Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Sylvía Hall skrifar 17. febrúar 2020 20:18 Caroline Flack lést á laugardag. Vísir/Getty Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. Flack lést á laugardag eftir að hafa svipt sig lífi. Þetta er í fyrsta sinn sem Lygo tjáir sig um andlát hennar en framleiðendur þáttanna hafa verið gagnrýndir fyrir það að hafa ekki sýnt henni nægilegan stuðning eftir að hún steig til hliðar. Ástæða þess var ákæra á hendur henni fyrir líkamsárás á kærasta sinn en hún neitaði ávallt sök og var kærasti hennar jafnframt mótfallinn því að hún yrði ákærð. Sjá einnig: Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni „Allir hjá ITV eru gjörsamlega miður sín og eru enn að reyna að vinna úr þessum hræðilegu fréttum,“ segir Lygo í yfirlýsingunni. Hann segir Flack hafa verið mikilvægan þátt í velgengni þáttanna frá upphafi og henni hafi alltaf staðið til boða að koma aftur. „Þegar Caroline steig til hliðar gerði ITV henni ljóst að dyrnar stæðu opnar fyrir hana ef hún vildi snúa aftur og Love Island framleiðsluteymið var í reglulegum samskiptum við hana og sýndi henni stuðning undanfarna mánuði.“ Sjálfsvíg Flack er það þriðja á tveimur árum sem tengist þáttunum. Tveir fyrrverandi þátttakendur hafa þannig svipt sig lífi, annars vegar Sophie Gradon og hins vegar Mike Thalassitis. Áhorfendur fóru í kjölfarið að láta áhyggjur sínar í ljós af sálarlífi þátttakenda í þáttunum og illri meðferð á þeim. „Caroline elskaði Love Island og var opinská um stuðning sinn við þáttinn. Áhorfendur gátu tengt við hana og hún við þá og það var stór hluti af velgengni þáttanna. Við munum öll sakna hennar mjög mikið.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Bretland Tengdar fréttir Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin Breska sjónvarpsstjarnan Caroline Flack er látin, 40 ára að aldri. Hún fannst látin í íbúð sinni í London í dag. 15. febrúar 2020 18:17 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. Flack lést á laugardag eftir að hafa svipt sig lífi. Þetta er í fyrsta sinn sem Lygo tjáir sig um andlát hennar en framleiðendur þáttanna hafa verið gagnrýndir fyrir það að hafa ekki sýnt henni nægilegan stuðning eftir að hún steig til hliðar. Ástæða þess var ákæra á hendur henni fyrir líkamsárás á kærasta sinn en hún neitaði ávallt sök og var kærasti hennar jafnframt mótfallinn því að hún yrði ákærð. Sjá einnig: Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni „Allir hjá ITV eru gjörsamlega miður sín og eru enn að reyna að vinna úr þessum hræðilegu fréttum,“ segir Lygo í yfirlýsingunni. Hann segir Flack hafa verið mikilvægan þátt í velgengni þáttanna frá upphafi og henni hafi alltaf staðið til boða að koma aftur. „Þegar Caroline steig til hliðar gerði ITV henni ljóst að dyrnar stæðu opnar fyrir hana ef hún vildi snúa aftur og Love Island framleiðsluteymið var í reglulegum samskiptum við hana og sýndi henni stuðning undanfarna mánuði.“ Sjálfsvíg Flack er það þriðja á tveimur árum sem tengist þáttunum. Tveir fyrrverandi þátttakendur hafa þannig svipt sig lífi, annars vegar Sophie Gradon og hins vegar Mike Thalassitis. Áhorfendur fóru í kjölfarið að láta áhyggjur sínar í ljós af sálarlífi þátttakenda í þáttunum og illri meðferð á þeim. „Caroline elskaði Love Island og var opinská um stuðning sinn við þáttinn. Áhorfendur gátu tengt við hana og hún við þá og það var stór hluti af velgengni þáttanna. Við munum öll sakna hennar mjög mikið.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Bretland Tengdar fréttir Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin Breska sjónvarpsstjarnan Caroline Flack er látin, 40 ára að aldri. Hún fannst látin í íbúð sinni í London í dag. 15. febrúar 2020 18:17 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin Breska sjónvarpsstjarnan Caroline Flack er látin, 40 ára að aldri. Hún fannst látin í íbúð sinni í London í dag. 15. febrúar 2020 18:17
Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15
Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57