég í þessa ferð og gerði ekkert nema lesa. Mér leið svo miklu betur og setti mér því það markmið að lesa 50 bækur á einu ári, og það tókst. Þetta ætla ég mér að gera á hverju einasta ári. Um leið og mig langaði að kíkja á netið eða fara inn á samfélagsmiðla tók ég upp bók og byrjaði að lesa. Mig langar að hugsa um heiminn út frá mínum hugsunum, mig langar ekki að einhver sé að segja mér hvernig heimurinn er. Ég tók mér því langa pásu frá öllu þessu áreiti.“ View this post on Instagram Happy New Year, ding-dongs. Stay warm in 19. A post shared by Danny McBride (@lone_wolf_mcbride) on Dec 31, 2018 at 2:09pm PST Bíó og sjónvarp Bókmenntir Íslandsvinir Tímamót Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Leikarinn Danny McBride, sem hefur vakið athygli fyrir hlutverk sín í Eastbound & Down, Vice Principals og The Righteous Gemstones, segir í viðtali við Shortlist að Íslandsför hafi breytti lífi hans. McBride var spurður í viðtalinu hvað hann væri að horfa á í sjónvarpinu um þessar mundir. „Ég horfi sárasjaldan á afþreyingarefni þar sem ég er alltaf að vinna. Oftast geymi ég allt sem mig langar að sjá og tek það allt yfir jólin,“ segir McBride sem bætir við að hann hafi í raun farið í „stafræna afeitrun“ á síðasta ári og það hér á Íslandi. „Síðasta ár var rosalegt fyrir mig og ég vann allt of mikið. Ég fór með fjölskyldunni til Íslands í frí og við dvöldum í smáhýsi þar sem ekki var hægt að horfa á sjónvarp. Það er svo mikið að gerast alltaf heima hjá okkur. Flatskjáir út um allt og börnin að horfa á YouTube allan daginn. Svo eru heimsfréttirnar alltaf svo neikvæðar. Þú vaknar kannski í góðu skapi en um leið og þú kveikir á sjónvarpinu ferðu í vont skap,“ segir McBride og heldur áfram. „Svo fer ég í þessa ferð og gerði ekkert nema lesa. Mér leið svo miklu betur og setti mér því það markmið að lesa 50 bækur á einu ári, og það tókst. Þetta ætla ég mér að gera á hverju einasta ári. Um leið og mig langaði að kíkja á netið eða fara inn á samfélagsmiðla tók ég upp bók og byrjaði að lesa. Mig langar að hugsa um heiminn út frá mínum hugsunum, mig langar ekki að einhver sé að segja mér hvernig heimurinn er. Ég tók mér því langa pásu frá öllu þessu áreiti.“ View this post on Instagram Happy New Year, ding-dongs. Stay warm in 19. A post shared by Danny McBride (@lone_wolf_mcbride) on Dec 31, 2018 at 2:09pm PST
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Íslandsvinir Tímamót Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Floppin hans Balta og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira