Ræddu siðareglur við sérfræðinga ÖSE Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 13:01 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar frá Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu funduðu með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun í tengslum við endurskoðun siðareglna alþingismanna. Formaður nefndarinnar segir meðal annars hafa komið fram á fundinum að allt of algengt sé í Evrópu að slíkar siðareglur hafi verið notaðar gegn stjórnarandstöðunni. Um hríð hefur staðið yfir vinna við endurskoðun siðareglna alþingismanna. Drög að breyttum reglum voru send Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE til umsagnar og í framhaldinu vakti ÖSE athygli Alþingis á því að hjá stofnuninni starfi sérfræðingar sem búi yfir mikilli reynslu og sérþekkingu er varða siðferðileg viðmið fyrir kjörna fulltrúa. Úr varð að tveir sérfræðingar frá ÖSE heimsækja Alþingi í dag og á morgun.Sjá einnig: Heimsækja þingið vegna endurskoðunar reglnaÞeir funda meðal annars með forseta Alþingis og formönnum þingflokka og í morgun voru þeir gestir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er formaður nefndarinnar, segir ýmsa álitaþætti tengda siðareglum hafa meðal annars verið til umfjöllunar. „Að mínu mati þá finnst mér mjög mikilvægt að endurskoða bæði hvernig þessi nefnd virkar, að hún virki ekki eftir flokkspólitískum dráttum, að það sé hafið yfir allan vafa í málsmeðferð fyrir nefndinni. Og það sé líka mjög skýrt hvaða takmarkanir siðareglur geta sett á tjáningarfrelsi þingmanna, sérstaklega þingmanna í stjórnarandstöðu,“ segir Þórhildur Sunna. Sjálf er hún ein þriggja þingmanna sem siðanefnd hefur úrskurðað að hafi gerst brotlegir við siðareglur. Í hennar tilfelli varðar það ummæli hennar um Ásmund Friðriksson en hinir þingmennirnir tveir eru Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson í úrskurði er varðar Klaustursmálið svokallaða. Algengt að siðareglur séu nýttar gegn stjórnarandstæðingum „Það barst í tal á þessum fundi að það sé því miður algengt í Evrópu að svona siðareglur hafi verið notaðar til þess að refsa stjórnarandstöðunni og til þess að svona ráðast á stjórnarandstöðuna með ómálefnalegum hætti og nota siðareglurnar til þess í raun og veru að minnka getu stjórnarandstæðinga til að sinna sínu mikilvæga starfi,“ segir Þórhildur Sunna. Hún kveðst ekki sannfærð um að þær breytingar á siðareglum sem eru í farvatninu taki nægilega vel á þessum þætti. „Mér finnst til dæmis vanta algjörlega inn í þessi drög að það sé tekið á þessu viðmóti að sannleiksgildi ummæla skipti engu máli, heldur hvernig ummæli eru sett fram og í hvaða samhengi,“ segir Þórhildur Sunna. „Það skilur okkur eftir á mjög fáránlegum stað að það skipti engu máli hvað þú segir heldur hvernig þú segir það. Og ég get ekki skilið hvernig siðareglur ættu ekki að taka á innihaldi eða sannleiksgildi ummæla.“ Þingmenn séu kjörnir til þess að tjá skoðanir sínar og allar reglur sem geti sett því tjáningarfrelsi skorður þurfi að vera takmarkaðar og mjög skýrar. Alþingi Tengdar fréttir Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Siðareglur til endurskoðunar Forseti Alþingis undirbýr nú endurskoðun siðareglna fyrir alþingismenn. Málið á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar. Endurskoða á framkvæmd og umgjörð reglnanna fremur en hátternisreglurnar sjálfar. 3. ágúst 2019 08:00 Siðanefnd hafi „dæmt sig úr leik” með úrskurði sínum Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur ekkert athugavert við það að hún gegni formennsku í nefndinni þrátt fyrir að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum. 16. september 2019 12:10 Forseti Evrópuráðsþingsins svarar bréfi Ásmundar: Hefur ekki áhrif á stöðu Þórhildar Sunnu á vettvangi Evrópuráðsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur fengið afrit af svarbréfi forseta Evrópuráðsþingsins til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. 20. desember 2019 12:42 Forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi siðareglur fyrir alþingismenn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi bæði siðareglur fyrir alþingismenn og málsmeðferðarreglur sem þeim fylgja. Hún er ekki sammála því að endurskoða þurfi ákvæði um gildissvið reglnanna og telur að það eigi að skýra rúmt. Þingmennska sé ekki hefðbundið starf og siðareglurnar eigi að gilda alls staðar þar sem þingmenn eru á opinberum vettvangi. 2. ágúst 2019 18:45 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Sérfræðingar frá Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu funduðu með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun í tengslum við endurskoðun siðareglna alþingismanna. Formaður nefndarinnar segir meðal annars hafa komið fram á fundinum að allt of algengt sé í Evrópu að slíkar siðareglur hafi verið notaðar gegn stjórnarandstöðunni. Um hríð hefur staðið yfir vinna við endurskoðun siðareglna alþingismanna. Drög að breyttum reglum voru send Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE til umsagnar og í framhaldinu vakti ÖSE athygli Alþingis á því að hjá stofnuninni starfi sérfræðingar sem búi yfir mikilli reynslu og sérþekkingu er varða siðferðileg viðmið fyrir kjörna fulltrúa. Úr varð að tveir sérfræðingar frá ÖSE heimsækja Alþingi í dag og á morgun.Sjá einnig: Heimsækja þingið vegna endurskoðunar reglnaÞeir funda meðal annars með forseta Alþingis og formönnum þingflokka og í morgun voru þeir gestir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er formaður nefndarinnar, segir ýmsa álitaþætti tengda siðareglum hafa meðal annars verið til umfjöllunar. „Að mínu mati þá finnst mér mjög mikilvægt að endurskoða bæði hvernig þessi nefnd virkar, að hún virki ekki eftir flokkspólitískum dráttum, að það sé hafið yfir allan vafa í málsmeðferð fyrir nefndinni. Og það sé líka mjög skýrt hvaða takmarkanir siðareglur geta sett á tjáningarfrelsi þingmanna, sérstaklega þingmanna í stjórnarandstöðu,“ segir Þórhildur Sunna. Sjálf er hún ein þriggja þingmanna sem siðanefnd hefur úrskurðað að hafi gerst brotlegir við siðareglur. Í hennar tilfelli varðar það ummæli hennar um Ásmund Friðriksson en hinir þingmennirnir tveir eru Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson í úrskurði er varðar Klaustursmálið svokallaða. Algengt að siðareglur séu nýttar gegn stjórnarandstæðingum „Það barst í tal á þessum fundi að það sé því miður algengt í Evrópu að svona siðareglur hafi verið notaðar til þess að refsa stjórnarandstöðunni og til þess að svona ráðast á stjórnarandstöðuna með ómálefnalegum hætti og nota siðareglurnar til þess í raun og veru að minnka getu stjórnarandstæðinga til að sinna sínu mikilvæga starfi,“ segir Þórhildur Sunna. Hún kveðst ekki sannfærð um að þær breytingar á siðareglum sem eru í farvatninu taki nægilega vel á þessum þætti. „Mér finnst til dæmis vanta algjörlega inn í þessi drög að það sé tekið á þessu viðmóti að sannleiksgildi ummæla skipti engu máli, heldur hvernig ummæli eru sett fram og í hvaða samhengi,“ segir Þórhildur Sunna. „Það skilur okkur eftir á mjög fáránlegum stað að það skipti engu máli hvað þú segir heldur hvernig þú segir það. Og ég get ekki skilið hvernig siðareglur ættu ekki að taka á innihaldi eða sannleiksgildi ummæla.“ Þingmenn séu kjörnir til þess að tjá skoðanir sínar og allar reglur sem geti sett því tjáningarfrelsi skorður þurfi að vera takmarkaðar og mjög skýrar.
Alþingi Tengdar fréttir Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00 Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Siðareglur til endurskoðunar Forseti Alþingis undirbýr nú endurskoðun siðareglna fyrir alþingismenn. Málið á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar. Endurskoða á framkvæmd og umgjörð reglnanna fremur en hátternisreglurnar sjálfar. 3. ágúst 2019 08:00 Siðanefnd hafi „dæmt sig úr leik” með úrskurði sínum Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur ekkert athugavert við það að hún gegni formennsku í nefndinni þrátt fyrir að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum. 16. september 2019 12:10 Forseti Evrópuráðsþingsins svarar bréfi Ásmundar: Hefur ekki áhrif á stöðu Þórhildar Sunnu á vettvangi Evrópuráðsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur fengið afrit af svarbréfi forseta Evrópuráðsþingsins til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. 20. desember 2019 12:42 Forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi siðareglur fyrir alþingismenn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi bæði siðareglur fyrir alþingismenn og málsmeðferðarreglur sem þeim fylgja. Hún er ekki sammála því að endurskoða þurfi ákvæði um gildissvið reglnanna og telur að það eigi að skýra rúmt. Þingmennska sé ekki hefðbundið starf og siðareglurnar eigi að gilda alls staðar þar sem þingmenn eru á opinberum vettvangi. 2. ágúst 2019 18:45 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Bergþór og Gunnar Bragi sagðir hafa brotið siðareglur Alþingis Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson þingmenn Miðflokksins brutu siðareglur alþingismanna með ummælum sem þeir létu falla á barnum Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 1. ágúst 2019 07:00
Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10
Siðareglur til endurskoðunar Forseti Alþingis undirbýr nú endurskoðun siðareglna fyrir alþingismenn. Málið á dagskrá sumarfundar forsætisnefndar. Endurskoða á framkvæmd og umgjörð reglnanna fremur en hátternisreglurnar sjálfar. 3. ágúst 2019 08:00
Siðanefnd hafi „dæmt sig úr leik” með úrskurði sínum Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur ekkert athugavert við það að hún gegni formennsku í nefndinni þrátt fyrir að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum. 16. september 2019 12:10
Forseti Evrópuráðsþingsins svarar bréfi Ásmundar: Hefur ekki áhrif á stöðu Þórhildar Sunnu á vettvangi Evrópuráðsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur fengið afrit af svarbréfi forseta Evrópuráðsþingsins til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. 20. desember 2019 12:42
Forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi siðareglur fyrir alþingismenn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að endurskoða þurfi bæði siðareglur fyrir alþingismenn og málsmeðferðarreglur sem þeim fylgja. Hún er ekki sammála því að endurskoða þurfi ákvæði um gildissvið reglnanna og telur að það eigi að skýra rúmt. Þingmennska sé ekki hefðbundið starf og siðareglurnar eigi að gilda alls staðar þar sem þingmenn eru á opinberum vettvangi. 2. ágúst 2019 18:45